Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 4
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá aðstæðum og helstu viðburðum hér í sveit frá því liðinn var um hálfur mánuður af sumri og þar til liðið er álíka mikið á vetur. Veðurfar hefur verið milt allan þennan tíma. Gróður kom ekki sérlega snemma, en í hlýindum á miðju sumri var vöxtur bæði trjáa og grasa mikill. Tún gáfu góða uppskeru, matjurtir spruttu vel, úthagi varð loðinn og árssprotar trjáa og runna með því mesta, sem sést hefur. Berjaspretta var einnig góð. Tíð var fremur erfið til heyskapar nema fyrst í júlí, þar sem Bjartur ogfagur Tungnaréttardagur. þurrkar voru stopulir þó væta væri lítil. Margir náðu þó góðum heyjum, einkum þeir er byrjuðu snemma að slá og settu heyið í rúllur. Hátíð var í Reykholti um miðjan maí í tilefni af ári fjölskyldunnar. Þar var ýmislegt til sýnis og skemmtunar, og nutu þess margir enda veður blítt. Ferðamenn fjölmenntu um sveitina í sumar. Margir notfærðu sér tjaldstæði við Geysi, í Reykholti og í Laugarási en þar eru nú tvö slík. Annað íbúðarhús er risið í Brattholti og slík eru í byggingu á Efri-Reykjum og á f Hvað voru margartófur Furubrún. settará? Dýrleitarmenn lágu á 5 tófugrenjum í vor, 2 í Úthlíðarhrauni, 1 á Haukadalsheiði, 1 áTunguheiði og 1 í landi Spóastaða. í því síðastnefnda var lambshræ, sem benti til þess að þar væri bitdýr. Unnu þeir bæði fullorðnu dýrin og yrðlingana í því greni, en alls náðu þeir 7 fullorðnum dýrum og 28 yrðlingum. Fjárleitir á afrétt voru með sama sniði og undanfarin ár. I fyrstu leit var farið viku af september, og stóð hún í 7 daga í einmuna veðurblíðu. Eftirsafn var tveggja daga leit undir lok september. Hestar voru fluttir á kerrum inneftir og á milli leita eftir því sem hentaði. Veður var rysjótt og skyggni lélegt hluta þessara daga beggja, en 22 kindur fundust. Farið var í þriðju leit 8. október og leitað í viku, oft fremur slæmu veðri. Komið var með 4 kindur til Skálholtsbúðir og nýr skáli. Séra Sigurður Sigurðarson frá Hraungerði hlaut biskupsvígslu á Skálholtshátíð, en hann er orðinn vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi og er sestur að í Skálholti. Sólstofa hefur verið byggð við matsal í Skálholts- skóla og skáli reistur við Skálholtsbúðir. Félag kaþólskra leikmanna hefur látið hreinsa og endurnýja letrið á minnisvarðanum um Jón biskup Arason í Skálholti. Yleining h. f. reisti í vor sýningarhús við Lyngbrekku vegna væntanlegra þjónustuíbúða í Laugarási. Sýningarhús þjónustuíbúða. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.