Litli Bergþór - 01.12.1991, Page 14

Litli Bergþór - 01.12.1991, Page 14
íþróttir U. M. F. B íþróttir U. M. F. B Frá íþróttadeild U.M.F. Bisk. Mig langar í stuttu máli að nefna það helsta sem á daga okkar hefur drifið í sumar. Við fórum á íþróttahátíð H.S.K. sem haldin var á Hvolsvelli í lok júní. Þangað fórum við með hóp af ungu fólki til keppni sem stóð sig með ágætum, bæði í frjálsum og sundi. Auðvitað áttu einstaklingarnir misjafna daga, en við ætlum að reyna að geta árangurs hvers og eins í ársskýrslu deildarinnar. Eitt er það sem ég þori næstum að fullyrða að við Tungnamenn eigum met í, á þessari H.S.K. hátíð, en það er mæting foreldra. Það er eftir þvítekið á mótum innan H.S.K. hvað það eru margir foreldrar í Tungunum. Það er engin spurning að það getur haft mikil áhrif hjá ungum keppanda, að hafa foreldri nálægt þegarmestríðurá, hvortsemþaðeríupphitun fyrir keppni, fagna sigri eða taka á móti ósigri. Vil ég notatækifærið hér og þakka öllum þeim foreldrum sem hafa séð sér fært að koma með okkur á mót, eða starfað með okkur á mótum, sem við höfum staðið að. í sumar var fótboltaáhuginn í algleymingi. Helgi í Hrosshaga var með æfingar fyrir tvo aldurshópa, en hámark boltans var keppni við Hrunamenn, bæði heima og að heiman. Við höfðum betur í þessum leikjum. Þeir fullorðnu voru einnig með æfingar en engan sérstakan þjálfara. Þeir kepptu síðan við Grímsnesinga og unnu þá. Þriggjafélagamótið í frjálsum héldum við í júlí í alveg frábæru veðri og tókst það með ágætum, en Laugdælir unnu mótið. Innanfélagamót í frjálsum var haldið í lok ágúst, en því var gerð góð skil í fréttabréfinu. Okkar fólk hefur einnig farið víða í sumar og keppt fyrir hönd H.S.K. og gert góða hluti. Nú eru byrjaðar inniæfingar í frjálsum hjá Óla þjálfara, en það koma um 40 krakkar í tveimur aldurshópum. Á því sést hvað íþróttirnar skipa háan sess hjá krökkunum. Vonast ég síðan eftir góðu samstarfi bæði við krakka og foreldra á komandi vetri. F.h. íþróttadeildar, Áslaug Sveinbj. Unglingamót H.S.K. í sundi 30.okt. 1991 100m skriðsund 13-14 ára Böðvar Þór 5. sæti 1.16.6. 100m baksund 13-14 ára Kristján Traustason 3.sæti 1.45.6. Böðvar Þór 4 sæti 1.51.8. 100m bringusund 13-14 ára Stígur Sæland 3sæti 1.30.0. Ólafur Loftsson 5 sæti 1.43.8. 50 m bringusund 12 ára Jónas Unnarsson 6 sæti 51.0 Guðni Þáll 7. sæti 53.6 Axel Sæland 9. sæti 56.40 Guðjón Smári 14. sæti 58.8 50 m skriðsund 12 ára Jónas Unnarsson 1 .sæti 37.8 Guðni Þáll 6. sæti 43.4 Þorvaldur Skúli 7. sæti 43.8 Guðjón Smári 11. sæti 47.6 Axel Sæland 13.-14. sæti 49.7 50 m baksund 12 ára Jónas Unnarsson 1. sæti 48.6 Guðjón Smári 4. sæti 55.8 Guðni Þáll 6. sæti 59.8 50 m bringusund 12 ára Þetra Marteinsdóttir 10. sæti51.1 Guðrún Unnarsdóttir 16. sæti 55.9 Veronika Carstensd. 17. sæti 57.2 Þórey Helgadóttir ógilt. 50 m skriðsund 12 ára Þórey Helgadóttir 10. sæti 46.5 Þetra Marteinsd. 11-12. sæti 47.0 50 m baksund 12 ára Þórey Helgadóttir 7. sæti 57.9 Petra Marteinsdóttir 8. sæti 1.01.7 Guðrún Unnarsdóttir 9. sæti 1.09.0 Veronika Carstensdóttir ógilt. Yngra fótboltaliðið eftir sigur á Hrunamönnum Aftari röð: Böðvar, Guðni Páll, Axel, Ólafur Lýður, Hilmar og Ketill Fremri röð: Rúnar, Róbert Gauti og Ivar Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.