Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 5
Vísnaspjall Fyrir nokkrum árum las ég bókina “Ég vil eiga mínar konur sjálfur”, eftir Olaf Jónsson á Oddhól. Hann kemur víða við í frásögn sinni og segir meðalannarsfráJóhannesi bróðursínumí Asakoti. Hann talar um að Jóhannes var hagmæltur og tilfærir m.a. þessa visu: Tunglið er í fyllingu og tombólan er sett, með tylftir af lúsa-kömbum og axlaböndin nett. Hattprjónarnir vænir með hundrað lita fjöld. Hræðist enginn núllin og dregið skal í kvöld. Nú er það bara svo, að þessi vísa er ekki eftir Jóhannes. Hún er eftir móður mína, Jónasínu Sveinsdóttur, sem þá bjó í Halakoti. Tilefnið var það að Jóhannes hélt tombólu heima hjá sér. Pabbi fór uppeftir en mamma ekki. Þegar hann var að leggja af stað, stakk hún miða með vísunni á í vasa hans. Hann fékk svo Jóhannesi miðann og Jóhannes las vísuna án þess að nefna hver væri höfundur. Þar sem hann var þekktur að því að setja saman vísur, var ekki óeðlilegt að hann væri talinn höfundurinn. Það er of algengt að vísur séu rangt feðraðar og þess vegna bið ég Litla- Bergþór fyrir þessa leiðréttingu. Ur því að ég er farin að spjalla um vísur, er best að halda því áfram. Sumarið 1940 var mikið rosasumar á Suðurlandi og afskaplega erfitt að fást við heyskap. Þá urðu þessar vísur til: Regnið æðir, rekkum blæðir, rýrna gæði töðunnar. Vatnið flæðir, voðinn hræðir, vosbúð mæðir stúlkurnar. Kvelur mengi, kæfir engi, kreppa að þrengir búandlýð. Skyldi lengi láðs um vengi leika á strengi þessi tíð. Rosinn þreytir lýðinn lands, ljtil von hann batni. Ég óska honum til andskotans með öllu sínu vatni. Höfundur er Einar J. Helgason. Pabbi hafði mjög gaman af vísum og gat verið liðtækur við gerð þeirra, eins og þessar þrjár bera meðsér. En hann hélt því lítið á lofti. Þaðvarhelst í félagi við aðra að hann bjó til vísur. Þá voru t.d. hreppsnefndarfundir tilvalinn vettvangur fyrir svoleiðis skáldskap, sérstaklega þegar Sigurður Greipssson átti þar sæti. Þeir brölluðu ýmislegt, bæði saman og sinn f hvoru lagi. Einu sinni hlustaði Sigurður á mann flytja mærðarfulla ræðu um vorkomuna. Þá varð honum að orði: Græna jörð, þann gróðurlit, gefur vorið rika. Og þegar okkur vantar vit, verðum við grænir líka. Þegar útsvörum var jafnað niður eftir efnum og ástæðum, þurftu hreppsnefndarmenn helst að vera með nefið niðri í hvers manns koppi. Einu sinni þegar útsvar Jörundar í Skálholti var til ákvörðunar hjá nefndinni segir Sigurður: Mikið er allt á manninum þeim og margt þarf hann að borga. Einar: Þegar hann kveður þennan heim, Sigurður: þá fer ég að orga. Eitt sinn var Einar faðir minn í smíðavinnu hjá Sigurði. Það var á þorranum og einmuna blíða dag eftir dag. Sigurður byrjaði: Það er gæða þorra tíð þegar hæðir gróa. Einar botnaði: Vex í næði vonin blíð, vel má klæðast Góa. Fleiri komu við sögu í vísnagerð þarna við Geysi. Einar byrjaði: Eflaust þurfa efni til, eröflug vígi byggja skal. Karl Magnússon, bílstjóri hjá Olafi Ketilssyni, svaraði: Helvíti eru háreist þil á hlöðunni í Neðra-Dal. Einar hélt áfram: Reyndu að stýra bcggja bil blessað dýra kempu-val. Kalli gat notað sama botninn: Helvíti eru háreist þil á hlöðunni í Neðra I)al. Litli - Bergþór S

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.