Litli Bergþór - 01.12.1991, Page 10

Litli Bergþór - 01.12.1991, Page 10
nýta vetrðrbeit sem best. Þegar Björn og María hófu búskap í Skálholti 1950 voru . þessi hús ásamt því í Tungunni notuð og var snúnjjagasamt að sinna þessu. Um sauðburð þurfti að fara á báða staðina a.m.k. tvisvar á dag og kom sér þá vel að vera þokkalega ríðandi ef ekki átti að fara í þetta allur dagurinn. 4. í Skálholtstungu. Vilji menn ríða niður í Skálholtstungu er farið niður veginn sem liggur að sumarbúðum kirkjunnar austan við fjárhús Björns bónda. Á móts við sumarbúðirnar er hlið sem þarf að fara í gegnum. Nú tekur við vegur sem liggur niður að Þorlákshver en þar er tekið vatn til upphitunar í Skálholti. Yfirfallslækurinn hefur stundum verið notaður til baða en er nokkuð grunnur fyrir minn smekk. Á leiðinni niður að hver má sjá austan vegar, nokkru neðan hliðsins, dálítið rót. Þetta eru einu minjarnar um búnaðarskóla Suðurlands sem ætlunin varað reisa þarna. Útsýni ermikið úrtungunni og fagurt og hefði skólinn sómt sér vel þarna. Þar sem slóðin beygir niður að hvernum má sjá rústir af fjárhúsum. Þar heitir Bolhaus en þau voru tvö í Tungunni fyrr á tíð fjárhúsin. Upp með bakka Brúarár vestan í Tungunni heita Mosar og voru þar slægjulönd áður, en nú gengur þar hrossastóð Skálholtsbónda. Á haustin má oft sjá þar falleg folöld. Hægt er halda lengra niðurTunguna, því frá hvernum er slóð sem nær niður að veiðihúsi á austurbakkanum og landgræðslugirðingu sem nær þvert yfir T unguna neðanverða, en töluverður uppblástur er af áreyrunum neðst í Tungunni. Ekki er hægt að ríða lengra nema hafa lykil að lás á hliðinu á þessari girðingu sem hægt er að fá hjá ábúanda ef um semst. Grösugterþarnaog mikiðfuglalíf og er þessi reiðleið mjög vinsæl hjá þeim sem hafa farið hana, en u.þ.b. klukkutíma reið er úr Laugarási að hvernum. Allar eru þessar leiðir auðfarnar og voru mikið notaðarfyrir daga bílsins. Nú á dögum skurða og girðinga er hætt við að margar gamlar leiðir týnist og væri þarft verk hjá þeim sem enn muna að setja nokkrar línur á blað um hvar þær voru. Vil ég að lokum óska fólki góðrar ferðar þegar ríða á þessar fögru og skemmtilegu leiðir en biðja menn að athuga að ekki spillir að hafa leyfi til farar og að hliðum á loka á eftir sér. P.S. r -----------------------------—I Bjarnabúð Brautarhóli j sími 98-68864 BENSÍN, OLÍU 0G FERÐflUÖRUR. MRTUÖRUR. EINNIG ÖL, TÓBRK, SŒLGfETI 0G VMISLEGT FLEIRfl. LUKKUMIÐRR 0G L0H0 5/38 ^ 1. júní-31 ágúst: P J 1. sept. - 31 maí íi 10-22 alla daga ' 10-18 mánud. - föstud. J 11 -18 laugard. - sunnud. íj L J Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.