Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 9
Frá íþróttanefnd. Á aðalfundi Umf.Bisk, 29. apríl sl. var gerð sú brey ting að kjósa í iþróttanefnd foreldra bama í sveitinni og gera þá um leið til- raun til að efla foreldrastarf í félaginu. Ég held að þessi til- raun hafi tekist þokkalega hvað varðar foreldra flestra þeirra barna sem stunda íþróttir eitt- hvað að ráði. En betur má ef duga skal og væri gaman að heyra álit fólks (foreldra) á þessu máli. Svo við snúum okkur að starfinu, þá kom íþróttanefndin saman til skrafs og ráðagerða 25. maí og voru þá lagðar línurnar fyrir sumar- starfið sem byrjaði með sumar- æfingum (útiæfingum) hjá þjálfaranum okkar Olafi Osk- arssyni og síðar leikjanámskeiði á vegum HSK sem var mjög vel sótt. Oli þjálfari fór síðan í sumarfrí íjúní en fékk Véstein Hafsteinsson til að leysa sig af á meðan. Vésteinn sá síðan um undirbúning og framkvæmd “17. júní mótsins”, sem haldið var að kvöldi 15. júni og tókst með ágætum og voru keppendur fjölmargir. 1. júlí fórum við svo af stað með stóran hóp keppenda á íþróttahátfð HSK sem haldin var að þessu sinni á Hvolsvelli. Gist var í tjöldum, og vakti það athygli hversu margir foreldrar mættu með Tungnaliðinu sem stóð sig líka mjög vel h vort sem við foreldrarnir höfum nú átt einhvern þátt í því eða ekki. Þarna kom vel í ljós, sem við vissum raunar fyrir, að við eigum mjög gott og vaxandi keppnisfólk í hinum ýmsu greinum. Kjarninn úr þessu liði okkar eru þeir krakkar sem Gunnar Tómasson byrjaði að þjálfa hér um árið og skilaði síðan til Óla þjálfara, sem hefur náð frábærum árangri með sínu starfi. Enekkimágleymaþætti Gunnars Tómassonar, sem lagði mikið á sig (og gerir raunar enn), og vil ég nota þetta tækifæri og þakka honum sérstaklega. En auðvitað eru íþróttir fyrir alla, og sem betur fer er hér fjöldi barna og unglinga sem stunda íþróttir og mætir vel á æfingar þó ekki skili allt þetta unga fólk sér í keppni. Ég er viss um að það geta ekki mörg ungmenna- eða íþróttafélög státað afjafn mikilli þátttöku á íþróttaæfingum og verið hefur hér í haust eða tæplega helmingi allra nem- enda í grunnskólanum. (Á æfingu í Aratungu 24. október sl. mættu 48 krakkar.) En áfram með sumarstarfið. Síðdegis 27. júlí fórum við svo nokkrir foreldrar og krakkar sem mætt höfðu á íþrótta- æfingarnar í sumar í smá skemmtiferð í Þrastaskóg. Þar var farið í leiki, matur grillaður sameiginlega, og áttum við þar mjög góða kvöldstund saman og allir sælir og ánægðir þegar haldið var heim. Svona ferð kostar lítinn undirbúning og er vel þess virði aðendurtaka hana síðar. 19. ágúst var svo 3j;t félaga mótið, sem að þessu sinni var haldið að Laugarvatni i blíðskaparveðri. íikki gátum við mætt þar með fullskipað lið I Þrastaskógi. F.v.: Gunnar Tómasson, Björn B. Jónsson og Olafur Oskarsson, þjálfari. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.