Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 20
- 168 - gera ekki upp á milli leikhúsanna styðst Ingólfur einnig lítillega við "Fandó og Lis" 1 Tjarnarbæ. En óg kann nú betur við Ingólf með teikniblokkina enn sem komið er, en hann er 1 framför á ritvellinum og því ovúst hvað seinna verður. En hvað viðkemur "Frelsisstríði" ólafs, þá verð eg að segja, að ég skil hvorki upp né nið- ur 1 þvi, enda slíkt sennilega ætlunin. Þetta eru sennilega einhverjir smáþreytu- verkir eða þá hrein afslöppun eftir þær sögur, sem hann hefur seíit frá sér að undanförnu. Ritstjóri hefur upp raust sina að vanda og áfellist nú þjóð vora fyrir sinnuleysi í bókmenntum, óhóflegt píþulagningaamstur, svo og televisionaltrance í rikum mæli og eru það orð í tíma töluð. Hann minnist í upphafi á misjafnar viðtökur Atómstöðvar Laxness, svo og baráttu Brechts x Þýzka- landi og erjur rússneskra rithöfunda við þarlend yfirvöld. "Verum þess þvú minn- ug, að forsenda tilveru okkar er ekki fyrst og fremst síldin x sjónum, heldur viðhald þeirra verðmæta, sem í okkur sjálfum búa"; segir jóhannes í lok greinar sinnar og vona ég, að lesendur vakni af Þyrni- rósusvefni srnum og velji lokaorð Jóhann- esar sér að einkunnarorðum. Guðrún Helgadóttir ritar greinina "ó, þér unglingafjöld",eins og hún sjálf segir, til uppfyllingar. Greinin er fjörlega skrif- uð, en helzt til mikill samtíningur og hef- ur ekki ýkja mikinn boðskap að bera. Ég sakna fyrri ritsmíðarinnar, þvf sennilega hefur þaraf mikið gott mátt læra, og er skiljanlegt, að höfundur slíkrar ágætis- greinar "komist úr stuði", þegar hún fær ekki betri viðtökur en raun bar vitni. Sigurður Pálsson og Hrafn Gunnlaugs- son rita í sameiningu um listamannalaun, og þykja þeir mér ærið stórtækir að striða svo gegn ritstjóra sínum. Þarna afhjúpa þeir reginhneyksli, sem verið hefur látið viðgangast árum saman, án þess að nokk- uð væri að gert og hafa þó allir um vitað. Ef til vill fer maður að eygja endalok klikuskaparins í þeirri úthlutun og væri það vel. Smávillur hafa slæðzt með í greininni, verk Sigurjóns eru í Vejle en ekki í Esbjerg og heilt torg er nú kannski eilítið orðum aukið, en slíkt rýrir ekki boðskap greinarinnar. Blekslettur eru að þessu sinni ritaðar af tveim fjórðubekkingum. Baldur P. Hafstað minnist á áhugaleysið varðandi félagsmálin og birtir okkur spurningar lagðar fyrir nokkra nemendur varðandi útgáfustarfsemi Framtiðarinnar og svör við þeim. Ég verð að segja, að svörin komu mér á óvart; ég hélt, að fleiri hefðu áhuga á málfundastarfinu en þar kemur fram, en fundarsóknin ber þvú svosem ljóst vitni að svo er ekki. Súðan víkur Baldur að þeirri þróun, sem virð- ist færast í* vöxt, þ. e. að fólk geti flotið í gegn um mennta- og háskóla, án nokk- urs lesturs að gagni. Það er svo sann- arlega ískyggileg þróun. Grein Péturs Kjartanssonar þykir mér bera helzt til mikinn keim af pexi og rexi, og er það sennilega af því* að ég er honum ósam- mála um margt. Ekki veit ég hvað hæft er í staðhæfingum Péturs um auglýsinga- skuldir við Skólablaðið, en fróðlegt væri að frétta meira um það mál. Nú fer að grynnka á því* efni, sem ótalið er hér. Viðtal er við inspector um eitt og annað, eins og vera ber, þeg- ar svo merkur maður á í hlut. Halldóra Rafnar ritar grein um mál- fundafélagið Aþenu. Slíkt hefði verið ágætis auglýsing, og hvatning þeim, er áhuga hafa, ef málfundur hefði siglt í kjölfarið, en þar eð svo var ekki og enn, er þessi grein er rituð: hefur ekki örlað á slíku, þá tel ég greinina algjör- lega hafa misst marks. Baldur Guð- laugsson, verðandi inspector, ritar grein- ina "Að vori" og áminnir þar nemendur um að kjósa ekki út í loftið eins og mjög vill tiðkast hjá þriðja bekk. Vona ég, að þeir hafi látið sér greinina að kenningu verða og kosið nú af slíkri skynsemi, að við megum óhrædd treysta embættismönnum komandi vetrar, með allri virðingu fyrir fráfarandi embættis- mönnum. Ármann Sveinsson ritar tvo greinar- stúfa um lagabreytingar, fjallar annar þátturinn um laun inspectors, en hinn um skipun nefnda. Vona ég, að menn íhugi efni þeirra, sjálfum sér og Ár- manni til sálubótar. Björn Björnsson ritar um tónlist í menntaskóla og kemur þar fram með skemmtilega hugmynd, sem vonandi fær einhvern hljómgrunn Frh. á bls. 193.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.