Litli Bergþór - 01.12.1991, Blaðsíða 11
Af starfi Kvenfélagsins.
Hvað eru konur að gera í kvenfélagi nú á tímum
jafnréttis?
Verið getur að 2. gr. iaga félagsins svari því en hún
er þannig:
- Tilgangur félagsins er að stuðla að kynningu og
samvinnu kvenna í sveitinni og vinna að hvers konar
menningar- og mannúðarmálum sveitarbúa
Annars er ætlunin með þessum pistli sú, að gefa
öðrum innsýn í störf félagskvenna en af nógu er að
taka.
Félagið styrkir enn sem fyrr hin ýmsu samtök og
líknarfélög í landinu með fjárframlögum og vinnu. Eitt
dæmi um það frá s.l. vetri er að gengið var í nærri hvert
einasta hús í sveitinni og seld rauð plastnef til styrktar
SEM samtökunum. Þ.e. samtök endurhæfðra
mænuskaddaðra en þau voru að koma upp íbúðum
fyrir félagsmenn sína..
Undanfarið hefur fjáröflunarleiðum verið breytt þannig
að félagið sinnir ekki lengur veitingasölu heldur er
reynt að afla fjár með öðru móti eins og t.d. sölu í
Kolaportinu í Reykjavík, halda hlutaveltu og selja
jólaskraut. Nokkrar konur hafa safnað broddi, ein
seytt rúgbrauð en aðrar lagt sitt af mörkum á ýmsan
hátt.
Kjólakvöldið
Nokkrar konur búnar í sittbesta skart
Á hverjum vorfundi er skipuð starfsnefnd en hún sér
um mest allt félagsstarf fyrir utan fjáröflunina. Þessar
starfsnefndir hafa reynst vel og bryddað upp á mörgum
nýjungum. Reynt erað hafa samverustundireinu sinni
í mánuði. Hér verður sagt frá nokkrum atriðum í
félgsstarfinu.
Nokkrirfyrirlestrarhafaveriðhaldnirt.d. umheilbrigði
kvenna, vímuefnavarnir (í samvinnu við U.M.F. Bisk.),
stjörnuspeki og haustlaukaræktun. Farið var í þrjár
ferðir frá því á haustfundi s.l. ár. Sú fyrsta var í
desember en þá var farið í Matreiðsluskólann og teert
að búa til jólakonfekt, kíkt á markaði í Kolaportinu og
Hlaðvarpanum og síðan snætt af hlaðborði á Hótel
Sögu. Þá var haldið kjólakvöld á Hvolsvelli og komu
konur klæddar í afgamla kjóla og skó og skemmtu sér
konunglega. Flutt var leikrit á staðnum algerlega
óundirbúið (Rauðhetta). Síðast var lagt land undir fót
þann 19. júní s.l. eftir að hafa haldið vorfundinn í
hádeginu í Aratungu. Leiðin lá um Bláfjöll og suður
með sjó í Bláa lónið. Skoðaðar tvær listsýningar í
Hafnarfirði, keila spiluð í Öskjuhlíðinni og að síðustu
etinn náttverður í Reykjavík.
19. júní ferðalagið
Heilsuferð í Bláa Llóninu
Margt er ótalið af starfi félagsins, en konur hafa eftir
bestu getu reynt að starfa með eldra fólki hér í
Tungunum og vilja að félagsstarf aldraðra eflist sem
mest. Einnig má minnastá það að konur ífélaginu sáu
um veitingar á M-hátíðum í Aratungu.
Að síðustu er að geta þess að plantað var u.þ.b. 300
plöntum s.l. vor í reit félagsins að Spóastöðum og eldri
plöntur snyrtar til. Seinni hluta ágústmánaðar var
komið saman þar og drukkið kaffi og litast um.
Færum sveitungum bestu þakkir fyrir gott samstarf.
Stjórn Kvenfélags Biskupstungna.
Stjórn félagsins skipa eftirtaldar konur:
Elínborg Sigurðardóttir, Iðu, form.
Ásta Skúladóttir, Sólveigarst., gjaldkeri.
Elsa Marísdóttir, Asparlundi, ritari.
Margrét Baldursdóttir, Króki, meðstj.
Kristín Olafsdóttir, Kjóastöðum, meðstj.
Sigríður Guttormsdóttir, Launrétt III, varak.
Sigrún Reynisdóttir, Engi, varak.
Litli - Bergþór 11