Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 11
Frá Búnaðarfélagi Biskupstungna ^HÍV Búnaðarfélagið okkar Tungnamanna hefur lifað tímana tvenna, eða heil 108 ár. Það er eitt af elstu búnaðarfélögum á landinu og jafnframt eitt af þeim stærstu. Þrátt fyrir aldurinn er það síungt. Það þarf ekki að fjölyrða um hvað framfarir og byltingar í landbúnaði hafa verið miklar frá stofnun félagsins, sem í upphafi hét reyndar Jarðabótafélag Biskupstungnahrepps og var stofnað 7. júní 1886 að Vatnsleysu. Stofnfélagar voru 31. Fyrsti formaður félagsins var séra Magnús Helgason á Torfastöðum. Til margra ára var mest áhersla lögð á jarðræktarmálin, og hefur félagið haft yfir að ráða nokkuð fjölbreyttum tækjaflota til þeirra verka. Á þessu ári varð breyting á tækjarekstri félagsins. Óskað var eftir tilboðum í jarðtætingu, og var tilboði Benedikts Skúlasonar tekið. í framhaldi af því var dráttarvél félagsins seld ásamt tætaranum. Ekki sást grundvöllur fyrir endunýjun. Nú á síðari árum á tímum samdráttar, samfara auknum kröfum um þekkingu, hefurfélagið snúið sér meira að fræðslu og menningarmálum. Þar ber hæst heimildarkvikmyndin um Biskupstungur, sem gefin var út í tilefni af aldarafmæli félagsins árið 1986. Haldnir hafa verið fræðslufundir um ýmis mál Svavar, Gunnar og Kristófer. er snerta landbúnaðinn. Þörf á uppfræðslu bænda hefur aldrei verið meiri en nú. Slíkir eru breytingatímarnir. Þegar þetta er ritað standa fyrir dyrum miklar breytingar á félagskerfi bænda. Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda munu verða að einum heildarsamtökum bænda. Vonir standa til að þessi sameining verði bændum og landbúnaði til hagsbóta. Búnaðarsambönd og búgreinasamtök munu eiga aðilda að þessum samtökum og kjósa þau sína fulltrúa á þing samtakanna. Mörgum verður tíðrætt um framtíð búnaðarfélaga hreppanna. Sumum finnst þeirra ekki þörf lengur og búgreinafélög geti tekið við hlutverkum sem þeim er ætlað að sinna. Öðrum þykir sameining búnaðarfélaga á stóru svæði æskileg og enn öðrum þykir ekki þarft að breyta þeim að neinu leyti og líta jafnvel á búgreinafélög sem hinn mesta óþarfa. Búgreinafélög eru vafalítið komin til að vera. Þau hafa skapað sér ákveðinn sess, en það þarf ekki að þýða að hreppabúnaðarfélög séu feig. Sá sem þetta ritar er þeirrar trúar að bæði félagsformin eigi rétt á sér. En því er ekki að neita að hlutverk búnaðarfélaga er rýrara en það var þegar landbúnaður var í uppsveiflu. Og vera má að einhverja spennu vanti umhverfis þennan félagsskap til að draga betur að. Fyrir þremur árum eignaðist félagið drjúgan hlut í Yleiningu h. f. Framleiðnisjóður lagði fram fjármagn með eflingu atvinnulífs í huga. Nú er félagið stærsti hluthafinn og á það jafnframt stjórnarformanninn. í vetur mun félagsstarfið verða með svipuðu sniði og áður. Við munum halda okkar árlegu kvöldvöku nokkrum vikum fyrir jól og við reiknum með að fá einhverja fróða menn í heimsókn eftir áramót og aftur fyrir vorið. Einnig höfum við hug á að efna til ferðalags á útmánuðum, en það verður nánar kynnt síðar. Núverandi stjórn Búnaðarfélags Biskupstungna er þannig skipuð: Gunnar Sverrisson í Hrosshaga, formaður, Svavar Sveinsson á Drumboddsstöðum, gjaldkeri, og Kristófer Tómasson í Helludal, ritari. Góðir Tungnamenn ! Munið eftir búnaðarfélaginu ykkar. Það mun áfram kappkosta að sinna sínu fólki. Með von um snjóléttan og farsælan vetur! Fyrir hönd stjórnar. Kristófer Tómasson. Séra Magnús Helgason á Toifastöðum. Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.