Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 11
Fréttir YL-eining h.f. Framlcv.stjóri Yleiningar í rœðustól. Aðrireru: Jón í Vorsabæ (bara vinstri öxlin), Ingimundur Einarsson lögfr., sem var fundarstjóri og Gísli oddviti. Fremst eru Agúst íBirtingaholti og Ilelga íÁslandi. Stofnfundur hlutafélagsins YL- einingar var haldin n í Aratungu 10. nóvember sl. Stofnendur þess eru Biskupstungna- hreppur, Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða- hreppur,Límtréh.f. ogSæplast h.f. á Dalvík. Ástæða þess að síðast taldi aðilinn er með er að ákveðið hefur verið að kaupa af þessu fyrirtæki búnað til að framleiða húseiningar, kæli- og frystiklefa. Þessi verksmiðja var upphaflega í eigu Barkar h.f. í Hafnarfirði en hefur verið starfrækt á Akureyri upp á síðkastið. Mestur hluti kaup- verðsins verður greiddur með hlutabréfum í nýja félaginu. Auk þess gerðust um 50 einstak- lingar stofnendur á fundinum og lofuðu hlutafé samtals að upphæð nær 2 milljónir króna. Fyrstu greinar stofnsamnings- ins eru á þessa leið: 1. gr. Nafn félagsins er YL- eining h.f. Heimili þess og varnarþing er í Reykholti í Biskupstungnahreppi, Árnes- sýslu. 2. gr. Tilgangur félagsins er hönnun, framleiðsla, sala og uppsetning á þak- og vegg- einingum, frystiklefum og ein- angruðumplötum til bygginga- framkvæmda svo og skyldra vörutegunda, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. 3. gr. Hlutafé félagsins er ákveðið kr. 50.000.000,- . Nafnverð hlutabréfa skal vera kr. 10.000,-, kr. 100.000,- og kr. 1.000.000,- og skal fjöldi hlutabréfaíhverjum flokki fara eftir ákvörðun félagsstjórnar. Frestur til áskriftar er til 12. janúar 1990. Ofantaldir hreppar í Árnessýslu skrifa sig fyrir hlutafé að upp- hæð samtals kr. 12.000.000,-, en auk þess skuldbinda þessir aðilar sig fyrir sína hönd til áskriftarað þeimhlutahlutafjár, sem áskrift hefur ekki fengist fyrirhjáöðrum,þegaráskriftar- fresti lýkur. Greiðsla hlutafjár skal fara frarn eftir nánari ákvörðun félagsstjórnar, en á það hlutafé, sem greitt verður eftirl.apríl 1990 skulureiknast vextir, sem eru hinir sömu og Seðlabanki Islands ákveður hverju sinni skv. vegnu rneðal- tali af almennum sparisjóðs- bókum. Vextir, sem þannig eru reiknaðir á hlutafé, skulu færðir í varasjóð sbr. 2.mgr. 108 gr. hlutafjárlaga. Og niðurlagið: 10.gr. Straxogliðinnersátími erveitturertil áskrífttir hlutafjár samkvæmt 3. gr., skal boða til hluthafafundarog skal þá kosin stjórn félagsins. Fartil sá fundur er haldinn skal kosin 3 manna stjórn er annast málefni félags- ins, sbr. bráðabirgðaákvæði í samþykktum félagsins. Þá var gengið frá samþykktum fyrir félagið. Upphaf þeirra er svipaðogstofnsamningsins,en að auki eru þar fjölmörg ákvæði um starfsemi þess. Sem dæmi má nefna: -Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverjum kr. 10.000,- hlut í félaginu,- -Aðalfundur kýs árlega úr sínum hópi 5 menn f aðalstjórn félagsinsogjafn margatil vara,- -Ársreikningar skulu hafa að geyma ársskýrslu, rekstrar- reikning og efnahagsreikning og skal uppsetningu þeirra hagað í samræmi við lög og góðar reikningsskilavenjur.- I bráðabirgðastjórn voru kosnir Gísli Einarsson, oddviti Bisk- upstungnahrepps, Pétur Reim- arsson, framkvæmdastjóri Sæplasts og Sigurður Guðmundsson, framkvæmda stjóri Yleiningar. Að stofnfundi loknum var tekin fyrsta skóflustungan að verk- smiðjuhúsinu. Það gerðu oddvitar sveitarfélaganna fjög- urra og stjórnarformaöur Sæplasts. Sfðan hef'ur verið lagður vegur að væntanlegu Litli - Bergþór I I

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.