Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 10
Lítil ferðasaga - frh. Hrefnubúðir, sem ná austur að Fúlukvísl. I þeim em lítilsháttar skógarleifar. Það niður af er Fróðárdalur, sem er mikið og gott graslendi og nær að Hvítárnesi. Nú var hestunum gefið mikið hey og graskögglar og við borðuðum og drukkum allslags góðgæti. Þá var að ræða hvemig skyldi haga ferðalagi dagsinsáHveravelli, þvíþarvar ákveðið að gista næstu nótt. Ólafur tók að sér að keyra bílinn og yngstu bömin sem ekki vom hestfær. Nú fórég með öll hross og mannsskap inn með Fúlukvísl og inn úr Þjófadölum yfir Þröskuld til Hveravalla. Þetta var alveg dásamlegur dagur, bjartviðri en óþarflega heitt. Þetta er sérstaklega falleg leið. Norðan við Hrefnubúðir sér yfir á Leggjarbrjót og þar inn að Hrútfelli. Heiðin vestan við Fúlukvísl heitir Baldheiði, og nær inn undir Hrútfell. Þar austur af komaÞverbrekkur, gróðursælar brekkur sem ná austur að Fúlukvísl. Þarna inn með Fúlukvísl er eiginlega^ hvergi hægt að á með hesta. Á einum stað er svokallað Þver- brekknaver, sem í er lítil hagi en nóg vatn. Þetta er eini staðurinn sem hægt er að stoppa inn í Þjófadali. Nú fer Drífa að fara í töskur sínar og afhenda okkur öllum matarpakka, sem í var kjarnamatur og eitthvað höfðum við til að renna niður með því. Áfram var haldið inn með Fúlukvísl og inn með Múlum, sem em háar sandöldur beggja megin Fúlukvíslar. Norðan við ÞverbrekkuremSandfellin. Yfir þetta gnæfa Hrútfell og Langjökull og sjáum við inn til Fögmhlíðar, sem er fjall sem skerst út úr jöklinum og eru jökulkvíslar beggja megin, en fallegur gróður er í hlíðum þess. Þaðan hafa oft komið fallegar og vænarkinduráhaustin. Núemm við að koma inn í Þjófadalina. Norðan við gnæfir yfir hátt fjall sem Rauðkollur heitir, hægra megin Þjófafell og norður af því Þröskuldur. Niður í dalnum er sæluhús Ferðafélagsins, en þar stigum við af baki en stoppuðum lítið. Svo fómm við norður yfir Þröskuld og áttum jafnvel von á Ólafi á móti okkur þangað en ekki sást til hans svo við héldum áfram inn með Búrfjöllum, riðum greitt því þarna er góður reiðvegur. Þegar dregur frá fjöllunum og girðingunni verður fyrir okkur brött brekka upp á háa gijóthæð og nú blasa við Hveravellir. Ég reið nú niður í sæluhús og tilkynnti Ólafi komu okkar. Nú rákum við hrossin í girðingu og gáfum þeim grasköggla. Þama var til sölu hey en okkur leistnúekkiáþað. Viðprófuðum að fá nokkra bagga sem við hentum fyrir þá um morguninn, en þeir gerðu því lítil skil. Við fómm svo öll niður í sæluhús og ég ásamt fleirum fómm í sund- laugina strax. Svo var á borðum mikill og góður matur eins og alltaf og drykkur og vom því gerð góð skil. Við fómm fljótt til náða, því við sem vorum á hestunum vorum lúin eftir daginn, að minnsta kosti ég. Við sváfum vel og áttum þarna góða nótt. Við höfðum vístriðið greitt því Ólafur sagði að við hefðum verið tveimur tímum á undan áætlun. Við vöknuðum snemma morguns í sól og blíðu. Ég þurfti að labba hér dálítið um og rifja upp gamlar endurminningar frá því að ég var hér starfsmaður í sex sumur og síðan hef ég verið hér á ferð á hverju sumri og þá oftast gist hér. Svo það má nú segjaaðégséhérhagavanur. Nú fómm við að ná saman hestunum og gefa þeim. Þá kom í ljós að farið var undan nokkxum þeirra, svo þeir urðu að fara að jáma, Guðni og Ólafur. Ég labba suður að Eyvindarhreysi sem er hraunhóll sprunginn nokkurn veginn eftir miðju en hleðsla í miðju, svo það lítur út fyrir að þama hafi verið mynduð tvö hreysi, en ömurleg hefur íbúðin verið, en stutt í Eyvindarhver að sjóða kjötið. Héðan er margt að sjá. Éf við horfum suður á Kjalhraun sjáum við háa strýtumyndaða hraunhóla sem Áð í Fremstaveri á leið íHvítárnes. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.