Litli Bergþór - 01.12.1993, Síða 25

Litli Bergþór - 01.12.1993, Síða 25
Umhverfis jörðina.frh. þegar viö sigldum af staö. Og í nesti fengum viö tvo feita humarhala til viöbótar frá Seitu. Þeir vissu nefnilega á Penrhyn aö hvítu fólki finnst fínt aö boröa humarhala! Penrhyn kvödd. Volleyball, Sisi maður hennar,frændi hennar, Seitu með stœrðar bananaknippi og Jim við léttabátinn. SUVAROV hringrifið. Þaö haföi veriö strekkings austan vindur allan tíman sem viö vorum í Penrhyn og þegar viö komum út úr lóninu tóku himin háar haföldur viö okkur og humarinn fór aö segja til sín. Ég varö sjóveik og var sjóveik næstu tvo daga. Humarhala gat ég ekki séö, hvaö þá hugsað um án þess að kasta upp. Kveðjugjöfin hans Seitus fékk því vota gröf! Þaö tók okkur fjóra daga aö sigla til SUVAROV hringrifsins í strekkings meövindi og sjógangi. Sterkir straumar báru okkur nokkuð af leiö fyrstu nóttina, -reyndar hættulega nálægt lítilli eyju, Manahiki, - svo eftir þaö var staðin næturvakt allar nætur. Þetta varö erfiðasta sigling feröarinnar og gott aö komast í var inni á lóninu. Bátalœgið á Suvarov. Suvarov líkist nokkuö Penrhyn hringrifinu en er óbyggt og þarna dvöldum viö næstu 6 dagana. Þaö eru aöeins 3 pálmaeyjar á hringrifinu og á stærstu eyjunni bjó Nýsjálendingur einn í mörg ár, liföi þar einskonar Robinson Cruso lífi. En hann dó 1976 og síðan hefur enginn búiö þar enda eyjarnar vatnslausar. Hús hans stendur þó enn og hænsn hans lifa enn góðu lífi. Skútukarlar og kerlingar hafa gert þessa eyju aö sinni paradís og hafa haldið húsi og hænsnum viö af mikilli nostursemi. Allir leggja eitthvaö af mörkum. Meðan viö vorum þar lágu allt aö 5 skútur viö akkeri á bátalæginu og þaö var góö stemmning þarna. Á kvöldin var grillaöur fiskur og annað sjávarfang á ströndinni og etið pálmahjartasalat meö. En salat þaö er hiö mesta lostæti, búiö til úr innsta kjarna ungra kókospálma. Svo var spilað á gítar og sungiö fram á nætur í kringum báliö. Einn daginn fórum viö ásamt fleirum í rannsóknarleiöangur út í flak af kóreönskum togara, sem lá þarna á rifinu. Gullgrafaraæöi greip karlana og þeir “björguöu” fleiri kílómetrum af kosta reipi og heilmiklu af bronsdóti úr vélarrúminu. Viö konurnar syntum hinsvegar um og skoðuðum kóralla og fiska innan um hákarlana. Viö gerðum reyndar tilraun til hákarlaveiöa einn daginn, en gáfumst upp eftir aö hákarlarnir voru búnir aö slíta öll færi og hesthúsa alla önglana. Hvílíkur atgangur! Vissulega enginn skortur á hákörlum. Þetta byrjaði reyndar allt meö saklausu smáfiskiríi. En í hvert sinn og fiskur beit á, þurfti aö draga hann upp í hvelli, áöur en hákarlarnir gómuöu hann og okkur þótti of margir enda sem hákarlafóöur. - Annars eru hákarlar mestu heiglar, sem leggja á flótta um leið og gerö er snögg hreyfing í átt til þeirra, - þ.e. meöan maöur er ósæröur. Ef einhversstaðar blæöir er maður í vanda staddur og eins gott aö foröa sér uppúr áöur en hákarlarnir renna á blóðlyktina. En ekki var hægt aö vera endalaust í “Paradís”, Jim þurfti aö komast í vinnu sem hann átti vísa á eyjunni AMERÍSKU SAMÓA nokkru vestar. Svo þann 23. september undum viö upp segl á ný og stefndum til Pago Pago (lesist Pangó Pangó), höfuðborgar Amerísku Samóa. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.