Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 9
slysaskýrslur með öllum upplýsingum til að senda Tryggingastofnun ríkisins til greiðslu á þessari þjónustu. Sjúkraskýrslur eru þó í hefðbundnu formi. Röntgentæki eru á stöðinni frá 1983 til útlimamyndatöku svo og öll nauðsynlega lækningatæki og áhöld. Bæði hefur heilsugæslustöðin sjálf keypt tæki og svo hafa kvenfélögin í héraðinu, Rauðakrossdeild Árnessýslu, Krabbameinsfélag Árnessýslu, Lion- og Kiwanisklúbbar í héraðinu og Zontaklúbbur Árnessýslu gefið stöðinni tæki og áhöld, sumt stórgjafir, og þannig sýnt mikinn áhuga og skilning á góðri heilbrigðis- þjónustu í héraðinu. Lyfjabúr er í heilsugæslustöðinni sem læknar eiga og reka og er því í raun alltaf opið. Skólaeftirlit, heilsuverndarstörf og fræðsla er snar þáttur í starfsemi stöðvarinnar og krabbameinsskoðun kvenna er árlega. Ljósmóðir annast mæðraskoðun og hún og hjúkrunarfræðingur sinna ungbarnaeftirliti að mestu, en svo til allar konur fæða böm sín á Selfossi eða í Reykjavík. Skráðar komur á stöðina samkvæmt samskipta- seðlum voru alls 5207 árið 1993. Heimahjúkrun hefur farið vaxandi á síðari árum. Er hún undir yfirstjórn hjúkrunarforstjóra sem gegnir starfinu ásamt hjúkrunarfræðingi. Dvalarheimili fyrir aldraða er á Blesastöðum á Skeiðum og sérstakar íbúðir fyrir aldraða í þéttbýlisstöðum flestra hreppanna. Þá eiga hrepparnir aðild að hjúkrunarheimilinu Ljósheimar á Selfossi. Heilsugæslustöðinni tilheyra 3 íbúðarhús á staðnum fyrir báða læknana og hjúkrunarforstjórann. Lítil afleysingaíbúð fyrir starfsfólk er í einu þeirra. Hjúkrunarfræðingurinn að Laugarvatni er hinsvegar í leigufbúð. Sökum þrengsla á stöðinni verður rekstrarstjóri að vinna störf sín á heimili sínu og geyma þar öll gögn starfinu viðkomandi. Heilsugæslustöðin í Laugarási og aðrar heilsugæslustöðvar í Árnessýslu hafa samning við lögregluna um sjúkraflutninga. Hafa þau samskipti og framkvæmd flutninganna gengið vel og kostnaður heilsugæslustöðvarinnar af sjúkraflutningum ekki annar en hluti í stofnkostnaði sjúkrabifreiðar. Faglegri yfirtjórn heilsugæslustöðvarinnar er þannig hagað að heilsugæslulæknarnir Gylfi Haraldsson og Pétur Skarphéðinsson skiptast á stöðu yfirlæknis og er Gylfi það núna. Hjúkrunarforstjóri er Matthildur Róbertsdóttir, stjórnarformaður er Axel Árnason og rekstrarstjóri er Jón Eiríksson sem setti saman þennan pistil. Málning Hörpumálning Nordsjö Veggfóður og veggfóðurs borðar í miklu úrvali. Rósettu-og skrautlistar. Allt það nýjasta í dag VG Búðin Eyravegi 27 - 800 Selfoss Sími 98-23233 Barnavörur, kerrur, vagnar, rúm, dúkkur og bangsar. Brioleikföng HSK liðið á Landsmótinu að Laugarvatni í sumar. Leikskólinn íÁlfaborg fœr kastala. Kvenfélagið gafliann. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.