Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.1989, Blaðsíða 10
enda lentum við í neðsta sæti á eftir Laugvetningum en Umf. Hvöt úr Grímsnesi sigraði á mótinu. Athygli vakti flokkur húsmæðra úr Tungunum enda stóðu þær sig með stakri prýði íkeppnieinsogviðvaraðbúast. Nú er vetrarstarfið komið í fullan gang, þ.e. íþróttaæfingar á þriðjudagskvöldum undir stjórn Óla þjálfara, og gengur það mjög vel enda nær hann sérstaklega góðu sambandi við krakkana. En íþróttir eru ekki bara fyrir krakka eða einhvern sérstakan aldurshóp. íþróttir eru fyrir alla og nú um þessar mundir er HSK að hrinda af stað átaki í almenningsíþróttum eins og flestum mun kunnugt. Við sem komin erum af Keppendur og starfsmenn á þjóðhátíðarmóti. táningaaldrinum ættum því að taka við okkur núna og notfæra okkur þá þjónustu sem HSK ætlar að bjóða upp á, sem er m.a. að aðstoða fólk og leiðbeina við að byrja á ein- hverri líkamsrækt. Nemendur ÍKÍ á Laugarvatni munu verða til taks í janúar að leiðbeina fólki og hef ég ákveðið að fá þá til liðs við okkur þriðjudagskvöldið 9. janúar 1990 kl. 21 í Aratungu. Ég vona að sem flestir sjái til að koma á þann fund og fræðast um gildi almenningsíþrótta og hvernig við getum stundað þær á sem einfaldastan og bestan hátt. Munum að trimm er fyrir alla, líka konur og karla. Jóhanna Róbertsdóttir. Fréttir - Hlíöaveitan. Hitaveita Hlíðamanna var formlega tekin í notkun laugardaginn 9. desember. Þetta er rnikið og vandað mannvirki. Borholan á Efri-Reykjum leggur til orkuna. Sú hola er með afkastameiri borholum, gefur 50 lítra á sekúndu af 100 stiga heitu vatni auk óhemju af gufu. Hugmyndin er að virkja gufuna til raforkuframleiðslu sem síðar verður notuð til að dæla hitaveituvatninu. Alls eru 10 býli sem tengjast þessari veitu nú. Auk þess er búið að semja við Verslunarmannafélag Reykjavikur um að þeir fái vatn í sitt sumarhúsahverfi. Aðalstofninn er 8 kílómetra langur. Fyrsti hluti er úr 6" víðunt rörum en stærsti hlutinn er 5". Heimæðar eru nálægt 10 kílómetrar alls. Allar þessar lagnir eru einangruð stálrör að vönduðustu gerð. Eignaraðild er þannig að búið er að selja 23 hluti sem er 1/2 lítri hver eða 11 1/2 lítri af 27 lítrum sem Hlíðarveitan á. I næsta blaði verður nánar sagt frá byggingarsögu þessarar hitaveitu. Þ.Þ Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.