Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 25
Frá orfi... fluttum við grjót á kerrunni til aðfyllauppígrunninn. Einnig kom fyrir að við systkinin fórum á henni á Ungmennafélagsfund suðuraðVatnsleysu. Fyrirslátt- inn kom svo sláttuvél. Það var greiðuvél, sem fest var neðan á dráttarvélina svo greiðan var á milli fram- og afturhjóla. Öryggisbúnaður var þannig að ef greiðan rakst í gekk vélin svolftið aftur og strekkti á vír sem dró kúplinguna niður. Um þetta leyti var Jón bróðir minn á búi foreldra minna. I sláttarbyrjun fórhann íferðalag á hestum norður yfir Kjöl. Var ég heima á meðan og kom í minn hlut að slá með traktorn- um. Þegar Jón kom aftur fór ég svo út að Ketilvöllum. Þar var þá ekki komin nein dráttarvél, og man ég hvað mér fannst slátturinn ganga seint og vera lítið skemmtilegur með hest- unum. Sumarið eftir var svo kominn traktor þar einnig. Bráðlega komu svo múgavélar, sem voru bæði notaðar til að snúaograkasamanmeð. Múg- arnir voru dregnir saman með dráttarvélunum á svipaðan hátt og áður með hestum og einnig voru lanir oft dregnar heim með þeim. Ég fór að búa vorið 1960. Þá var sú breyting orðin á tækni- væðingunni að dísilvélar voru orðnar algengar og hjólmúga- vélarnar komnar til sögunnar. Með þeim var bæði snúið og rakað. Þær rökuðu miklu betur en múgavélarnar sem fyrir voru og sneru líklegaheldur skárlíka. Fyrsta sumarið var ég með Ford- son Major dráttarvél að láni og keypti á hana sláttuvél og fasttengda hjólmúgavél sem ég nota enn til að raka utan með. Arið eftir keypti ég svo fremur litlalnternationaldísildráttarvél og á hana ámoksturstæki, sem voru ekki algeng þá. Þegar leið fram á 7. áratuginn fóru svo heytætlurnar að koma og svo sláttuþyrlurnar. Þessar vélar fékk ég 1967 og 1970. Hvort tveggjavarmikilframför frá fyrri snúningsvélum og greiðusláttuvélum. Heybindi- vél kaupi ég svo árið 1975. Lengra er ég ekki kominn á þessum vegi. Ef til vill á ég eftir að kynnast af eigin raun þriðju tegundinni af böggum. Ég hef raunar gengið í gegnum þrjú stig á ýmsum sviðum hey- skapartækninnar á rúmum 40 árum. Ég hef slegið með orfi og ljá, greiðusláttuvél og sláttu- þyrlu, snúið með hrífu, gaffla- snúningsvél og heyþyrlu. Rak- að saman með hrífu, hesta- rakstrarvél og hjólmúgavél. Svo mætti áfram telja, en ég læt hér staðar numið að sinni a.m.k. Ef til vill vilja aðrir segja frá sinni reynslu á þessu sviði eða öðrum hliðstæðum. A.K. JARÐVARMIER GLIA ÍSLANDS Látið SET einqngrgn vernda varmann Eyravegi 43 - 800 Selfossi 0f Box 83 - Sími 98-22700 Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.