Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 8
Og enn á ný.............frh. gramsa alla daga í táfýlu annarra. Ekki varð þó úr náminu og lá leiðin í Húsasmiðjuna, þar sem hann hefur sl. 5 ár verið lager- stjóri í smávörum í nýju verslun- inni. Talið berst að Galtalæk þar sem eigendur Húsasmiðjunnar hafa hafið skógrækt í stórum stíl. Þeir eigendur segj ast vera búnir að selja svo mikið af timbri að orðið sé tímabært að skila því aftur til náttúrunnar. Gaman væri að heyra meira um áform þeirra ábúenda á Galtalæk og væri það eflaust efni í annað viðtal eða grein, en nóg um það. Brynja hefur ekki gert jafn víðreist og Eiríkur. Hún hefur alla tíð búið í Njarðvíkum nema sl. 1-2 ár í Reykjavík. Eftir grunnskólanám hefur hún aðallega unnið í fiski og uppi á Velli, stundað nám í Hús- mæðraskólanum að Laugar- vatni svo og námskeið í skrif- stofutækni í fyrra. I framhaldi af garðyrkjuáhuga Eiríks spurði ég hann hvort satt væri að hann hefði á sínum tíma reynt að ná í Friðheima. Hann sagði það rétt vera og einnig hefði land undir garðyrkjulóð á Reykjavöllum verið inni í myndinni. En nú er hann þó a.m.k. kom- inn hingað í sveitina. “Og hvernig lrkar ykkur svo?” (Sbr.: How do you like Iceland?) Þar eru þau mjög ákveðin og sammála um að þeim finnist notalegt að vera komin upp í sveit, ekki kannski hægt að kalla það “í rólegheitin”, því nóg er að gera og mun meira en þau bjuggust við. Það var búið að segja þeim að þetta væri rólegasti tíminn. "Ja, hvernig verður þá "anna- tíminn"?" En þau eru ókvíðin og horfa björtum augum á fram- tíðina. Fólk hér hefur tekið þeim mjög vel og þeim finnst auðvelt að kynnast “innfæddum”. Kannski svo sé komið að “töskufólkið” tilheyri fortíð- inni. S.J.S. HJÚPUR HF = mm HJUPUR HF. Flúðum 801 Selfoss Sími 98-66780 Söluskrifstofa Bolholti 4 105 Reykjavík Sími 91-680425 Einangruð hitaveiturör úr stáli Einangrun fyrir plasthitaveitur Leggjum plasthitaveitur Ráðgjöf við hönnun hitaveitna Sjóðum allar gerðir af plasti Fjölhæfastir á íslandi Spegilsuða - múflúsuða - þráðsuða og sprautusuða Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.