Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Ný hreppsnefnd tók við stjórn hreppsins eftir kosningarnar í vor en niðurstaðan var að K listinn hélt meirihluta og fékk 169 greidd atkvæði en H listinn fékk 120 atkvæði. Hlutföll breyttust því í hreppsnefndinni og er K listinn nú með 4 kjörna fulltrúa en H listinn með 3 fulltrúa. Fyrsta mál nýju hreppsnefndarinnar var að kjósa sér oddvita og fékk Gísli Einarsson 4 atkvæði í oddvitasætið en Sveinn A. Sæland 3 atkvæði. Gísli er því réttkjörinn oddviti næsta kjörtímabil. Kosið var í nefndir á fyrsta hreppsnefndarfundi og eru þær sem hér segir en breyting hefur orðið á nokkrum nefndum svo sem byggingarnefnd og barnaverndarnefnd síðan í sumar er svæði þeirra var stækkað og eru þær nefndir því nú sameiginlegar fyrir eina 8 hreppa: Rekstrarnefnd breyttist í júlí þegar Ijóst var að Unnar Þór Böðvarsson flytti úr sveitinni en hann var einnig kjörinn fulltrúi hreppsins í ferðamálaráði. Nefndirnar eru skráðar hér eins og þær eru nú í nóvember eftir þær breytingar sem urðu í sumar. Ákveðið var að stofna hreppsráð en það hefur það hlutverk að funda á milli hreppsnefndarfunda og taka minniháttar ákvarðanir. Hreppsráð tekur líka til afgreiðslu mál sem afgreiða þarf fljótt. Hreppsnefnd getur jafnframt vísað málum til hreppsráðs til afgreiðslu þar. Hreppsráð er skipað 3 fulltrúum úr hreppsnefnd. Eitt fyrsta verk nýrrar hreppsnefndar var að vinna og afgreiða nýja samþykkt um stjórn og fundarsköp hreppsins og var því verki lokið í júlí ef ég man rétt. Jafnframt var útbúin verklýsing fyrir flestar nefndir hreppsins og hefur oddviti komið þeim til skila til þeirra nefnda sem komið hafa saman fram til þessa, en samkvæmt nýju fundarsköpunum er það hlutverk hans að ka.lla nefndirnar saman til fyrsta fundar. Nefndir á vegum hreppsins. Hreppsráð: Skoðunarmenn Gísli Einarsson, form. K hreppsreikninga: Svavar Sveinsson K Þorfinnur Þórarinsson K Drífa Kristjánsdóttir H Sverrir Gunnarsson H varamenn: varamenn: Guðmundur Ingólfsson K Hólmfríður Ingólfsdóttir K Sveinn A. Sæland H Gylfi Haraldsson H Skólanefnd: Leikskólanefnd: Guðm. Ingólfs. form. K Margeir Ingólfs., form. K Bjarni Kristinsson K Elínborg Sigurðardóttir K Páll M. Skúlason H Steinunn Bjarnadóttir H varam. varamenn: Guðrún S. Paulsen K Oddný Jósepsdóttir K Guðrún Ólafsdóttir K Ásrún Björgvinsdóttir K Margrét Baldursdóttir H Sigrún Reynisdóttir H Svæðisbygginganefnd: Brunavarnanefnd: Kristinn Antonsson K Benedikt Skúlas. form. K Jens P. Jóhannsson H Loftur Ingólfsson K varam. Ragnar Lýðsson H Björn Sigurðsson K varamenn: Rekstrarnefnd: Bjarni Kristinsson K Gunnar Ingvarsson K Gísli Einarsson form. K Gunnar Sverrisson H Guðmundur Sigurðsson K Drífa Kristjánsdóttir H Veitunefnd: (vatnsveita) varamenn: Guðm. Ingólfs, form. K Þórarinn Þorfinnsson K Ágústa Ólafsdóttir K Jens P. Jóhannsson H Gústaf Sæland H varamenn: Kristinn Antonsson K Hákon Páll Gunnlaugss.K Margrét Baldursdóttir H Atvinnumálanefnd: Svavar Sveinss., form. K Renata Vilhjálmsdóttir K Kristófer A. Tómasson H varamenn: Loftur Ingólfsson K Þorfinnur Þórarinsson K Ragnar Lýðsson H Kjörstjórn: Sigurður Erlendsson K Jón Karlsson K Sigríður J. Sigurfinnsd. H varamenn: Sveinn Skúlason K Gústaf Sæland H Stjórn Hitaveitu Laugaráss: Hörður V. Sigurðs. form.K Gísli Einarsson K Benedikt Skúlason K Jens P. Jóhannsson H Ingólfur Guðnason H varamenn: Sveinn Kristinsson K Ómar Sævarsson K Páll M. Skúlason H Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.