Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 22

Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 22
Umhverfis jörðina. 6. þáttur Ferðasaga í nokkrum þáttum, eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. THAILAND Eftir stríð við óheiðarlega ferðaskrifstofu og lögreglu í Penang, veitti okkur ekki af góðu fríi. Við höfðum heyrt af paradísareyjunni Koh Samui við austurströnd Thailands, ekki langt frá landamærum Malaysíu, og héldum þangað í tveggja vikna sólarfrí. Koh Samui (þ.e. Samui-eyja) er ein af mörgum paradísareyjum Asíu, þar sem kókospálmarnir haila séryfirhvítarsandstrendur, sjórinnertærog heitur og kóralrifin útifyrir, sem brjóta hafölduna, bjóða upp á litskrúðugakórallaogfiska. Eyjan erfjöllótt um miðbikið og ekki stærri en svo, að auðvelt er að aka í kringum hana á mótorhjóli eða bíl á einum degi með stoppum. í víkunum voru lítil fiskiþorp, en milli pálmatrjánna eftir endilangri ströndinni hafði skotið upp litlum strákofum á staurum fyrir ferðafólk. (Bungalows). í þeim var rétt gólfpláss fyrir tvær dýnur og hægt að standa uppréttur undir mæninum, ef viðkomandi var ekki of hár í loftinu Strákofinn okkar á Koh Samui En þessir kofar voru ódýrir, kannski 50-100 krónur á dag á núvirði. Það voru ekki nema um 5 ár síðan fyrstu ferðamennirnir komu til eyjarinnar, þegar við vorum þar í júlí og ágúst 1982, og flestir þeirra sem komu voru heimshornaflakkarar á borð við okkur, sem ekki áttu of mikla peninga og kærðu sig ekki um lúxuslíf. Engin stórhótel voru þá sjáanleg. En fyrir stuttu frétti ég að þar hefði orðið breyting á. Nú væri eyjan undirlögð af lúxushótelum og lítið pláss orðið fyrir fátæka ferðamenn. Þarna bjuggum við í okkar “bungalow” og kynntumst fljótlega mörgu fólki á sörnu bylgjulengd. Lífið og stemmningin minnti okkur á Kalkudah á SriLanka. Sólböð, sund, blakseinni partinn og gítarspil og söngur í kringum bálið á ströndinni á kvöldin. Eldiviður var nægur með allar kókoshnetuplantekrurnar allt um kring,enpálmarnirfellasífelltneðstugreinarnarmeðan þeir vaxa. Við fórum á mótorhjólum kringum eyna og fórum í göngutúra. - Áður en við vissum af voru tvær vikur liðnar. Og þá var það að við fengum “atvinnutilboðið”. - Okkur var boðið að búa frítt hjá einni fjölskyldunni, sem leigði út strákofa á ströndinni, gegn því að skreppa í bæinn annað slagið og “veiða” túrista við ferjuna, þegar kofar losnuðu. Við Anna slógum til ogfórum aftur suður til Penang til að fá nýja vegabréfsáritun og breyta flugmiðunum okkar. Gauja nenntihinsvegarekkkiaðhangalengurábaðströndum og hélt upphaflegri áætlun, áfram til Indónesíu og Ástralíu. "Rútan" var oftast þéttsetin. Best var að sitja á þakinu, þar var mesta fjörið, nóg af fersku lofti og fínt útsýni. Okkur hefði aldrei dreymt um að taka slíku boði neinsstaðar annarsstaðar. - Ef eitthvað angrar mann Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.