Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Nú eru liðin nokkur ár síðan tæknibyltingin hélt innreið sína í Litla-Bergþór. Keypt var tölva og umbrotsforrit til að vinna blaðið. Ritnefndarmenn voru að vonum hikandi við að taka svo stórt skref í vinnslu við blaðið og raddir heyrðust, sem töldu tæknina geta verið blaðinu fjötur um fót. Reynslan hefur orðið sú að tæknin hefur hjálpað ritnefndarmönnum mjög og eflt áhuga okkar á að gera Litla-Bergþór að metnaðarfullu ungmennafélagsblaði. í sumar tók ritnefndin ákvörðun um að efla enn við tæknihlið blaðaútgáfunnar og var keypt ný tölva af Macintosh gerð tegund LC 475. Og fyrir þá sem eru forvitnir um vinnslugetu vélarinnar er hægt að geta þess að innra minni tölvunnar er 8 MB og diskarýmilöO K. Jafnframt var keypt uppfærsla á umbrotsforriti blaðsins Page Maker 5 en það forrit er mjög stórt og þarfnast stórrar tölvu. Kaupendur blaðsins urðu þess áreiðanlega varir að á s.l. ári þurfti ritnefndin að hækka verulega áskriftagjöld á blaðinu. En það var ekki vegna þeirra tækniframfara sem Litli-Bergþór fór í heldur vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að leggja virðisaukaskatt á alla blaðaútgáfu. Þetta þýðir að ríkið vill fá tekjur af því að Ungmennafélag Biskupstungna stendur að blaðaútgáfu eins og hér er gert. Eins og þetta snýr að okkur í ritnefndinni, þá skýtur það mjög skökku við að ríkisvaldið skuli heimta tekjur af vinnu er unnin er algerlega í sjálfboðavinnu. Félagasamtök eins og Ungmennafélög eiga ekki að þurfa að þola það að vera sett undir sama hatt og almennur atvinnurekstur þótt þau gefi út blað. Það á ekki að letja félagastarf með skattheimtu. Skattheimtan krefst þess til dæmis að farið sé 6 sinnum á ári yfir fjárhag Litla-Bergþórs bara til þess að finna út hve mikið ríkisvaldið á að fá vegna þeirrar vinnu sem lögð hefur verið fram af áhugamennskunni. Ritnefndin hefur oft velt því fyrir sér hve mikil vinna það er að gefa út hvert eintak af Litla- Bergþóri en ennþá hefur hún ekki gert tæmandi úttekt á þeirri vinnu. En hún er mikil. Haldnir eru a.m.k. 5-6 vinnufundir vegna hvers blaðs. Hver fundur stendur í u.þ.b. 3 tíma. Á hvern fund mæta allir ritnefndarfulltrúar alls 5 manns. Þetta þýðir um 75-90 vinnustundir á blað. Auk þess þarf að setja upp blaðið og tekur það a.m.k. 40 vinnustundir. Síðan þarf að koma blaðinu í prentun og svo þarf að pakka því og senda til áskrifenda. Safna þarf styrktarlínum og prófarkalestur er mjög veigamikill þáttur. Þetta tekur allt talsverðan tíma og umstang. Ritnefndarfulltrúar og aðrir taka myndir á eigin kostnað. Ekki stundar Litli-Bergþór mikla blaðamennsku þannig að flest efni er samið og sent af þeim sem vilja koma einhverju á framfæri í blaðinu. En hvernig sem þetta allt snýr þá fær skattheimtan talsvert í sinn vasa, þótt heildarveltan á árinu sé undir hálfri milljón króna. Ljóst er að tæknibyltingin hefur ekki gert vinnuna við Litla Bergþór minni en áður var, en hún hefur gert blaðið virðulegra og ánægjan við að vinna það helst. Ef til vill sést það best á því hve þaulsetnir sumir ritnefndarmenn Litla-Bergþórs hafa verið undanfarin ár. En það er erfitt að láta sér lynda að sú vinna sem unnin er af einlægum hug til handa félagastarfi eins og Ungmennafélaginu sé gert að fjáröflunartæki fyrir ríkiskassann. Það er óþolandi að ekki sé hægt að gefa sína vinnu til félagsstarfs án þess að ríkisvaldið búi til lög svo það geti hagnast á því og fái skatttekjur af og geri um leið enn meiri kröfur um vinnuframlag með allskonar lagagreinum og ákvörðunum um virðisaukaskattaálögur á félagastarfsemi sem þessa. D.K. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.