Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 4
152 - r framhaldi af því” taldi hann rétt þess sterka eiga að ráða úrslitum í allri sam- keppni. Manngæzka væri aukaatriðið. Schopenhauer gekk enn lengra. Þrátt fyrir vinsældir þessara kenninga vissu menn þá þegar, að þær voru létt- væg lausn, ehn einn flóttinn frá viðfangs- efninu. Það er nefnilega alveg jafn öruggt, að sá sterki þarfnast hins veika, svo sem og hinn er ósjálfbjarga einn sér. Auk þess er vandfundinn sá, sem fær er um að kveða upp óyggjandi úrskurð, hvernig greint skuli milli þessara flokka. Nei, eini öruggi stuðullinn, sem unnt er að leggja til grundvallar, þegar afstaða gagnvart tilverunni er mörkuð, er gæði og jákvæðni 1 fari einstaklinga eða þjoða. Mér er ljóst, að þeir sem átt hafa þess kost að úrbreiða skoðanir ellegar stjórna samkvæmt þessum hugsanagangi, hafa hlotið þau eftirmæli, að heigulsháttur og framtaksleysi hafi ráðið gerðum þeirra ( t. a. m. Franklin Roosevelt ) ,* en sú er bjargföst trú mín, að með þessum hætti einum sé gerlegt að kljúfa þau vandamál, sem hvarvetna steðja að tilveru vorri. Við þekkjum öll þau augnablik 1 lífi voru, er okkur hefur ásótt ómótstæðileg löngun til að beita hnefaréttinum til þess að fá vilja vorum framgengt. Sömuleiðis vitum við, að engin aðferð er óheppilegri við nefndar aðstæður. Kristi var þetta Ijóst og smíðaði 1 þvú tilefni eina sinna ódauð- legu setninga (" Það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður. . . o. s. frv. " ). NÚ má enginn ætla, að með þessu sé átt við, að afbrotamönnum skuli rétt hin kinnin, ellegar löðrungur launaður með kossi. Slíkt er mér víðs fjarri að styðja. Hins vegar er mér jafnógéðfellt að taka undir með Hammúrabi heitnum,er hann krefst tannar fyrir tönn o. s. frv. Hér er það enn sem fyrr hinn mjoi meðalvegur, sem býður upp á einna fram- bærilegasta úrlausn. Skynsemin, erki- óvinur allra "valdamanna með snefil af ábyrgðartilfinningu", hefur alltaf á tak- teinum sanngjarnan mótleik við öllum fólskubrögðum. Hún lendir aldrei í vanda og gefur aldrei á sér höggstað. Ásamt niðjum sínum, þolinmæði, tillitssemi o.fl. , myndar skynsemin, vafalaust í blora við löglega boðað siðferði, hina einu sönnu ábyrgðartilfinningu. Þetta eitt ætti að nægja til að veita téðri stefnu brautargengi. Undir lokin. Þá er senn á enda runnið skeið mitt og samstarfsmanna minna við 41. árgang Skólablaðsins. Mér fórst eins og þeim fjörutíú, sem á undan komu, hugðist gera allt, gerði þess vegna ekkert. Það er að segja, hugsjónirnar og áformin stórkost- legu ruku út í veður og vind, eftir varð sama hjakkið og öll hin árin. t allt fyrra- sumar byggði ég skýjaborgir úr " að minnsta kosti átta tölublöðum, 350 síðum" auk smærri lyftistanga. Og hver er svo árangurinn? Fimm tölublöð, flest for- leleg, skitnar 200 siður eða þar um bil. ÞÓ vona ég, að einhverjir hafi haft nokkra ánægju af þvi, sem fram hefur komið,^ því" sá er einmitt tilgangurinn. Þeir tímar eru liðnir, að skólablað sat, sökum skorts á frambærilegu lesefni, í fyrirrúmi sem dægradvöl nemenda. Ég vona í einlægni, að bókaskortur verði aldrei það knýjandi á fslandi, að Skólablað- ið verði aðalathvarf Menntaskólanema. Einu getum við þó glaðzt yfir. Mér virðist sem afstaða lesenda gagnvart Skólablaðinu hafi breytzt nokkuð til batnað- ar á þessu starfsári. Ég heyri nú sjaldnar raddir nöldurseggjanna, en áður fyrr hófu þeir ætfð upp pólýfónisk harmakvein sín við útkomu hvers blaðs. Ég vona, að það sé ritnefnd en ekki kór Listafélagsins, sem á þakkir skildar í þessu efni. Og þó. Kannski er hér einungis um að ræða sjálfs- sefjun mina ellegar tillitssemi lesenda við svo nákominn velunnara blaðsins. Sýnist mér hins vegar rétt, hefur mikið áunnizt. Að endingu bið ég lesendum svo og öll- um landsmönnum, allrar guðsblessunar um óorðin ár. Ritnefnd þakka ég óeigin- gjarnt starf, með eigingjörnum yfirmanni, og bendi um leið öðrum á, að óbreyttir ritnefndarmeðlimir þessa starfsárs eru hinir dugmestu þeirrar tegundar, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni. Eftirmanni mfn- um, Vilmundi Gylfasyni, óska ég alls vel- farnaðar og vona, að hann reki slyðruorð- ið af embættinu og framkvæmi hugsjónir sínar næsta vetur. - Og þá hafa væntan- lega allir fengið sitt. Valete ! Jóhannes Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.