Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 22
Vísnaþáttur Rristinn Bjamason bjó í Borg- arholti 1940-1951. Hann var góður hagyrðingur og kom út eftir hann ljóðabók, Omar frá œvidögum, árið 1965. Margir kunnugir töldu sig sakna þar margra^ hnyttinna tækifæris- vísna. Astæða er tíl að reyna að halda þeim til haga og er mögulegt að gera það með því að birta þær í L-B. Eftirfarandi vísur eru skrifaðar upp eftir þeim Helgu Karlsdóttur og Val Lýðssyni á Gýgjarhóli. Vera kann að þær séu ekki nákvæmlega eins og þær voru upphaflega ortar, því þær hafa flestar farið milli kynslóða og geymst í minni nokkra áratugi. Kristinn og Lýður Sæmundsson, sem var bóndi á Gýgj arhóli, voru nokkur ár samtíða í Vestmanna- eyjum. Einu sinni var m.s. Dronning Alexandrine að koma til Eyja og um leið og hún birtist fyrir Klettsnefið segir Lýður við Kristinn: “Þarna fæðist nú höfuðið á Drottningunni”. Þá segir Kristinn: Fæðist höfuðfrúnni á fram úr köfum Ránar. (I þeim svifum kemur bátur og skýst fram úr Drottningunni og Kristinn lýkur við vísuna:) Hana öfugt aftanfrá einhver djöfull smánar. Kristinn var farþegi í slorbíl hjá Lýð, þegar hann var nærri búinn að aka aftan á Helga Bene- diktsson, sem var voldugur útgerðarmaður á kreppuárunum í Eyjum. Kristinn segir þá: Hefðirðu keyrt á Helga Ben, hann vœri dauðans matur, og niður í Skrattans skuldafen skriði nú kylliflatur. Kristinn var að minna stúlku í Eyjum á pilt, sem hét Svanur og var á bát á veiðum fyrir Austfjörðum. Dúfurnar döggvast í tárum, dagarnir verða að árum. Meðan að svamla í sárum svanir á austfirskum bárum. Einhverju sinni sátu þeir Kristinn og Asgrímur, sonur hans, saman í bíl að bíða eftir flutningi við gatnamót í Eyjum. Þama voru margir á ferð gangandi á báðum götum. Þeir ákváðu þá að annar skyldi yrkja vísu um hvem þann erfærieftirgötunni, semláaustur og vestur, en hinn um þá sem færu norður eða suður. Kristinn taldi að þetta hefði tekist, en stundum hefðu þeir hjálpast að og ekki allt verið mikill skáldskapur. Fórhannmeðþessu vísu sem dæmi um það: Þunnan vanga þessi ber þykir krangalegur. Utá Tanga œtlar sér, er það langur vegur. Kristinn fékk hastarlega hettu- sótt á þeim árum sem hann var í Borgarholti. Þegar hann var að stíga upp úr henni lýsti hann ástandi sínu fyrir skurð- gröfumönnum, sem þar vom staddir, með þessari vísu: Fyrrum hélt égfljóðin við flíkum skellti í sundur. En nú velt ég út á hlið eins og geltur hundur. Jóhannes í Ásakoti og Ragnar bróðir hans vöktu Kristin upp um sexley tið um morgun eftir að hafa fest jeppann, sem þeir vom á, á “Borgarholtsfjallgarð- inum”. Þeir höfðu haft eitthvað til að vökva lífsblómið með og voruhressir. Kristínnsegirþegar hann kemur til dyra: Nú er ekki nóttin löng, nú er Ijúft að muna. Loftið fyllist sálmasöng við sólaruppkomuna. Einu sinni sem oftar voru Kristinn og Jóhannes bóndi í Ásakoti að sækja flutning á ferj- una við Krók. Meðal þess sem þar var voru tveir pokar af hveitiklíð, sem þá var oft notað sem skepnufóður. Þeirvomekki vissir um hvor átti hvað og sagt er að Jóhannes hafi byrjað: Hveitiklíð þekktu þitt, þá skal ég hirða mitt. Kristinn botnaði: * I kviðfylli kúa þinna kjarna þess muntufinna. A.K. Leiðrétting * I3.tbl.8.árgL-Bvar ranglega farið með vísu Kristins Bjamasonar þar sem hann lýsir aðkomunni að Borgarholti. Rétt er hún svona: Heilsar seggjum hrörleg þúst, holts úr eggjum dregin. Moldarveggja rauðleit rúst rís þar beggja megin. Þökkum Olafi Stefánssyni ábendinguna.. Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.