Litli Bergþór - 01.12.1991, Qupperneq 28

Litli Bergþór - 01.12.1991, Qupperneq 28
A flótta með oddvitanum Einhverra hluta vegna fór ég í kvöld að rifja upp atvik sem gerðist í barnaskólanum í Reykholti fyrir hart nær fimmtíu árum, en ýmislegt getur hafa brenglast í minni mínu á þeim tíma. Leiðinn sótti á mig fyrstu árin í barnaskóla. Til þess að vinna bug á þessu var helsta ráðið hjá mér að erta skólastjórann eða stríða skólasystrum mínum, efviðvorum þáekki að skemma eitthvað í bröggum Dagsbrúnar austur í Holti. Dagsbrúnarmenn voru í okkar augum óalandi kommúnistar og engin synd að skemma þeirra eigur. Þennan morgun hafði ég verið óvenju fyrirferðamikill. Mér var a.m.k. kennt um að kústskaft lenti í peru á klósettinu þegar ein stúlkan var þar inni. Þetta endaði svo með allsherjar vatnsslag. Til þess að ná þeim “ versta “ út úr látunum bað Ásgerður ráðskona mig um að ná í kartöflur fyrir sig. Henni var aldrei neitað um handtak. En um leið og ég setti kartöflurnar í pottinnhirtiégnokkurnslattaafspírum. Rúrrí, sem seinna átti íslandsmet í kúluvarpi var bagalega sterk, en hrædd við ánamaðka. Eftir að ég var búinn að velkjast með spírurnar í vasanum fram yfir hádegi, velja þær bestu og bíta til, voru þær bara nokkuð líkar ánamöðkum. Ífrímínútum eftir hádegi fórég til Rúríar, tók nokkrar spírur upp úr vasanum og spurði hvort hún vildi ekki geyma nokkra ánamaðka innanklæða og athuga hvort þeir lifnuðu ekki við. Þegar hún vildi það ekki gerði ég mig líklegan til þess að troða spírunum niður í hálsmálið á peysunni hennar. Rúrí var nú ekki tilbúin að gangast undir þetta, tók á rás niður tún og þvert yfir mýrina niður að Litla- Fljóti. Mýrina var þá ekki búið að grafa og því mikið af blautum keldum.Við vorum sveitt og leirug þegar ég loksins náði Rúrí á veginum upp undir Brautarhóli. Þá sýndi ég henni spírurnar og hrósaði sjálfum mér fyrir að hlaupa alla þessa leið til þess að segja henni að þetta væru kartöfluspírur. Rúrí var góð stúlka og við vorum vinir. Hún var mér í raun alveg sammála um mína manngæsku, svo við leiddumst heim afleggjarann og flýttum okkur ekki þótt komið væri fram í kennslustund. Skólastjórinn var ekki eins ánægður með uppátæki mitt. Hann beið eftir mér á hlaðinu og nú skyldi venja kauða af óknyttunum. Sterkar kennarahendur gripu um hnakkadramb stráksa og hristu hann, en ræðuna sem hann flutti meðtók ég ekki. Gísli í Kjarnholtum kom til mín þegar ég var að taka saman þá fáu muni sem ég átti í skólanum. Skólavist minni í Reykholti var lokið og ég var að fara gangandi heim. „Ekki lætég þigfara einan, ég kem með þér” sagði Gísli og lét ekki sitja við orðin tóm. Við gengum út veg og vorum rétt komnir upp fyrir Brautarhólbúnir að leggja allt strok á hilluna en bollalögðum hvaða leið væri heppilegast að fara heim í skóla svo ekki væri alveg augljóst að við værum að snúa við. Best væri að fara yfir mýrina upp fyrir Stóra- Fljót og þaðan bakatil að skólanum. Kemur þá ekki skólastjórinn hlaupandi út afleggjarann. Það varekki um aðvillast, hann var að elta okkur, því við sáum á kollinn á honum bakvið blindhæðina á veginum. Það skyldi aldrei spyrjast að við létum handsama okkur á flótta, svo við tókum til fótanna. Það dró óðfluga saman, svo við rétt gátum skotist undir brúna á Fellsgili. Þungt og hratt fótatak heyrðist á brúnni. Svo varð allt hljótt og við læddumst eftir gilinu og austur í Reykholt. Skólastjórinn baðÞórarinn bóndaíFellskoti um að hjálpa sér um fráan hest og fylgd, því tveir drengir hefðu strokið úr skólanum og væru á leið upp í Eystri-Tungu. Þórarinn léði honum gráan gæðing sem hét Hrani og var ættaðurfrá Drumboddstöðum. Skólastjórinn reið hratt niðurtraðirnar, en ætlaði að hægja á hestinum áður en hann tæki beygjuna. Hrani hlýddi illa öðru en mjúku taumhaldi Þórarins - herti aðeins ferðina í hlutfalli við átök knapans. Þegar Þórarinn kom upp að Vatnsleysu var Erlendur hreppstjóri búinn að leggja á Skjóna sinn og riðu þeir nú þrír saman upp að Tungufljótsbrú. Þá kvað hreppstjórinn upp úr með það að lengra gætu strákarnir ekki verið komnir. Á Vatnsleysu var komið inn í kaffi - tíminn og áhyggjurnargleymdust. Kristínhúsfreyjahafði ákveðnar skoðanir á því hvernig ætti að taka á fyrirferðamiklum strákum. Hún hafði líka nokkra reynslu. Við Gísli ræddum hvað geraskyldi. Það var lítilmannlegt að fela sig - djarfara að búast til varnar.Við völdum okkur virkisstað á klettasnös þar sem þverhníptur hamarinn var Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.