Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 15
ætla heföi mátt og ráðskonurnar voru mjög sælar yfir skipan mála. Eldhúsvagninn hafði verið skilinn eftir í Svartárbotnum en eldhúsaðstaðan í nýja Ferðafélagshúsinu var að þeirra sögn mikilu betri en í því gamla. Því undu allir glaðir við sitt farið var í heita pottinn og menn rökuðu sig og snyrtu. Næsta dag var snemma ræst eins og venjulega og voru allir komnir í hnakkinn rétt fyrir kl. 8:00 og farnir í leitir. Þetta var eini dagurinn sem þoka var í byrjun dags og er það reyndar alvanalegt að þoka sé í Hrauninu þegar lagt er upp frá Hveravöllum. Vaninn er að fjallmenn reyna að fylgjast að í gegnum Hraunið og tókst það svona nokkurnveginn í þetta sinni þótt illa sæist oft á milli manna. Ég lenti í vandræðum með fjallmann Tjarnar, ég hafði verið svo vitlaus að hafa hana ekki alveg við hlið mér en hún dróst stöðugt afturúr og stefndi stíft til vesturs hvernig sem ég reyndi að draga hana til mín. Ég var því fegin þegar ég frétti af því seinna að hún hafði flækst í veg fyrir vestanmennina og orðið samferða þeim fram í Gránunes. Um kvöldið hittust allir fjallmenn aftur í Að í Gránunesi. Frá vinstri: Geirharður, Magnús, Olafur, Kjartan, Brynjar, Guðmundur, Gústaf og Hákon. Svartárbotnum, en heldur var aumt að gleymst hafði að laga hestagirðinguna áður en farið var á fjallið svo ekki var óhætt að sleppa hestunum þar í nátthagann og varð því að hafa þá í þröngri girðingu og á gjöf þessa nótt. Miklar sögur fóru af hrotum Austurkróksmanna og hafði að sögn verið mikill hrotukór nóttina áður. Kviðu menn því talsvert fyrir komandi nótt og var rifist yfir tilvonandi svefnstæðum einstakra manna. Sumir töldu sig eiga sín bæli en þeir sem nýir voru vildu að sjálfsögðu ekki undirgangast slíkt. En allir náðu að sofna að lokum og ekki var ég vör við mikil eftirköst vegna næturhrotanna þessa nótt. Næsta morgun fóru flestir í áreið eins og venja er en þeir fjallmenn sem fara í Karlsdrátt og Hrefnubúðirnar fóru áleiðis í sína leit og riðu eins og leið lá vesturyfir afréttinn. Einnig yfirgáfu Hvítárnesmenn hópinn og riðu beint í sína leit en þeir smala Hvítárnesið strax og þeir ná þangað. Veðrið var yndislegt eins og fyrri daginn en mér finnst alltaf að á þessum degi ættu fjallmenn að fara lengra fram með féð en þeir gera margir hverjir því óneitanlega myndi það létta mikið á næsta degi og féð ekki renna eins hratt innúr eins og oft vill verða. Nú var kominn laugardagur og oft hefur það verið svo að fjallmenn eru sóttir heim af vinum úr byggð. Sá hópur sem kom nú var afskaplega hæverskur en nú brá svo við að fjallmenn gerðu sé glaðan dag með allskonar uppákomum. Fjallkongur okkar, Guðmundur Sigurðsson, sýndiá sér nýjar hliðar og var með tilþrif við að standa á höndum og tókst vel. Þetta hvatti ýmsa aðra til að sýna listir sínar og komu ýmsir fram á sjónarsviðið með hæfileika sem þeir höfðu ekki verið að flagga áður. Menn stóðu á höndum og glímdu en ekki var það alltaf jafn leikur og voru ýmsar afleiðingar eins og sennilega rifbeinsbrot og þessháttar þótt flestir hafi farið sæmilega útúr leiknum. En gleðin og kátínan réði ríkjum og var þetta mjög skemmtileg tilbreyting frá því sem áður hefur sést á fjallinu eftir að ég fór að njóta þeirra ferða. Nú kom sunnudagurinn en frost varfarið að valda vandræðum með vatnið í krönum og dælu. Ekki var það þó stórvægilegt og tók Loftur að sér að sjá um það mál. Komu menn sér sem endra nær brátt í hnakkinn og farið var í áreiðina. Einn fjallmaður var kominn með hita svo hann ákvað að koma hestunum sínum að Hvítárbrúnni en þar tók Loftur hann í bakaleiðinni eftir að hafa farið með vistir í Hagavatnshúsið fyrir þá fjallmenn sem skyldu nátta þar næstu nótt, en það voru Guðmundur (Bóbó), Valgeir og Hannes sem fóru með Sandvatnshlíðinni þennan dag. Enn brást veðrið ekki og var farið sem leið lá yfir Hvítárbrú með allt safnið og síðan fram með Bláfellinu. Þennan dag er smalaður Bláfellshálsinn að norðanverðu og eins er farið inní Jökulkrók. Þegar öllu safninu hefur verið komið fram fyrir Miklagil er snúið til baka og riðið að Hvítárbrúnni og hestarnir skildir eftir þar yfir nóttina en fjallmönnum Guðmundur á höndum. Olafur og Sigurjón fylgjast spenntir með. Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.