Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 7
Atvinnumál - frh. ég hér svæðið norðan við Gull- fossveg frá Neðradal að Bratt- holti. Fyrir áhugamenn um skógrækt er allt að vinna en engu að tapa. Þjóðfélagslega hlýtur að vera hagkvæmast að þeir sem búa, hafa til umráða land á álitlegum skógræktarsvæðum, planti og hugsi um skóginn sjálfir heldur en ríkið sé að kaupa land, byggi vinnubúðir og láti vinnuflokka vinna verkið. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hefur hug á að kaupaviðarkurl til vinnslu íverk- smiðjunni. Tilþessaðfullnægja því þarf nokkur hundruð hektara af fljótsprottnum skógi sem yrði síðan “sleginn” með stórvirkum vélum með nokkurra ára milli- bili. Alitlegasti staðurinn fyrir þetta eru trúlega uppsveitir Arnessýslu. Nú er það okkar að taka jákvætt undir þetta og drífa þetta í framkvæmd. Fyrir nokkrum árum heyrði ég sagt frá ferð Eyfirðinga og Skagfirðinga í Hallorms- staðaskóg til að skoða skóg- ræktina. Á heimleiðinni dásömuðu og lofuðu Skagfirð- ingar skóginn og eru trúlega enn að ræða málin. Eyfirðingar sögðu ekki neitt en þegar þeir komu heim fóru þeir að planta skógi. í hvom hópinn munum við passa betur? Hér hafa aðeins verið nefnd fáein atriði til umhugsunar. Það sem gildir í þessu öllu er að hafa áhuga, trúa á málefnið og nýta þá aðstöðu sem til staðar er án þess að fara í mikla fjárfestingu. Ef við styðjum hvert annað í framfaramálunum verður ár- angurinn fljótur að skila sér. Þ.Þ. Kvenfélag Biskupstungna 60 Kvenfélag Biskupstungna er 60 ára um þessar mundir. Það var stofnað á Torfastöðum 24. janúar 1929, en þó ekki formlega fyrr en 15. apríl sama ár. Þann fund sátu 18 konur. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Anna Eggertsdóttir, læknisfrú í Laugarási. í fyrstu stjóm voru eftirfarandi kosnar: Anna Eggertsdóttir, Laugarási, formaður. Steinunn Egilsdóttir, Spóastöðum, ritari. Margrét Halldórsdóttir, Hrosshaga, gjaldkeri. Árið 1932 tók síðan Sigurlaug Erlendsdóttir, Torfastöðum við formennsku og gegndi því starfi í 23 ár. Afmælisins verður minnst með einhverju móti á næstu vikum en ekki er ákveðið endanlega hvemig. Ný stjóm tók við stjómartaumum á aðalfundi, sem haldinn var 28. mars síðastliðinn. Hún er þannig skipuð: Elínborg Sigurðardóttir, Iðu, formaður, Áslaug Jóhannesdóttir, Spóastöðum, ritari, Ásta Skúladóttir, Sólveigarstöðum, gjaldkeri, María Þórarinsdóttir, Fellskoti, meðstjómandi, Ragnheiður Jónasdóttir, Reykholti, meðstjómandi. Vara: Elsa Marísdóttir, Asparlundi, Oddný Jósefsdóttir, Brautarhóli. Fulltrúi í rekstramefnd: Anna S. Bjömsdóttir, Miklaholti. Vara: Karitas Óskarsdóttir, Heiðmörk. Fulltrúi í eigendanefnd: Guðrún Guðmundsdóttir, Hlíðartúni. Vara: Elsa Marísdóttir, Asparlundi. Endurskoðendur: Þuríður Sigurðardóttir, Selfossi, Ingibjörg Bjamadóttir, Lyngási. Veitinganefnd: María Þórarinsdóttir, Fellskoti, Ingibjörg Bjamadóttir, Lyngási, Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, Stóra-Fljóti, Anna S. Bjömsdóttir, Miklaholti. Vara: Perla Smáradóttir, Miðholti 3. Litli Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.