Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 4
Ritstjórnarspjall - Sveitarstjórnarkosningar. Þegar ártalið er deilanlegt með 2 en 4 ganga ekki upp íþvíeru hreppsnefndarkosningar. Svo er um 1990 og er því kjörtímabili núverandi sveitarstjórnar lokið á næsta vori. Sjálfsagt er óþarft að minna á þetta, en hins vegar getur verið tímabært að af stað fari almenn umræða um undirbúning kosninganna. Vafalítið eru margir farnir að ræða málin, en lýðræðið byggist á að sem flestir atkvæðisbærir menn taki þátt í því. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar var tekinn hér upp nýr háttur. Þá var í fyrsta skipti kosið með listakosningu. Frumkvæðið að því hafði hópur sem vildi meiri endurnýjun í hreppsnefnd en verið hafði. Það tókst, því fjórir af sjö höfðu ekki átt þar sæti áður. Lög um sveitarstjórnir sem tóku gildi skömmu fyrir síðustu kosningar gera enda ráð fyrir því sem meginreglu að listakosning sé viðhöfð. Nú er eðlilegt að metið sé hvort þessi aðferð hafi gefist vel. Um það verður fólk víst aldrei sammála,endaenginnalgildurmælikvarði tiláþað. Iljósireynslunnarísíðustukosningum er þó eðlilegt að álykta að endumýjun verði örari ef kosið er með listum. En svo getur verið álitamál hvort það sé æskilegt eða ekki. Einn af kostum listakosninga töldu ýmsir vera að þá hefðu þeir er kjöri næðu betri aðstöðu til að hafa samráð við aðra. Myndu þeir halda fundi með þeim sem neðar væru á listunum og móta afstöðu sína að einhverju leyti eftir niðurstöðu slíkra funda. Mér býður í grun að þetta hafi að miklu leyti farist fyrir. Vangaveltur um hvort fleiri eða færri aðhyllast hvorn háttinn á kosningum eru þó út í hött þar sem tiltölulega lítill hópur getur fengið því ráðið að listakosningar verði. En óbundin kosning verður þó ef enginn slíkur hópur verður til staðar. Þegar líður að kosningum er jafnan farið að velta því fyrir sér hvort þeir sem síðast vom kjörnir gefi kost á sér aftur. Meginreglan er jú sú að þeir sem fyrir eru verða endurkjörnir. Lengi vel var það líka næstum því viðtekin venja að í stað þeirra sem ekki gáfu kost á sér áfram væru kosnir synir fyrrverandi hreppsnefndarmanna. Frá þessari reglu hafa að sjálfsögðu alltaf verið undantekningar en stundum svo fáar að þær voru næstum til að sanna regluna. Líklega er hún alveg úr gildi fallin nú. Margir telja þörf á að jafna hlut kynjanna í sveitarstjórn og velja því frekar konur en karla og aðrir telja hlut þeirra sem flutt hafa í sveitina á fullorðinsárum of lítinn í sveitarstjórnarmálum. Núna verður spurningin væntanlega hvort þeir hópar sem stóðu að framboði í síðustu kosningum ætli að gera það aftur. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér og lfklega ekki í þessu blaði. Eftir áramót kemur út nýtt tölublað og ef til vill annað til fyrir kosningar næsta vor. Þau munu birta framboð sem kunngerð verða og stefnuskrár listanna eins og fyrir síðustu kosningar. Þá er L-B alltaf opinn fyrir málefnalegum greinum bæði um sveitarstjórnarmál og annað sem fólki liggur á hjarta. A.K. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.