Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 7
Og enn á ný. viötal við nýja húsveröi. Brynja, Valdimar Anton, Björgvin og Eiríkur. Eflau st þykir mörgum fullmikið af því góða að birta viðtal við nýja húsverði í Aratungu íþessu blaði, rétt eins og í því síðasta. En Litli-Bergþór getur víst lítið gert að því, það er nýtt fólk í Aratungu og þá er upplagt að kynna það sveitungunum. Við ætlum bara rétt að vona að við þurfum ekki að gera þetta að föstum þætti í blaðinu. Þau heita Eiríkur Arni Her- mannsson f. 1958 og Þórey BrynjaJónsdóttirf. 1962. Einn son eiga þau saman, Valdimar Anton 4ra mánaða gamlan. Eiríkurá8ára dótturfyrirValgý Örnu og Brynja áfyrir Björgvin 9 ára. Björgvin býr hjá þeim. Það er vel tekið á móti blaða- manni LB. Fólkið notalegt og viðræðugott. Eiríkur hefur aðallegaorðið,Brynjaereflaust ekki eins opin um sína hagi og áhugamál við ókunnugan fréttasnáp. Eiríkur er alinn upp í Öndverðarnesi og síðan Arnar- bæli í Ölfusi. Þaðan lá leiðin oft til Hveragerðis þar sem hann var ungur kominn á kaf í félagslífið. Hann hafði á orði að félögunum hefði þótt það undarlegt háttalag þegar hann 16-17 ára fór á föstudags- kvöldum á söngæfingar með kirkjukór Hveragerðis meðan jafnaldrarnir fóru út að skemmta sér. Hann fór þá bara út á lífið eftir kóræfingarnar. Hann lék með Leikfélagi H vera- gerðis í Tóbias o.fl. verkum. Einnig gekk hann í J.C. um leið og hann hafði aldur til. Annars er garðyrkja aðaláhuga- málið og hugurinn stefndi alla tíð til náms í Garðyrkju- skólanum að Reykjum. Afþví hefurþóekkiorðiðenn. Grétar skólastjóri ráðlagði honum að læra fyrst einhverja iðn og það varð úr að hann lærði skósmíði ílðnskólanumáSelfossi. Siðan starfaði Eiríkur við þá iðn í 4 ár, þar af í 3 ár á ísafirði þar sem hann bókstaflega var að drukkna í félagslífinu. Eflaust á það sinn þátt í því að hann segist ætla að passa sig á félögunum hér í sveit allavega til að byrja með, hvað svo sem síðar verður. Nú leiðin láaftur suðurog íeitt ár átti ograkEiríkurSkóvinnu- stofuna Sólheimum 1 íReykja- vik. Svo er það einn daginn af tilviljun aðGrétar Unnsteinsson datt inn á stofuna til hans og segist alltaf vera að bíða eftir honum í skólann. Þettavarðtil þess að hann ætlar á ný í garð- yrkjunám. Er auk þess orðinn heldur leiður á skóviðgerðum. Nýsmíði skóa kunni hann ágæt- lega við en leiðist heldur að Verðlaunapeningar Verðlaunagripir Aletrun Jólakveðja til Tungnamanna Karl R. Guðmundsson Austurvegi 11, Selfossi. Sími 1 433 Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.