Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 40

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 40
188 - Upp me6 snobbiS Stutt samtal við jón Sigurðsson, fyrrv. forseta mál- fundafélagsins Framtiðin ÞAÐ er fyrstur sumardagur á þvf herrans ári 1966 i lofti. Daginn áður höfðu stúdentsefni kvatt skólann sinn með glaðværum húrrahrópum og grátklökkri ræðu inspectors scholae. Við skálmum yfir blautt Klambratúnið i smásnjókomu, þótt i dag só fyrstur dagur í Hörpu. Við stefnum að stóru húsi i ofanverðri Lönguhlíð, en þar býr Jón Sigurðsson, þjóðernissinni og umbótamaður. Með hálfum huga göngum við upp nokkra miðlungsbratta stiga og kveðjum svo dyra hjá magister Sívertssen fyrrv. for- seta. Hurðinni er upp lokið snarlega, og fyrir innan stendur jón Sigurðsson, rám- ur og þrútinn og rauðeygður eftir gleð- skapinn kvöldið áður. Herbergið er stórt, undir súð, málað i þremur litum. En það, sem helzt vekur athygli gesta, er mikið magn bóka á ýmsum tungum, sem vitna um bókmennta- áhuga forsetans. Og á veggnum yfir hvílu jóns hangir mynd af alnafna hans, alþingisforsetanum, sem brosir framan í framtúðarforsetann fyrrverandi eins og hægt er að ímynda sér að Mona Lisa hafi brosað til Da Vincis. Við setjumst, og fyrst er rætt kurteislega um nýaf- staðinn gleðskap kvöldið áður, vindáttina og veðrið, og Jón biður okkur að staldra ekki lengi við, þvú að hann hafi i hyggju að lesa sér eitthvað til fyrir væntanlegt stúdentspróf. Við hefjum svo hið opinbera viðtal með formlegri og hnarreistri spurn. - - Jæja, jón, nú þegar þú lítur yfir 4 vetra setu þína í M. R. , hvað viltu þá segja svona að skilnaðií1 Jón horfir á spyrjandann vorkunnlátu augnaráði, en rekur súðan upp hrossa- hlatur. - Þá skulum við ræða um félagsmál, hvað viltu t. d. segja um hið eilúfa deilu- mál manna, lög og lagabreytingar ? - Félagslífið i heild innan Mennta- skólans er orðið allt of margbrotið. Flestar deilur snúast nú orðið einungis um keisarans skegg. Hvort breyta eigi einstökum samtengingum innan laganna, hvort betur fari á þvú að hafa og eða en, af þvú að eða þvú að. Siðan er þetta skeggrætt fram og aftur. SÚ della, sem menn virðast vera haldnir að þurfa að vera með endalausar breytingar og hringsnúning á lögunum, sem gerir þau flóknari og verri meðferðar, er einung- is til bölvunar. - Það, sem þetta skóla- félag fyrst og fremst vantar, er einfalt kerfi, en um fram allt virkt. Gott dæmi um slikar óþarfar lagabreytingar, er útgáfa nýs blaðs innan skólans, sem nefndist Menntaskólablaðið, er einhver bar fram i vetur og rökstuddi með þvú, að það myndi auglýsa skólann út á við. Ég persónulega held, að skólinn þurfi andskotann ekki meiri auglýsingu. Þarna stunda nám 1000 manns, svo að segja má, að óhemju margar fjölskyldur fái nægar upplýsingar um skólann um börn sfn og frændsystkin. - En hvað hefur þér fundizt um út- gáfustarfsemi innan skólans i vetur, Skólablaðið, Menntaskólaljóð og bæklinga Framtúðarinnar ? - Skólablaðið í vetur hefur yfirleitt verið gott, og sýnir það, að gróska er ríkjandi i ritlífi innan skólans. T. d. hafa mér þótt sögur ólafs Torfasonar ákaflega skemmtilegar og sérlega fersk- ur og nýr andi yfir þeim. Útgáfa Menntaskólaljóðanna var mjög lofsverð, og er eiginlega hneykslanlegt, að nokkrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.