Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 18
Þingmannsferill Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri hérí Reykholtsskóla og sveitarstjórnarmaður, var 3. maður á lista Alþýðubanda- lagsins í síðustu alþingis- kosningum. Hann er sem sé 2. varamaður Margrétar Frí- mannsdóttur og nú í haust æxlaðist það svo að Unnar sat á Alþingi um tíma eða alls hálfa fjórðu viku, meðan Margrét sat á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York. LB hafði tal af Unnari og forvitnaðist um það hvernig þessum fyrsta þingmanni okkar Tungna- manna í 40 ár (enginn héðan hefur setið á þingi síðan Jörundur Brynjólfsson flutti frá Skálholti) hefði líkað að sitja hið háa Alþingi. Við gefum Unnari orðið. “Ég kunni bara ágætlega við mig. Þetta er mjög notalegur vinnustaður. Þarnaerýmislegt að gerast sem ég ja... hafði ekki alveg gert mér grein fyrir. Ég átta mig betur nú á þessu munstri. Það er reyndar hægt að aðskilja þingstörfin í þunglamalegar leiðinlegar umræður um lítt áhugaverðmál. Þingfundirgeta oft verið þrautleiðinlegar stundir þar sem menn virðast tala eingöngu til að tala og svo hins vegar skemmtileg sam- skipti við fólk og áhugaverð umræða. Margt er rætt utan þingsala. Það má segja að hlutirnir gerist að miklu leyti á göngum og setustofum. Það varskemmtilegtilviljun að í þingsal sat ég við hlið Salóme Þorkelsdóttur en í fjárveit- inganefnd við hlið Olafs Þ. Þórðarsonar. Bæði hafa þau búið hér í Reykholti. Starfið í fjárveitinganefnd var skemmtilegtogáhugavert. Það kom mér á óvart hvernig þar var unnið. En það er með þjóðarbúið eins og önnur stór bú, það krefst hver hlutur síns, margir liðir lögbundnir og afgangurinnekkistórliður. Það eru u.þ.b. 2-4 % sem fjárveitinganefnd hefur með að gera til ráðstöfunar í hin ýmsu verkefni. Við fórum yfir forsendurfjárlaga. Sátumíl/2 mánuð með ríkisendurskoðun og hagsýslustjóra við að yfirfara fjárlagafrumvarpið og kryfja einstakaþætti. E.t.v. sýnirþetta líkt og fjölmargt annað að vinna þingmanna sést ekki alltaf á yfirborðinu. Hið eina bitastæða sem ég tel mig hafa gert er að nú skuli byrjað á vegalagningu að Tungufljótsbrú. Það er fjárveiting í þetta verk: 7 milljónir á þessu ári og 9 milljónir á næsta, en hana átti að færa yfir á næsta ár - fresta framkvæmdum. Ef ég hefði ekki beitt mér þama hefði ekkert gerst nú í haust og jafnvel ekki fyrrenja....næstahaust. Enég tek það skýrt fram að þetta var unnið með góðum stuðningi annaraþingmannaSuðurlands. Það skiptir miklu máli að fulltrúar fólksins slái ekki af. Standi á því að verkin séu framkvæmd ef í þau hefur verið veitt framkvæmdarfé. Ég skil ekki ennþá að það sé kjördæmi til hagsbóta eða sitjandi ríkisstjórn að ekki sé staðið við hlutina. Og slæmt þykir mér þegar svona lagað dettur út úr kerfinu. Ég vil að það sjáist hvar það gerist og hver beri ábyrgðina á því. Það kemur t.d. hvergi fyrir almannasjónir að ég kom í veg fyrir að þessi framkvæmd yrði söltuð. Ég átti gott samstarf við hina Sunnlendingana og voru öll kynni til fyrirmyndar. En það kom mér reglulega á óvart hvað samvinna Suðurlandsþing- manna var skipulagslaus. Það eru engir fastir fundir þar sem tekið er á málefnum kjör- Unnar Þór. dæmisins. Já, jómfrúrræðan, hana flutti ég í efri deild. Að þetta væri mín fyrsta ræða á Alþingi tók ég ekki alvarlegar en svo að ég var búinn að flytja hana áður en ég áttaði mig á því að þetta var jómfrúrræðan. Það var í umræðum um atvinnumál og þar með ferðamál að ég tók til máls og talaði m.a. um sérstöðu Biskupstungna á því sviði. Ég hef í gegnum tíðina verið frekar skilningslaus á stöðu Kvennalistans ípólitíkinni. En þarna á þingi varð ég var við (ótrúlegan) karlrembuhugsana- háttgagnvartþeim. Mérfannst örla á meiri lítilsvirðingu á störfum og stöðu kvenna heldur en ég hef kynnst annars staðar í lífinu. Ég skil núna betur en áður af hverju þær fóru fram og fyrir hverju þær eru að berjast. Mér þykir Kvennalistinn og Alþýðubandalagið eiga samleið í jafnréttisbaráttunni. Ég hef aldrei fundið þessa karlrembu í Abl. En slæmt er það að þarna skuli endurspeglast slík viðhorf gagnvart konum almennt og í jafnréttismálum. Að lokum, ég vildi að Alþýðubandalagið hefði sterk- ari stöðu. Það mundi skipta sköpum í byggðarmálum, jafnréttismálum, í víðum skilningi þess orðs, svo og fyrir þjóðfélagið í heild.” Takk fyrir spjallið Unnar Þór og til hamingju. S.J.S. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.