Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 18
unglingalandsliðinu í borðtennis S til Irlands Þorvaldur Skúli Pálsson Dagbók sú, sem hérferá eftir, greinirfrá því þegar fjórir piltar úr Tungunum, þeirAxel Sœland, Guðni Páll Sœland, Ingimar Ari Jensson og dagbókarhöfundur fóru í keppnisferð með unglingalandsliðinu í borðtennis til Dublin á Irlandi í sumar. 29. júní Allir hittust við ÍSÍ kl. 5.30. Lagt var af stað til Keflavíkur kl. 5.50. Þegar þangað var komið uppgötvaðist að Gummi (Stephensen) varð tólf ára þennan dag og var honum færður forláta „Smarties“ pakki þegar inn í Fríhöfnina var komið. Flogið var til Heathrow kl. 8.05, en þar var beðið í fimm tíma. Þar sem ekkert var að gera þarna eyddu flestir tímanum á „Burger King“ staðnum, sem var þarna. Síðan var flogið af stað til Dublin kl. 17.00 og við komum á Háskólagarðinn kl. 18.40, en þar komu allir sér fyrir. 30. júní Allir voru vaktir kl. 9.00 og leiðin lá því næst niður í miðbæ, þar sem flestir eyddu talsverðum peningum. Reyndar er ekki mikið að segja um þessa bæjarferð nema það, að viðskiptin jukust til muna hjá „McDonalds". Við lögðum af stað til baka á háskólagarðinn um tvöleytið og þar tókum við létta æfingu. Unt kvöldið fóru allir í fótbolta, nema stelpurnar (auðvitað). l.júlí Dagurinn byrjaði á morgunleikfimi og síðan var tekin létt æfing. Mótið byrjaði með því að öll liðin kepptu við Englendinga, sem voru með sterkasta liðið á mótinu í öllum flokkum. Bestur árangur náðist í flokki 15-16 ára stráka, en sá leikur tapaðist 9-1. Hitinn þarna inni var mikill og rakastigið var um 70% og sást það glögglega á bolum keppenda. 2. júlí Liðakeppnin hélt áfram og elsta drengjaliðið náði besta árangrinum af íslensku liðunum, 2. sæti. Um kvöldið voru allir voðalega hressir og það minnisstæðasta sem gerðist þetta kvöld, var þegar skosku strákarnir komu út úr herbergi stelpnanna og sögðu sín á milli: „Durnped by the Icelandic girls!“ 3. júlí Dagurinn var undirlagður einstaklingskeppni, því liðakeppnin kláraðist deginum áður. Gummi (Stephensen) sigraði í sínum flokki og Olafur Rafnsson sigraði í sínum, í svokallaðri „consolation“ keppni, sem er sér keppni fyrir þá sem tapa í sínum fyrsta leik. 4. júlí Þá var komið að heimferðinni. Það var eiginlega svolítið skrítið veður, 26 stiga hiti og grenjandi rigning. Á leiðinni frá Dublin til Heathrow fengum við þennan dæmigerða enska morgunverð, þ.e. vel steikt beikon, skonsur, enska pylsu (vel feita) og blóðmör. Eg held að flestir hafi skilað matnum aftur ósnertum. Annars einkenndi ferðina hvað maturinn var ógeðslegur og það sást eiginlega hverjir voru Islendingar þarna, því við hömstruðum gos og súkkulaði, sem við tókum síðan með okkur upp á herbergi. En aftur að heimferðinni. Þegar á Heathrow var komið fóru allir í tollskoðun eins og vera bar og það merkilegasta við það var, að allt borðtennislím sem fannst var gert upptækt. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.