Litli Bergþór - 01.12.1993, Page 8

Litli Bergþór - 01.12.1993, Page 8
Hrepp snefndarfréttir Guðmundi lngólfssyni falið að útbúa 2 körfur til að koma til móts við börnin í skólanum. 2. Erindi Gunnars Andréssonar. Gunnar óskar eftir því að fá keypt hlutabréf hreppsins í Jarðefnaiðnaði h/f. Hlutabréfin eru að nafnvirði kr. 30.000,- Samþykkt var að hafna þessu. 6. Erindi Náttúruverndarráðs um friðland við ármót Tungufljóts og Hvítár. Gísli las upp bréf frá Náttúruverndarráði um að auglýst verði friðland við ármót Tungufljóts og Hvítár. Samþykkt var að óska eftir korti af umræddu svæði og afgreiðslu frestað. 8. Erindi Flugklúbbsins Ara fróða. Fjallaði um að hreppsnefndin hlutaðist til um að breytt verði aðalskipulagi Reykholts í þá veru að flugíþróttafélagið fengi að gera flugvöll á spildu á Brautarhóli, samsíða þjóðvegi 35. Samþykkt var að fara fram á það við skipulag ríkisins að fá heimild til að auglýsa breytinguna. 10. Álagning gjalda. Oddviti skýrði frá væntanlegri stöðu hreppsins varðandi tekjuhlið. Ljóst er að tekjur hreppsins verða um kr. 2.000.000,- minni en áætlað var. Ekki er alveg vitað nú um gjaldahliðina en í það minnsta verða vaxtagjöld hærri en áætlað var. Fundur 26. október. 1. Síöari umræöa um tillögu umdæmanefndar. Hreppsnefnd vill gjarnan að sveitarfélagið taki við verkefnum frá ríki, enda sé tryggt að tekjustofnar fylgi, hvað sem sameiningu sveitarfélaga líður, stærri verkefni verði leyst í byggðasamlögum eins og nú er gert. Oddvita var falið að kanna möguleika á sameiginlegum fundi sveitarstjórna í uppsveitum þar sem rædd yrðu samvinna og hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga. 2. Aöalskipulag Skálholts og Laugaráss. Lögð var fram staðfesting á breyttu aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 1988-2008 ertekurtil Laugaráss og Skálholts. Breytingin er fólgin í því að lega Skálholtsvegar verður norðan Skálholtsstaðar en ekki sunnan eins og áður var gert ráð fyrir. Ennfremur breytingar í Laugarási, sem hreppsnefnd hafði óskað eftir. 4. Leiga á Kistuholti 3 b. Samþykkt að leigja íbúðinatil Sigurðar Guðmundssonar. Samþykkt var að auglýsa til sölu viðlagasjóðshúsið Kistuholt 2 og skal brottflutningi lokið fyrir 15. júní 1994. 5. Aðalskipulag og deiliskipulag Geysissvæöisins. Frestur rann út þann 23. okt. til að skila athugasemdum við skipulagstillögurnar. Eftirfarandi athugasemdir bárust: a. Frá Náttúruverndarráði dags. 23 okt. 93. Ráðið samþykkir tillöguna en telur að aðkomunni þurfi að breyta svo vegurinn liggi fyrir sunnan byggðina. Mikilvægt sé að mæla afrennsli frá hverasvæðinu, til að hægt sé að meta hve mörg hús sé hægt að hita upp með því. b. Frá lögmannsstofu Jóns Sveinssonar fyrir hönd Alfreðs Jónssonar og Vilborgar Jónsdóttur. Þar er því mótmælt að byggja smáhýsi á landi þeirra. Þau óska eftir að byggja íbúðarhús og gróðurhús, en til vara tvö sumarhús og skipta landinu þá í tvennt. Samþykkt var að heimila þeim að byggja tvö sumarhús á landinu. c. Frá eigendum Tortu. Þar er mótmælt fyrirhuguðu vegarstæði að skógræktarsvæði og Haukadalsheiði. Hreppsnefnd tekur athugasemdina ekki til greina. d. Frá eigendum Haukadals þar sem mótmælt er tillögu A sem sögð er vera enn á dagskrá. Hér virðist gæta einhvers misskilnings, þar sem tillaga A er ekki lengur á dagskrá. Núverandi tillaga að aðalskipulagi gerir ráð fyrir veginum óbreyttum frá því sem nú er. Haldið er opnum möguleika til lengri framtíðar fyrir sunnan Beiná á 60 metra breiðri spildu undir veg. Hreppsnefnd samþykkir aðalskipulag og deiliskipulag með framkomnum og afgreiddum athugasemdum. 7. Opnun tilboöa í vegi. 5 tilboö bárust. Vegur í hesthúsahverfi: Ingileifur kr. 80.890,-, Grímur Þór kr. 120.100,-, Vélgrafan kr. 118.500,-, Páll Óskarss. kr. 42.840,-, KjartanJóh. kr. 102.450,-. Gata, Þverholt og Kistuholt: Ingileifur kr. 654.800,-, Grímur Þór kr. 899.000,- Vélgrafan kr. 780.000,-, Páll Óskarss. kr. 335.000,- Kjartan Jóh. kr. 666.500,-. Tekið vartilboði Páls Óskarssonar. Fundur 9. nóvember. 5. Erindi Minjaverndar, dags. 20 okt. '93. Vakin er athygli á að æskilegt væri að laga sæluhúsið á Hveravöllum sem mun hafa verið byggt 1929. Talið er að húsið hafi verið reist í samvinnu Svínavatnshrepps og Biskupstungnahrepps og vill Minjavernd því í byrjun ieita eftir viðræðum við þessa aðila um leiðir til að tryggja viðhald og varðveislu hússins. Erindinu var vel tekið, oddvita og formanni fjallskilanefndar falið að fylgja málinu eftir. 8. Gengið frá kjörskrá. Karlar eru 194 og konur 159 eða alls 353 sem eru á kjörskrá. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.