Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 12
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Þegar fara á í nokkrum orðum yfir starfsemi íþróttadeildarinnar á liðnu sumri, hlýtur að bera hæst Landsmót ungmennafélaganna að Laugarvatni. Þar áttum við nokkra keppendur sem stóðu sig með prýði. Það voru þau Elma Rut Þórðardóttir, Guðni Páll Sæland, Ingimar Ari Jensson og Þorvaldur Skúli Pálsson sem kepptu í borðtennis. Jóhann Haukur Björnsson og Tómas Grétar Gunnarsson sem kepptu í frjálsum íþróttum. Tómas Grétar náði þeim frábæra árangri að sigra í hástökkinu, hann stökk 1,91 m. Tómas Grétar gerði einnig fleiri góða hluti í sumar, hann setti nýtt íslandsmet í stangarstökki í flokki 20 ára og yngri. Hann stökk 4.31 m, sem er fjórði besti árangur á landinu í sumar. Einnig fór hann til Svíðþjóðar og keppti þar á Norðurlandamóti unglinga. Til hamingju Tómas Grétar! Frjálsíþróttaæfingar voru einu sinni í viku í sumar, en það var Róbert Einar Jensson sem sá um þær. Fótboltaæfingar voru einnig í sumar einu sinni til tvisvar í viku eftir aldri og sá Hjörtur Freyr Vigfússon um þær. Sundæfingar voru einnig einu sinni í viku og um þær sá Guðbjörg Bjarnadóttir frá Selfossi. Vil ég þakka þessum þjálfurum kærlega fyrir samstarfið. Við sóttum hin ýmsu mót, og þar sem úrslitin úr þeim fylgja þessu blaði ætla ég ekki að telja þau upp hér. Nú í vetur bjóðum við upp á borðtennisæfingar sem skipt er í tvo aldurshópa. Yngri hópinn sjá þeir um, Guðni Páll, Ingimar Ari og Þorvaldur Skúli. Eldri hópinn þjálfar Kristján Viðar Haraldsson, en hann var landsliðsþjálfari í fyrra. Krakkarnir eru þegar byrjuð að fara á mót og standa sig alveg ljómandi vel. Þess má einnig geta að það er búið að velja þá aftur í unglingalandsliðið þá Axel, Guðna Pál, Ingimar Ara og Þorvald Skúla. Til hamingju með það strákar. Körfuboltaæfingar eru einnig í vetur og þeim skipt í þrjá hópa. Yngri hópinn þjálfar Gunnar Sverrisson, en eldri hópana tvo, stelpur og stráka þjálfar Freyr Ólafsson. Þegar þetta er skrifað fer að styttast í að héraðsmót unglinga í körfubolta fari að byrja, en þar eru bæði strákarnir og stelpurnar skráð til keppni. Eg vil að lokum óska öllum góðs gengis í íþróttunum í vetur. Aslaug Sveinbjörnsdóttir. hástökki á Landsmóti. Héraðsmót 100 m lilaup karla 4. Róbert Einar Jensson 12,6 sek 110 m grindarhlaup karla 3. Tómas Grétar Gunnarsson 16,4 sek 4. Róbert Einar Jensson 17,6- Langstökk karla 7. Róbert Einar Jensson 5,50 m Hástökk karla 1. Tómas Grétar Gunnarsson 1.90 m Stangarstökk karla 1. Tómas Grétar Gunnarsson 3,80 m Spjótkast karla 2. Tómas Grétar Gunnarsson 45,10 m Héraðsmót: Umf. Bisk. í 6. sæti með 27 stig, Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.