Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 21
Firmakeppni 11. júní 1994 Firmakeppni var haldin á vellinum við Hrísholt 11. júní og var smá uppákoma sama daginn í tilefni af „Ári fjölskylunnar". Þar mátti sjá hesta undir heybandi og krakka ríðandi á gæruskinni. Einnig var krökkum boðið að fara á bak og var teymt undir þeim sem þess þurftu með. Þessi samkoma var mjög vel auglýst og var leiðninlegt að ekki skyldu fleiri koma í Hrísholt þennan dag. Nokkrir knapar keppu sér í flokki og stóðu sig mjög vel. Gaman væri að sjá þá oftar á hestamótum. Firmakeppni Firma Barnaflokkur. 1. Aðalsteinn Kjóastöðum 2. Jón Gýgjarhólskoti 3. Garðyrkjustöðin Varmagerði Unglingaflokkur. 1. Félagsbúið Heiði 2. Tætaraþjónustan Kirkjuholti 3. Meðferðarheimilið Torfastöðum Fullorðinsflokkur. 1. Seiðaeldisstöðin Spóastöðum 2. Tamningastöðin Fellskoti 3. Ræktunarbúið Torfastöðum Keppandi Björt Ólafsdóttir á Mögnu Böðvar Stefánsson á Glóa Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir á Lit Fannar Ólafsson á Eldjárn Bryndís Kristjánsdóttir á Hrímni Birta Karlsdóttir á Plútó Ólafur Einarsson á Randalín María Þórarinsdóttir á Dropa Drífa Kristjánsdóttir á Hildisif Urslif fóru þannig. 1. Margrét Bóasdóttir á Geisla frá Bræðratungu 2. Þáll Skúlason á Skugga frá Fellskoti 3. Guðni Lýðsson frá Jarpi frá Torfastöðum 4. Gunnar Sverrisson á Nasa frá Fellskoti Ólafur á Randalín, María á Dropa og Drífa á Hildisif. Landgræðslufélag Biskupstungna Fyrsti aðalfundur Landgræðslufélags Biskupstungna var haldinn miðvikudaginn 19. október síðastliðinn. Þar kom fram að starf félagsins hefur verið blómlegt á fyrsta ári þess. Jafnvel veðráttan hefur verið félaginu hagstæð. í sumar var unnið við eftirtalin landgræðsluverkefni: Að kvöldi 29. júní var farið niður í Skálholtstungu með menn og tæki. Þar var dreift áburði, sáð melfræi og dreift úr rúlluböggum í fokgeilar. 1. júlí mættu galvaskir sauðfjárbændur með tæki sín til að bera á uppgræðsluna við Sandá. Fram til þessa hefur þessi áburðardreifing farið fram með flugvél Landgræðslunnar, en nú gerðu bændur þetta sjálfir. Framkvæmdin tókst með ágætum, og var 24 tonnum af áburði dreift á dagsstund. 3. júlí var farið með áburð, fræ og heybagga inn í Árbúðir. Þar var þessu dreift í rofabörð umhverfis húsið, og gekk þessi dreifing bæði fljótt og vel í yndislegu veðri. Auk þessa hafði félagið milligöngu um að unglingar í unglingavinnu unnu við landgræðslustörf á Haukadalsheiði og í Rótarmannatorfum. Okkur í Landgræðslufélaginu þykir orðið sýnt og Guðni Lýðsson á Haukadalsheiðinni. sannað að félagið er komið til að vera og ætlum við að nota veturinn til að kynna landgræðslu og undirbúa öflugt starf næsta sumar. F.h. stjórnar, Arnheiður Þórðardóttir. Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.