Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 14
FJALLFERÐ 1994 Undanfarin ár hefur oftast verið farið af stað í fyrstu leit á miðvikudegi í fyrstu viku septembermánaðar. Þannig var það líka nú og lögðu flestir af stað á miðvikudagsmorgni frá Kjóastöðum og var ferðinni heitið í Árbúðir. Óhætt er að segja að íhaldssemi fjallmanna er ekki ýkja mikil því undanfarin ár hefur það færst í aukana að fjallmenn tygja sig fyrr til fjalls og taka sér þannig lengri tíma til að komast í fyrsta áfanga. Því höfðu einir 6 fjallmenn farið deginum áður í Fremstaver og urðu samferða okkur hinum á miðvikudeginum frá Geirsflöt en hún er á Bláfellshálsi ofan við Fremstavershúsið. Farið var sem leið lá frá Kjóastöðum í Hólahagana og þar var fyrsta áning eins og venja er. Síðan var farið um Selhagana og stoppað í sömu torfunni og alltaf er gert og sprett af hestunum. Leiðir fjallmanna skildust smáspöl frá línuveginum í Selhögunum en þá vildu sumir fara hefðbundna leið gegnum urð og grjót en aðrir vildu nota línuveginn og fóru sem leið lá á akveginn í átt að Sandánni. Eyja og Rúna ganga frá eftir kvöldmatinn í Árbúðum. Áð var við Sandá, sprett af hestum og mannskapurinn fékk sér snæðing. Venjulega hafa Loftur, Eyja og Rúna verið með trússið um sama leyti og fjallmenn við Sandána en nú bar svo við að þau voru farin framhjá, enda e.t.v. ekki skrýtið þar sem Vilborg og Gústaf Loftson höfðu farið af stað deginum áður og voru því með hestana í Fremstaveri. Þegar farið var um Brunnalækina hittum við Guðjón á Tjörn (þótt e.t.v. ætti ég nú að kenna hann við Tjarnarkot) en hann var að fara með fjallmann sinn hana Sigrúnu og hestana hennar í Fremstaver. Ekki hafði Guðjón góðar fréttir að færa en illa hafði farið þegar Sigrún fór á bak hesti sínum og endaði það með því að hún meiddist á hendi. Litli - Bergþór 14 --------------------- Riðið var sem leið lá um Bláfellsháls en nú fóru menn að dragast afturúr enda pelinn farinn að sjást oftar en fyrr um daginn. Við Hvítárbrú fór hópurinn að dreifast meir en áður og voru fjallmenn því að tínast að Árbúðum í eina tvo til þrjá klukkutíma. En allir komu þeir að lokum, mishressir þó. Loftur Jónasson sér jafnan um að ræsa mannskapinn og var farið úr koju kl. 6 næsta morgun. Loftur er harður húsbóndi að þessu leyti og sér til þess að fjallmenn komi sér af stað í býtið á morgnanna. Það dugar því ekki að drolla. Nú var skipt í leitir og stór hluti hópsins a.m.k. 8 manns var sendur í Austurkrókinn. Austurkróksmenn nátta í Svartárbotnum næstu nótt og leita í eystri kanti afréttarins. Þeir sem lengst fara komast alla leið inn í Jökulkrók þennan daginn. Margeir hefur séð um þennan hluta leitarinnar undanfarin ár og svo var einnig nú. Með honum fóru Sirry, Jakob, Valgeir, Hannes, Gísli frændi, Sigurjón Sæland og Fjalar bróðir minn. Ekki segir meir af Austurkróksmönnum fyrr en við hittum þá næsta kvöld. Svo fórum við hin af stað en ekki er okkur skipt í leitir fyrr en við Þverbrekknaverin. Sumir fóru í Þverbrekkurnar og síðan héldu þeir til Hveravalla og smöluðu þar. Aðrirfóru í Fögruhlíðina og smöluðu vestan við Fúlukvísl á leið sinni norður og svo fór fjórði hópurinn í Þjófadalina. Þegar lagt var af stað um morguninn var kalt en bjart og varð veðrið yndislegt þegar leið á daginn. Útsýnið var alveg stórkostlegt og varla skýjabakka að sjá. Reyndar fengum við sama veðrið alla daga fjallferðarinnar og varð þetta því ógleymanleg fjallferð hvað þetta varðar. Ég hef sjaldan séð eins víða yfir dag eftir dag á Kili og nú. Ég var í Þjófadalahópnum ásamt Brynjari, Guðmundi (Bóbó), Þorsteini, Ásu á Litla-Fljóti, Gústaf og Hákoni. Ekki var margt fé í Dölunum og smalaðist vel. Þá þótti okkur við hæfi að hinkra eftir Fögruhlíðarmönnum en ekki bólaði á þeim svo við hættum að bíða. Reyndar vorum við farin að halda að biðin yrði löng enda hafði Jóhanna eiginkona Einars heitins Þórs sent með Fögruhlíðarmönnum heila flösku af koniaki sem drekka átti Einari til heiðurs, enda var hún viss um að hann væri einhversstaðar með á fjallinu, sennilega ríðandi á Gými sínum. Var því riðið sem leið lá yfir Þröskuld um Stélbratt og til Hveravalla en Fögruhlíðarmenn komu stuttu seinna. Og nú kom nýtt uppá teninginn. Fjallmenn urðu frá að hverfa er þeir ætluðu að koma sér fyrir á sínum gamla stað í sínum bælum, en verið var að innrétta gamla Ferðafélagshúsið og því ekki hægt að sofa þar. Ekki olli þetta eins mikilli óánægju eins og

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.