Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 19
- 167 - SKÓLABLAÐ það, sem hér skal gjört að umtalsefni, þ. e. 4. tbl. 41.árgangs, hefur sennilega heiðurinn af þvf að vera hvað bezt þess árgangs ( 5. tbl. skiljan- lega undanskilið ). í umræddu blaði má sjá mikið magn alls kyns skriffinnsku, mér töldust titlarnir vera 28; en það er ekki bara að talan sé há, heldur er einnig mikill hluti blaðsins skemmtilegur aflestrar. Efni í bundnu máli hefði mátt vera meira í þetta stéru blaði, en þar gnæfir efst ljóð Einars ólafssonar "För í snjó". Ég vona fastlega, að við fáum framvegis að sjá meira ur þeirri átt. Mun lelegri þykja mér ljóð þeirra Vilmundar og Hrafns, en þó tel ég "Mildi" Hrafns ögn skárri ljóðum Vilmundar. Ég er helzt á því, að Vilmundi fari betur að yrkja órímað, fremur en að vera að basla við að koma saman stuðlum og höfuðstöfum, að viðbættu endarími í hverja bögu eður ambögu, þar eð mér virðist ljóst, að honum er það alls ekki eiginlegt, enda vill merkingin oft á tíðum fara forgörð- um. Hann hefur, að minu áliti, sent frá sér marga góða rímleysu og spillir aðeins fyrir með þessum umbrotum, með- an þau eru ekki betri. Smásögurnar skipa sinn sess í þessu blaði sem öðrum, og eru þær allsittmeð- hverjumóti. "Tvær sálir" Jens P. Þóris- sonar lofa góðu og sýna að mínu áliti, að hann er vel kominn í ritnefnd, og vona ég, að hann bregðist ekki næsta vetur vonum þeim, sem hann vekur með þessari sögu. Mér hefði þótt eðlilegra að rita Viet-Kong í stað Viet-Cong til samræmis hinum staðaheitum; það er sennilega aðeins athugunarleysi af hálfu höfundar og í sjálfu sér smámunir. Næsta smásaga blaðsins er saga Péturs Gunnarssonar "Þegar Guð gat ekki fyrir- gefið". Sú saga er rituð í frásögustíl, mjög lipurlega að mínum dómi. Þykir mér Pétri takast þar vel upp ; sagan er lifandi og nær vel sex ára polla, einnig finnst mér skreytingin fara vel. "Ættjarðarást" óttarrs Guðmundssonar er rammíslenzk sjómannafyllerássaga og á margan hátt vel skrifuð, enda kann Óttarr að halda á penna. En einhvern veg- inn kann ég ekki við "vóru" í þessu um- hverfi, þó svo að ættjarðarástin sé sterk. Ærið þykja mér blöðin á Islandi orðin snör í sínum fréttaflutningi, að maður nú ekki minnist á póstsamgöngurnar. En slíkt er auðvitað aukaatriði, þótt slúk tíma^ skekkja stingi mann ósjálfrátt eins og endirinn hafi átt dulítið erfitt með að verða til og höfundur þvf gripið til þessa neyðar- úrræðis. Það hefði strax verið ö^n skárra, ef landarnir hefðu verið latnir dúsa ögn lengur inni, en slíkt væri að sjálfsögðu þjóðarskömm og pvi ófær leið. Sagan "Fótur guðs" eftir Þorarin Eld- járn rekur lestina, Hún er anzans ári skemmtilegur lestur að mínu áliti eins og flest, sem frá þeim manni kemur. Það má sjálfsagt finna ýmsa vankanta á "Fæti guðs" og sýnist sitt hverjum, en ég ætla ekki að fara neitt að hnýta í hann hér. Aftur á móti finnst mér ÞÓrarinn lýsa árstíðaskiptunum skemmtilega með sólar- lýsingu sinni. Af beinum innblæstri er þá eftir að telja "Þætti úr frelsisstrfði hugsunarinn- ar" ólafs Torfasonar, svo og "Uppgjör" Ingólfs Arnar. Þeim þáttum er það sam- eiginlegt, að ég á í* fullu fangi me'o að innbyrða þá, ÞÓ hefur einþáttungur Ing- ólfs þann kost, að þar má halda þræðinum, og mér virðist sem þar leynist heilmikil speki, þótt ég sé eins og ég sagði vart búin að gríþa hana enn. Grafararnir minna mig helzt til mikið á síðsta hluta "Orða og leiks", þ. e. "SkemmtiferÖ á vúgvöllinn" eftir Arrabal, og til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.