Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 32
EINHVERN kann e.t.v. að furða sú bí’ræfni greinarhöfundar, að takast á hendur að rita gagnrýni, eða einhvers konar umsögn um sýningu Listafélagsins á myndlist nemenda. Þvx er til að svara, að greinarkorni þessu er ekki ætlað hlutverk beinnar gagnrýni, heldur miklu fremur að styrkja þá staðhæfingu, að slák myndlistarsýning á fullkominn rétt á sér og beint erindi til nemenda og þvi sjálfsagðan og eðlilegan stað 1 málgagni þeirra. Árið 1959 gengust nokkrir listunnend- ur fyrir stofnun Listafélags Menntaskól- ans. Eiga núverandi félagar þess lík- lega erfitt með að ímynda sér það and- rúmsloft, er myndaðist um stofnun þessa. Áður fyrr höfðu menn jú ort, skrifað, teiknað, málað o. s. frv. , en nú var til orðið heilt félag kringum þessa hluti. Nú átti að"skipuleggja listina" og gera venjulegan hversdagslegan nemand- ann að þátttakanda skipulagsins. Að vfsu voru væntanlegir félagar ekki allir jafn yfir sig hrifnir af hugmyndinni, töldu höfunda skipulagsins aðeins vera að setja sig á háan hest, enda gengu mennirnir með stéra trefla, ortu og skrifuðu 1 Skélablaðið og sátu löngum á Mokka. Skilgetið afkvæmi skipulagshugmynd- arinnar var sýning á myndum nokkurra nemenda skólans, þess skóla, er all- mörgum árum áður hafði tekið þá tíma- sparnaðarákvörðun að fella niður af stundarskrá kennslu í teikningu og segja upp teiknikennaranum. Sýning þessi var haldin 1 Fjósinu. Var Jlitið á hana sem heldur lítilfjörlegt fyrirtæki nokkurra merkikerta, sem vildu vekja á sér at- hygli. Gestir voru fáir, einn og einn, sem virtist villast inn eins og af tilvilj- un, enda ekki gefnar snittur 1 þá daga. En viðhorfin hafa breytzt. Listafélag- ið er ekki lengur efni 1 kjaftasögur, það er almennt viðurkennt og hvarvetna má heyra minnst á öll þess "lofsverðu framtök". Það er orðið sjálfsagður þáttur 1 skólalífinu og stór hópur nem- enda fylgist af áhuga með starfsemi þess, auk þeirra sem 1 henni taka beinan þátt. Að kvöldi mánudagsins 21.marz var opnuð í kjallara Casa Nova myndlistar- sýning nemenda ársins 1965-^66. Er fyrstu gestina bar að garði var verið að leggja siðustu hönd á uppsetningu sýning- arinnar, myndir merktar 1 flýti, hamri og nöglum forðað, stundin var runnin upp. Eitt er það sem kann að valda miklu um hversu sýning fellur 1 geð sýningar- gestum, en það er heildaryfirbragð sýn- ingarsalarins, þ. e.a. s. uppsetning og niðurröðun mynda. Má segja að afburða vel hafi tekizt til 1 þetta skipti. Var upp- setningin vönduð og vel skipulögð, enda aðstæður furðu góðar miðað við marga aðra starfsemi skólans, haft er eftir ýmsum listamönnum, að Casa Nova salurinn sé sá bezt fallni hér 1 bæ til sýningahalds, auk þess sem að þessari sýningu stóð dugnaðarfólk, fullt af áhuga, starfandi undir handleiðslu Sverris Har- alds sonar. Á þessari sýningu bar að líta margvús- lega hluti. Þarna voru teikningar, mál- verk, mosaikmyndir og skulpturar að ó- gleymdum ljósmyndum ( framlag ljós- myndaklúbbs Framtiðarinnar ). Höfundar þessara verka voru margir og ógern- ingur að geta þeirra allra hér. Vil ég þvf aðeins fara fáeinum orðum um þá, er mér þóttu sérstaklega eftirtektarverð- ir. Trausti Valsson er nú löngu kunnur innan skólans fyrir teikningar sínar, bæði 1 Faunu og Skólablaðinu. Hann átti á þessari sýningu allmargar ágætis- teikningar, fjöldann allan af olíú-, krít- ar- og vatnslitamyndum og nokkra járn- skúlptura. Lætur nærri að Trausti hafi átt um fjórðung sýningarinnar, þ. e. a. s.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.