Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 49

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 49
- 197 - Á skólafundi hinn 15. marz s. 1. flutti undirritaður frumvarp til laga um blað, sem bera skyldi heitið Menntaskólablað- ið. Frumvarpið var í átta greinum. Kváðu þær á um tilgang, tilhögun stjórn- ar og flest annað, sem lögfesta þyrfti vegna slíkrar utgáfu. Markmið útgáfu blaðsins var að kynna skólann og starf- semi þá, er þar fer fram. Fimm manna ritnefnd skyldi stýra blaðinu og formaður hennar vera ritstjóri þess. Skyldu embættismenn þessir kjörnir samkvæmt lögum um störf embættis- manna Skólafélagsins. Menntaskólablað- ið skyldi gefið út árlega, nánar tiltekið í marz. Margar lagabreytingartillögur og nokkur nýmæli voru til úrlausnar skóla- fundar og vannst ekki tími til afgreiðslu þeirra þennan morgun. Árdegisfundinum 15. marz var þvú fram haldið í lok skólatxma árdegisbekkjanna þann dag. Að fáeinum dögum liðnum var enn boðað til skólafundar um framkomin ný- mæli og lagabreytingartillögur. Undirritaður lifði í þeirri von á framangreindum fundum, að kjarnmiklar og jákvæðar umræður ættu sér stað um Menntaskólablaðið. Hann gerði sér i upphafi grein fyrir, að skoðanir yrðu skiptar um málið. Svo er um allt, sem gerir ráð fyrir einhverju nýju. En biðin eftir kjarnmiklum og jákvæðum umræðum varð löng. Hún varir í raun réttri enn. Fáeinir skólafélagar komu í ræðustól og ræddu frumvarpið. Var umgengni þeirra við staðreyndir misgóð og um- ræðurnar í heild þvú miður ekki þess verðar, að á pappír séu settar. Gagnlegust var ræða ritstjóra Skóla- blaðsins. Hann gerði grein fyrir af- stöðu sinni og Skólablaðsins til hins nýja blaðs. Hann taldi útgáfu Skólablaðsins standa í járnum og ekki þolat hugsan- lega samkeppni um efni. Þrátt fyrir, að ekki væri gert ráð fyrir samkeppni milli blaðanna svo neinu næmi, höfðu þessar upplýsingar talsvert gildi. Það var flutningsmanni fjarri að gera tilraun til að knýja fram samþykkt frumvarpsins ofan á þann veika grund- völl, sem fram kom með áhugaleysi skólafélaga, enda var frumvarpið fyrst og fremst hugsað sem hugvekja um þetta mál. r lok umræðna, þ. e. þegar öll von var úti um skaplegar umræður, var frumvarpið dregið til baka með svo- hljóðandi greinargerð : "Tilgangur flutn- ings frumvarps um Menntaskólablaðið er sá, að vekja menn til umhugsunar um efni hugsunarinnar að baki blaðsins. Eðli nýmælisins er þannig, að almennur áhugi og frjóar umræður skólafélaga á þessum vettvangi ( skólafundi ) er höf- uðforsenda tilkomu blaðsins. Þessu aðalatriði hefur ekki verið fullnægt. Frumvarpið er af þeim sökum hér með dregið til baka. " Undirritaður er þess fullviss, að þrátt fy.rir þessi málslok lúður ekki á löngu þar til málið verður tekið upp að nýju og hugmyndin ef til vill færð í annan ytri búning, t. d. með lítilli skipu- lagsbreytingu Skólablaðsins. Staðreynd er, að tengilið vantar milli skólans annars vegar og gamalla nem- enda og annarra áhugamanna um mál- efni stofnunarinnar hins vegar. Um það geta skoðanir ekki verið skiptar. Það, sem skilur, er mismikil trú á getu skólafélaga til félagslegra átaka. Undirritaður trúir þvf og veit, að nem- endum M. R. er í lófa lagið að leysa verkefnið, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Það bíður aðeins tíma almennrar trúar og áhuga nemenda. Ármann Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.