Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.12.1993, Blaðsíða 18
Niðjamót frh. Ef ég ætti aö lýsa lyndiseinkunnum móöur minnar í sem stystu máli, þá er tvennt sem mér finnst bera hæst. Réttlætiskennd, sem aldrei sætti sig viö lygi eöa sýndarmennsku og miskunnsemi viö þá sem minna máttu sín. Og hjá fööur mínum var þaö heiðarleiki sem aldrei brást og trúmennska sem aldrei leyföi sér að níðast á neinu sem honum var til trúaö og spuröi ekki alltaf um laun. Viö ykkur, unga fólk sem væntanlega hafiö fengiö sem flestar þessar dyggöir í arf vil ég segja þetta: Hlúiö aö þeim og ræktiö þær meö ykkur eins og þiö getiö því þetta fólk er verðugar fyrirmyndir. Erindi flutt á ættarmóti aö Hótel Geysi 30.6.1990. Ragnhildur Einarsdóttir. - Niðjabragur- Lag: Frjálst er ífjallasal. Hópast nú hingað skal harðsnúið niöjaval. Þaö er svo þjóðlegt og gaman. Ungir og aldnir meö, upphefja nú sitt geö, kveöa og syngja hér saman. Komum aö Koöralæk, kætist þá æskan spræk. Hvaö skal nú helst fyrir taka? Glápa og góna á græn tún og fjöllin blá. Hlusta á heiðlóur kvaka. Labba um laut og hól, líta hiö gamla ból. Þarna bjó afi og amma; kýrnar og kindurnar, kálfar og hænurnar. Hentist á hestbaki hún mamma. Héöan svo höldum brott, harla var þetta gott, og hittast og heilsast og kynnast. Heitum því hér og nú, hópurinn - ég og þú- fljótlega aftur aö finnast. Dórothea S. Einarsdóttir. Ljóðið um Ættarmótið Ó, þú kæra ættin mín, ættin mín af Högna kyni. Mun ég ætíö minnast þín meðan sól á Bláfell skín. Já, ættin mín er ekkert grín, meö ótal dætur, marga syni. Yndislega ættin mín er af Presta-Högna kyni. Ættin dreifðist aö og frá, enda er lífsins straumur þungur. Inn til dala og út viö sjá, anga af henni finna má. Ýmist beint eöa út á ská hún æxlaðist um landsins klungur, og hún nær eins og hér má sjá aö Holtakotum austur í Tungur. Krakkarnir í koti því, komust fimm á manndóms aldur. Uxu upp meö hopp og hí um holtabörð og keldudý. Lóan söng hér dirrin dí í dældum urpu spói og tjaldur. Hver saga forn er saga ný, svona er rammur lífsins galdur. Svo fæddust börn, aö Frónskum siö, þaö fjölgaði í herrans nafni, eftir skipting út á viö hér árangurinn sjáiö þiö. Ef þiö brúkiö sama siö mér sýnist víst aö ættin dafni. Allra best er ungviðið á ættartrésins greinasafni. Veröi ævin viö oss góö, svo vafstur okkar komi aö notum, svo viö megum sæl og rjóö svamla um lífsins Kjóaflóð. Viö munum hlúa mild og hljóö að minninganna tóftarbrotum. Nú sungið er á enda Ijóö, um ættarmót í Holtakotum. Ingigerður Einarsdóttir. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.