Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 21
Ferð - frh. vera í sama formi og þegar hún féll frá og er sjáanlega vel um þetta hirt. Nú var Blönduós yfirgefinn og haldið til Skaga- strandar. ViðkvöddumnúElsu og prest og þökkuðum alla fyrirgreiðslu. Nú tók við leið- sögn maður sem Magnús hét, ungur maður, fróður og skemmtilegur. Við fórum um þorpið Skagaströnd og Magnús sýndi okkur og fræddi um allt það helsta. Þetta er álitlegur útgerðarbær, en hefur nú oltið á ýmsu með afkomuna. Þarna tók á móti okkur ung og glæsileg kona sem sá um garnla fólkið og íbúðir aldraðra. Sagðist hún hafaflutsthingað 1972ogernú gift hér. Þarna var uppbúið veisluborð, kaffi og alls konar meðlæti, sem að við gerðum góð skil. Guðrún drakk með okkur og fræddi okkur um ýmislegt. Hún átti heima vestur íMiðfirði. Ekki man ég bæinn eða heiti hans. Eins og áður sagði er hún nú búsett hér. Eftir allmikinn stans þarna og umræður var nú haldið af stað og í fylgd með okkur voru Guðrún og Magnús og þá var farið alla strandlengjuna og til Kálfshamarsvíkur. Þar er viti sem einsetukonasérum. Þarna hefur verið mikil byggð til foma, það sýna húsarústir, en nú er þar ekki nema einn bóndi. Við höfðum samband við hann og hann sagði okkur frá ýmsu ogsýndi. Nú var snúið við en mikið var nú fróðlegt og gaman að koma þarna. En lítið var grasið á túnum, komið fram að venjulegum sláttutíma. Núvar ákveðið að stoppa hvergi því kvöldverður beið eftir okkur á Húnavöllum. Við skiluðum þeim til sinna heimkynna með kæru þakklæti fyrir samveruma. Við komum klukkan 8 á Húnavelli og þá strax í mat. Við áttumvonágestumíkvöld, eldri borgurum frá Blöndósi til að skemmta sér með okkur. 7.júlí. Áætlað var að fara Kjöl heim, en því miður varð að sleppa því vegna ófærðar. Dagurinn var því óráðinn, en fyrst fórum við hringferð kringum Svínavatn. Síðan suður í Miðfjörð og Víðidal í sólogblíðu. Þar skoðuðum við sögufræga staði sem of langt væri að telja upp. Þarna var víða bestsprottið, komin slægja á tún. Nú var hætt öllum útúr- krókum og farin suðurleiðin. Stansað á Hvammstanga og borðað þar. Stoppað aðeins í Hvalfirði, lapið þar ís og öl. Klukkan 8 um kvöldið komum við í Kópavog, glöð og hress eftir mjögfróðlegaogskemmti- lega ferð. Einar Gíslason frá Kjarnholtum. Óskum Biskupstungnamönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. AFGR. SELFOSSI: ÁRNESTI SÍM/ 98 21599 - SKRIFST. SÍMI 98 22599 Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.