Litli Bergþór - 01.12.1993, Qupperneq 23

Litli Bergþór - 01.12.1993, Qupperneq 23
Til Moorea sigldum viö á lúxus skútunni "Anoré", fljótandi villu meö öllum þægindum, sem grísk/ amerískur „skipakóngur", Theo aö nafni átti. Ekki kynntumst viö honum þó nánar, enda aðeins tveggja tíma sigling til Moorea! Eftir 12 daga skemmtilega ferö og ýmis ævintýri tókum viö Minou eyjabátinn til bakatil Raiatea, því nú skyldi brátt siglt af staö á Toloa. Viö Jim fórum í viku siglingu í kringum eyna Tahaa, einskonar reynslusigling fyrir mig, þar sem ég læröi undirstöðuatriði í siglingarfræöum. Aö því loknu birgöum viö okkur upp af mat, vatni, olíu og öörum nauðsynjum til feröarinnar. En þegar allt var aö veröa tilbúið var komin helgi og enn ein hátíöahöldin framundan á Raiatea. Einskonar helgiathöfn, sem fram fór á elsta og helgasta fórnarstalli (marae) eyjarinnar, sem hét Taputaputea. Brottför var því frestað enn einu sinni. Þarna gat maður séö hvernig þessir fórnarstallar voru notaöir í fyrndinni. M.a. var leikin krýningarathöfn konungs, en konungar frá öörum eyjum uröu aö koma til Raiatea til aö láta krýna sig. Þarna voru líka færöar mannfórnir (leiknar!) og dansaö. Allir voru í mjög íburðarmiklum og sérkennilegum búningum. Verðirnir, sem stóöu hringinn í kringum svæöiö, voru skrýddir sem fuglar, höföingjarnir í fjaöraskykkjum og meö kórónu, dansmeyjar í bosmamiklum strápilsum meö hálfar kókoshnetuskálar fyrir brjóstahöld. Steinarnir, sem fórnarstallarnir eru hlaðnir úr, eru svartir og hitna því mjög í sólinni. Enda varö einum varöanna of heitt aö standa berfættur í öllum þessum skrúöa og féll í yfirlið meö skruöningum og glamri miklu. Húla húla dansmeyjar á Raiatea. SIGLT í VESTUR Þann 16. ágúst 1983 sigldi Toloa litla í lygnu veöri í gegnum opiö á Raiatea rifinu, beint inn í sólarlagiö og stefnan var sett á lítið afskekkt kóralrif í Cook eyjaklasanum, PENRHYN. Þá haföi ég verið í nákvæmlega tvo mánuöi í Frönsku Polynesíu, upp á dag. Að vísu var hugmyndin aö koma viö á eynni MAUPITI, sem er nyrst eyja Frönsku Polynesíu. En brim lokaöi innsiglingunni til eyjarinnar, svo viö héldum beint áfram. Fyrsta alvöru sigling lífs míns var hafin, reyndar sú lengsta líka. Viö vorum 7 daga í hafi og allan þann tíma sáum viö ekkert nema blátt haf, bláan himinn og einstaka hvítt ský. Ég skildi hvaö Jim átti viö þegar hann sagöi aö þaö væri nauðsynlegt aö hafa einhverja liti á bátnum. Hvítar skútur væru hættulegar geöheilsunni! Jafnvel ryö- blettirnir á Tolóu litlu uröu fallegir, en hún var annars máluö gulhvít og meö brúnu tréverki. Ég hef víst ekki lýst Tolóu fyrr, en hún var lítil tvímastra tréskúta, 10 m löng og orðin 30 ára. En henni var vel viö haldið og hún haföi sál. Þaö var góöur meðbyr alla leið og skútan fór vel á öldunum, sem voru stórar en reglulegar vegna staðvindsins. Þaö tók mig tvo daga aö sjóast þó ég yröi ekki beinlínis sjóveik. Sjóslen mætti frekar kalla þaö. En á 3. degi reis ég upp og kenndi mér einskis meins. Dundaöi ég mér síöan viö gítarspil, kókoshnetuútskurö og lestur. Mjög rólegt, ekkert hljóö nema þyturinn í seglunum og gjálfur og skvett öldunnar. Hitinn alveg mátulegur. Á 7. degi sáum viö móta fyrir lágum pálmaeyjum viö sjóndeildarhringinn, sem hurfu fyrst á bakvið hvern öldutopp, en uxu smámsaman og uröu loks alveg ótrúlega grænar eftir allan þennan bláma á leiöinni. Og skipstjórnarlistin haföi sýnt ágæti sitt, þaö er hægt aö finna litla pálmaeyju á miöju úthafinu meö aðeins kompás, sexkant og útvarpsklukku viö hendina. PENRHYN hringrifið (eða TONGAREVA). Penrhyn er kóralrif, sem liggur nokkuö eitt sér, utan algengustu siglingaleiöa, rétt sunnan viö miðbaug. Nánar til tekiö 9° S og 159° V. Þaö tiheyrir Cook eyjaklasanum, sem er næsta eyjaþyrping fyrir vestan Frönsku Polynesíu, nýsjálensk nýlenda. Rifiö umlykur lygnt lón og eru tvær mjóar rennur inn í þaö, sem hægt er aö sigla í gegnum. Á rifinu eru nokkrar eyjar, en aöeins tvær þeirra byggöar og búa um 300 manns samanlagt á eyjunum. Samgöngur eru litlar, aöeins póstbátur u.þ.b. annan hvern mánuö og flugvél kemur tvisvar til þrisvar á ári. Skútukomur eru líka fátíöar og vorum viö eina skútufólkiö þarna þær 3 vikur sem viö dvöldum á Penrhyn. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.