Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 3
Ganga okkar til Betlehem Gráhærður öldungur var á leið til Betlehem. Hann hafði meðferðis flösku með dýrindis smyrslum, gullmola og rauðan rúbínstein, sem hann virti fyrir sér með mikilli aðdáun. Er hann nálgaðist bæinn, varð fyrir honum hópur manna sem var að stumra yfir særðum dreng á veginum. Öldungurinn gekk að drengnum og áður en hann vissi af, var hann búinn að hella öllum dýrmætu smyrslunum yfir sár drengsins. Því næst hélt hann áfram för sinni til Betlehem. “Eg á þó alltaf gullmolann og rúbíninn,” hugsaði hann með sér. Allt í einu var tekið í hönd hans og sagt: “Góði herra, gef mér ölmusu, ég er gamall og fátækur.” Gráhærði öldungurinn leit á vesalings beiningamanninn og gat ekki fengið af sér að neita bæn hans. Hann átti enga aðra peninga en gullmolann og lagði hann í útrétta hönd beiningamannsins. “Enn á ég ljómandi rúbín handa barninu og er hann jafn mikils virði og smyrslin og gullið til samans.” Leið hans lá framhjá torgi, þar sem verið var að selja þræla. Það var verið að bjóða upp yndislega fallegt barn. Rétt hjá stóð móðir barnsins yfirkomin af harmi og sorg. Þetta var meira en viðkvæmt hjarta öldungsins gat þolað. Þetta gat hann ekki horft á aðgerðarlaus. “Rúbíninn minn, rúbíninn rninn.” Hann ruddist í gegnum mannþyrpinguna með steininn í hendi og keupti barnið. Hann rétti það móðurinni og sagði brosandi: “Taktu bamið þitt, nú áttu það sjálf. Taktu það.” An þess að bíða eftir þakklæti konunnar ruddi hann sér braut burt. Allt í einu nam hann staðar. Anægjubrosið stirðnaði á vörum hans. Hann néri saman höndum í örvæntingu og tár komu fram í augu hans. “Ó, nú á ég enga gjöf eftir,” hrópaði hann. Hannsneri viðhrygguríhuga. Eftir stuttastund tyllti hann sérniðuráþúfu við veginn. Hann hallaði sér upp að tré og sofnaði. Þegar hann vaknaði aftur ljómaði hann af gleði og hélt för sinni áfram hress íhuga. Hann hafði dreymt draum. í draumnum hafði hann séð fyrir sér barnið í Betlehem á hnjám móður sinnar. Hann hafði fallið fram fyrir barnið til þess að tilbiðja það. Er hann hóf upp augu sín, sá hann að dýrmæti steinninn glóði á enni barnsins og gullmolinn hans lá í litlu barnshöndinni Er hann horfði hugfanginn á þetta, heyrði hann lága hvíslandi rödd barnsins, er það sagði: “ Það sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum það gerið þér mér.” Við fögnum aðventu, við erum á leið til Betlehem eins og vitringurinn. Við stefnum glöð til jóla með fjölmörg verkefni en einnig áhyggjur, vonir og þrár. Við höldum af stað með gjafirnarokkar, einsog gjafarinn ísögunni. En áleiðinni getursitthvaðgerstsem breyttgetur stefnu okkar. Kannski verða annir og erill til að slæva jólastemninguna. Kannski hendir okkur eitthvað alvarlegt sem skyggir á. Sammerkt er flestum að gera það sem hægt er til að gleðja og gefa. Það er gott. Gjafir og verslunarflóðið hefur verið gagnrýnt og ekki verður við þá ræðu bætt hér. Allt frá hinumfyrstujólum hafa gjafirverið gefnarog ávaílt síðan hafa menn viljað gefa barninu gjafir og gleðja sína nánustu. Allur erillinn, hreingerningar, bakstur, steikingar og þvottar eru kærleiksgjafir, gefnar til að gleðja. Vitringurinn í sögunni brást við umhverfi sínu, gaf gullið sitt og smyrslin og að lokun rúbínsteininn. Hann kom til Jesú tómhentur. Þannig má skoða allt sem við aðhöfumst fyrir jólin. Við gefum Jesú sjálfum ekki gjafir heldur börnum hans, mönnunum sem umhverfis okkur eru. Jafnvel annir og sorgir. áhyggjur og strit við að koma öllu í kring fyrir jól eru annir ferðarinnar til Betlehem. Allt þetta metur barnið í jötunni og hvíslar að þér í draumi. Það sem þér gerið mínum minnstu gerið þér mér. Jólin, koma Jesú - koma Guðs í mynd barns, er koma Guðs inn í hversdagsleika þinn. Þú hittir Jesú alls staðarílífi þínu. Þú verður hin talandi röddGuðs gegn myrkri - með þínu lífi. Guð gefi þér og þeim sem þú hittir á Betlehemgöngunni gleðileg jól. Hanna María Pétursdóttir. Litli - Bergþór i

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.