Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 5
Slakkabœr, veitingastaður og dýragarður í Laugarási. byggða, en tvílemba slapp í Þjófadölum. Hún náðist síðar og reyndist norðan úr Vatnsdal og var sett í geymslu í hesthúsi norðan við Hveravelli og sóttu Húnvetningar hana þangað. Seinna fannst tvílemba hér úr sveit innan við Sandá. Fé kom vænt af fjalli og úr heimahögum. Garðar Þorfinnsson á Spóastöðum var gæslumaður á Biskupstungnaafrétti í sumar. Hann innheimti girðingagjald fyrir um 2500 hross, seldi um 800 bagga af heyi fyrir Hestamannafélagið Loga og gistinætur voru 757, 33 við Sandá, 280 í Fremstaveri, 356 í Árbúðum og 58 í Svartárbotnum. Heildarvelta var rúmlega 1.070 þúsund krónur. Veiðifélag Hvítárvatns kostaði byggingu baðhúss við Árbúðir. Á vegum Landgræðslunnar voru í haust byggðar stíflur við Sandvatn til að hækka vatnsborðið í því til að taka fyrir sandfok úr eyrum. Allmörg umferðarskilti hafa verið sett upp við vegamót hér í sveit í sumar og leiðir merktar. Austasti hluti Tjarnarvegar, sem tengist Biskupstungnabraut við Vatnsleysu, var hækkaður og nýr vegur lagður vestan við Vatnsleysubæina. Vatn hefur verið lagt úr kaldavatnsveitunni, sem á upptök í landi Austurhlíðar, annars vegar að Heiði og í sumarhúsin Faxabúðir í landi Heiðar og hins vegar að Arnarholti, Kjaransstöðum og Bóli. Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri Reykholtsskóla, fór til starfa við skólastjórn á Hvolsvelli og var Kristinn Bárðarson ráðinn í hans stað. Jón B. Sigfússon, matreiðslumeistari, var ráðinn húsvörður í Aratungu í haust. Kona hans og tvö börn þeirra flytja hingað um næstu áramót. í Aratungu er starfrækt mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk Reykholtsskóla og nokkra aðra kostgangara. Jón stóð fyrir fagnaði fyrsta vetrardag í samstarfi við Félag harmonikkuunnenda í Reykjavík. Þar var kvöldverður og dans við harmonikkuleik. Um miðjan september hvarf ítalskur ferðamaður við Gullfoss. Talið er að hann hafi fallið í fossinn. Björn Ingimundarson frá Reykjavöllum andaðist í Svíþjóð í ágúst. Hann var jarðaður á Torfastöðum. A. K. Frá SVD. Bisk. Á síðasta ári var farið í yngstu bekki skólans með endurskinsmerki og börnin frædd um slysavarnir. Nokkur útköll hafa verið t.d. leit að jeppamönnum sem voru með bilaðan bíl inn við Fjórðungsöldu og höfðu þeir gengið þaðan í átt til byggða. Þeir fundust með aðstoð þyrlu við Fremri-Skúta. Stuttu síðar voru menn í viðbragðsstöðu vegna manns á vélsleða við Fjórðungsöldu sem skilaði sér að Hveravöllum af sjálfsdáðum. 13.september var útkall vegna manns sem fallið hafði í Gullfoss. Leitað var við fossinn og niður eftir Hvítá í 14 daga en án árangurs. Fyrstu daga rjúpnaveiðitímans var hafin leit að manni sem var við veiðar við Skjaldbreið en hann komst af sjálfsdáðum til byggða. Viku seinna var hafin leit að öðrum á sama stað og komst hann einnig sjálfur til byggða. 12 tímum síðar var kölluð út leit að manni er týnst hafði úr gleðskap á Nesjavöllum. Oft hefur verið beðið um aðstoð vegna bilaðra eða vanbúinna bíla. Sveitin hefur staðið fyrir fjölmörgum æfingum og námskeiðum. M.a. skyndihjálp I og II og akstur björgunar- og sjúkrabifreiða. Sundlaugarverðir voru á litlu námskeiði um björgun úr vatni og voru látnir gera æfingar í því sambandi. Mættu flestir verðir í Tungunum en þó ekki allir. Fjáraflanir hafa verið allnokkrar t.d. sala á sokkum, jólastjörnum og gjöf á gjöf um 1. helgina í aðventunni. Einnig er það páskaliljusala að ógleymdri dósasöfnun en söfnunarstaðir eru víða í sveitinni. Við þökkum þær móttökur sem við höfum fengið og vonumst eftir að áframhald verði þar á. Rabbfundir eru 1. fimmtudag í hverjum mánuði og eru allir velkomnir. Stjórnin. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.