Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 24
Frá orfi til sláttuþyrlu. Eldri bróðir minn talaði einhvern tíma um “flauelina sempældi Lindannýrina”. Var þetta lengi haft eftir honum, og var það fyrsta sem ég heyrði um vélvæðingu á búi foreldra minna. Þessi ummæli voru þannig til komin að traktor var að herfa mýrarblett í túninu. Mun honum hafa fundist þetta hávaðasama ferlfki helst líkjast þeim er stundum svifu um loftið. Þá áttum við heima í Efstadal í Laugardal og þangað var torfær vegur og bílar því sjaldséðir. Til voru tvær heyvinnuvélar, sláttuvél og rakstrarvél. Þær voru dregnar af hestum og notaðar á sléttum blettum á túninu. Við fluttum að Gýgjarhólskoti vorið 1943. Þar varþá lítið tún en að verulegu leyti slétt, en þýft þurrlent vallendi við túníotinn bauð sig fram til ræktunarmeðnýrritækni. Mig minnir að það haft verið fyrsta haustið sem við vorum þar að hafist var handa. Helludals- bræður, Tómas og Magnús, áttu dráttarvél, International V-4 á járnhjólum. Aftan í henni var ýmist hafður plógur eða herfi. Mér er í minni að þegar byrjað var að plægja fyrir neðan túnið og búið var að fara eina ferð fram og til baka þá bilaði eitthvað. Þeir urðu að hætta um sinn, og ég sé enn fyrir mér plógstrengina tvo. Líklega hef ég verið hræddur um að þetta yrði ekki meira og myndin greipstsvofastþess vegna. En ævintýrið var ekki á enda. Boðaði þetta óhapp ef til vill heill viðþetta starf? Brátt hafði það sem aflaga fór verið fært í lag og starfið var hafið að nýju. Þarna voru svo á næstu áratugum brotnir til ræktunar nokkrir tugir hektara, fyrst með járnhjóladráttarvélum og síðar jarðýtum Vélvæðingin við heyskapinn fór hægt á þeim árum sem í hönd fóru. Hestavélarnar breiddust út og var til sláttuvél og rakstrarvél næstum á hverjum bæ þegar kom fram undirl950. Snúningsvélarfóru líkaaðsjást. Enn varþó slegið mikið með orfi og rakað og snúið með hrífu. Eg fylgdist allvel með vinnu- brögðum á tveirnur bæjum á þessum árum. Eg átti heima í Gýgj arhólskoti en var öll sumur frá 1945 til 1953 hjá föður- bróður mínum á Ketilvöllum í Laugardal. Aðstæður voru að þvíleytiólíkaráþessumbæjum að heyskapur á útjörð var í Gýgjarhólskoti að lang mestu leyti á þýfðu vallendi en á Ketilvöllum á frekar sléttlendri mýri. Á báðum stöðum var slegið utan túns með orfi og snúið, rakað og sætt með hrífu. Heyið var bundið í bagga og á Ketilvallamýrinni var hægt að koma við vögnum til að flytja þáheim. Þettavoruheygrindur á tveimur hjólum og dregnar af hesti. Yfirleitt voru settar 5 sátur á hvern vagn. Vallendið var hins vegar víðast svo þýft að þar varð vögnum ekki komið við. Baggarnir voru þvf fluttir heim á reiðingshestum. Á tún- unum var farið að þreifa fyrir sérmeð nújar aðferðir við hirð- ingar. Smíðuð varýta úr timbri, svo sem tveggja metra breið, og fest við aktygi á hesti með köðlum. Þegar heyinu hafði verið rakað í múga með rakstrar- vél voru þeir dregnir saman í dyngjur með ýtunni. Þær voru svo hlaðnar upp og þá var komin löneðagalti. Oftvarþettalátið standa dálítið, sérstaklega ef heyiðvarekki velþurrt. Efvon var á rigningu var strigi breiddur yfir. Þegar að hirðingu kom var bandi brugðið um lönina og hestur látinn draga hana heim að hlöðu og alla leið inn með talíubúnaði. Þá voru einnig til lágir vagnar á fjórum hjólum. Galtarnir voru dregnir upp á þá með tveimur hestum, sem einnig drógu vagnana heim að hlöðu. Fyrsta dráttarvélin kom að Gýgjarhólskoti 1952. Það var Ferguson, um 25 ha. bensínvél. Þetta vor var verið að byggja þar fjós. Eina tækið sem til var aftan í dráttarvélina var lítil kerra. Enginn sturtubúnaður var á henni svo hentugra þótti að flytja steypumölina á hest- vögnum, þar sem hægt var að hella mölinni úr þeim þegar heim var komið. Hins vegar Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.