Litli Bergþór - 01.12.1993, Page 14

Litli Bergþór - 01.12.1993, Page 14
Vöðlunum, austan við dæluskúra hitaveitunnar. Til eru fimm nöfn á þeim hver; Bæjarhver, Heimahver, Matarhver, Þvottahver og Syðstihver. Heimildarmenn mínir voru mjög óklárir á nafni þessa hvers, og töldu ekki eitthvert nafnanna rétt, þó enginn hefði heyrt þau öll. Bæjar- eða Heimahver hefur hann verið kallaður, því þennan hver notaði Laugarásheimilið og ekki önnur heimili hér áður fyrr, og hefur bæði verið eldað og þvegið í honum, og þannig gætu hin tvö nöfnin, Matarhver og Þvotta- hver, hafa orðið til. En margt bendir þó til þess, að nafnið Þvottahver hafi hann ekki fengið fyrr en á þessari öld, þegar Ólafur Einarsson byggði þvottaskúr þarna rétt hjá. Á skipulagsuppdrætti frá 1958 er hann kallaður Bæjarhver, en nafnið Þvottahver er ekki síður útbreitt í dag. Um það bil 100 metrum norður af Bæjarhver eru tveir hverir mjög nálægt hvor öðrum; heitir sá syðri Draugahver en sá nyrðri Hildarhver eða Þvottahver. í báðum þessum hverum þvoði fólk af nágranna- bæjum þvott. Kom það víða að, og var þarna oft nokkuð margt um manninn. Þarna þvoði Guðrún Víglundsdóttir í Höfða langt fram á fimmta tug þessar aldar, en hætti því þegar yfirbyggingar vegna virkjunar hveranna voru orðnar svo fyrirferðarmiklar, að tæplega var hægt að komast að með þvotta. Við Hildarhver voru gamlar grjóthleðslur sem þvotturinn var klappaður á. í suðvestur frá báðum þessum hverum runnu lækir, svokallaðir Hveralækir og sameinuðust skammt frá hverunum. Þegar farið var að virkja Draugahver 1923 var afrennsli hans veitt í Hildar- hver eftir mjórri rás sem lá á milli þeirra. Þaðan rann svo allt afrennslið eftir Hveralæk út í Vöðla. Lækirnir sem voru tveir urðu þannig að einum 1923. Árið 1975 var svo grafið upp í kringum báða þessa hveri og þeir sameinaðir undir eina steinsteypta, lokaða þró. Á sama tíma var grafið upp í kringum flesta aðra hveri svæðisins, þ.á. m. Bæjarhver, og steypt yfir þá. Rétt við farveg gamla Hveralækjarins, austan meginn við hann, þar sem hann beygir hjá suðurgafli gróðurhúsa Ólafs Einarssonar, voru þrír litlir hverir, og hét sá neðsti(syðsti) þeirra Pottur. Ekkert vatn er nú lengur í Hveralæk og hverasvæðinu öllu er nú mjög spillt frá því sem var fyrir aðeins 20 árum. Á móti kemur að hættur eru þar til muna minni, en svæðið allt var stórhættulegt börnum áður. Milli Draugahvers og Bæjarhvers bungar landið lítillega upp, og þar eru Hverhólmar. Á hólma þessum fannst við jarðrask fyrir miðja öldina fornt hellugólf sem Ólafur Einarsson taldi geta verið eftir baðhús eða laug. Um nákvæma staðsetningu þessa veit ég ekki. Sunnan við Gæsatanga, við suðurenda Krosshóls, er lítill hver, sem í seinni tíð hefur verið kallaður Sigurðarhver." Þannig virðist vera um a.m.k 5 nafngreinda hveri að ræða í Laugarási og eru þeir allir merktir á korti G.l. auk fleiri örnefna sem greind eru í textanum. Eins og sést af þessum lestri hafa verið hér nokkrar minjar og er illt til þess að vita þegar framkvæmdagleði ber menn svo ofurliði að þeir gæta ekki þess sem fyrir er og rústa svo yfir það að ekki er hægt að bæta þar fyrir. En svo sýnist hafa orðið við framkvæmdir við Hitaveitu fyrir Laugarás. fyrir hitaveitur Set hf. hefur selt hitaveitum landsins kúluloka fyrir heitt vatn í áraraðir. Reynsla fyrirtækisins í þjónustu viá veiturnar og fullvissa um gæái NAVAL lokanna tryggir kaupendum endingargóáa og hagkvæma vöru. NAVAL KÚLULOKAR Eyravegi 43 - 800 SELFOSS Pósthólf 83 Sími 98-22700 Fax 98-22099 ’ Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.