Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 12
Lítil ferðasaga - frh. farið greitt og nú var byijað að rigna og strekkingsvindur. Mig langaði út í Gránunes og ég hætti við það þegar breytti um veður. Háa aldan sem vegurinn liggur austanáheitirlnnri-Skúti. Þarna var smástans því sumir þurftu að galla sig og svo að laga undir hesti sem var að fara undan. Sunnan við Innri-Skúta er gerði sem girt var til að lemba í, hjá þeim sem keyra lambfé hingað. Hér niður að Jökulkvísl er gott graslendi sem heitir Skútaver. Til vesturs sjáum við Svartá og Buga. Þar var leitarmannakofi, niðurfallinn fyrir löngu. Enn sést fyrir tóftum. Nú var riðið greitt ffam hjá Syðri-Skúta og framhjá afleggjaranum sem liggur í Hvítárnes, því nú ætlum við ekki að stoppa fyrr en fyrir sunnanHvítá. Þáerumviðkomin suður yfir Hvítá, þar setjum við hestana í girðinguna. Drífa fer í matarkistuna og upp úr henni tók hún kjarnmikinn og góðan mat, hangikjöt, brauð, og ýmislegt góðgæti og kaffi með brennivíni út í. Nú var ákveðið að fara með hestana fyrir austan fjall og það fóru flestir ríðandi og sannarlega langaði mig með þeim. Þá kom fram í huga minn að tvisvar verður gamall maður barn, svo ég lánaði bæði hesta og gallaogfóríbílinntilDrífu. Þar var mér ekki í kot vísað. Það var bullandi slagviðri. Blessuð börnin voru róleg aftur í bílnum, heyrðist varla í þeim. Svo var oftast í ferðinni, þau voru ósköp væn og góð. Við urðum að bíða upp undir klukkustund eftir hestafólkinu en því hafði gengið mjögvel. Nú voru hrossin rekin í girðingu og höfð hestaskipti, því ákveðið var að ríða niður að Kjóastöðum og skilja hrossin eftir þar og hver færi svo til síns heimkynnis til gistingar. Nú var tekin rífleg hestaskálin og svo haldið af stað. Drífa skilaði mér heim í hlað. Svo fór hún út að Torfastöðum að losa sig við börnin og kerruna. Svo fór hún upp að Kjóastöðum að sækja mannskapinn en hestamir voru sóttir eftir tvo daga. Ég vil nú þakka þeim innilega að hafa boðið mér í þessa ferð. Þá var útgerðin ekkert rusl eða skorin við neglur sér því víst var helmingur eftír í kistunni. Svo þakka ég öllu samferðafólkinu, bæði yngra og eldra, innilega samvemna. Guð blessi ykkur. JENS PETUR JOHANNSSON LÖGGILTUR RAFVERKTAKI SÍMI 98-68845 - LAUGARÁSI BISKUPSTUNGUM Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.