Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 8
Heilsugæslustöðin í Laugarási í Biskupstungum Jón Eiríksson Vorsabæ. Heilsugæslustöðin í Laugarási stendur neðst í landi jarðarinnar Laugaráss í Biskupstungum eða niður við Hvítá. í Laugarási hefur myndast nokkurt þéttbýli sem byggist á ylrækt frá miklu hverasvæði á staðnum. Þar er líka mikil trjárækt og rná geta þess að þar eru mestu asparskógar landsins og var einn læknanna í Laugarási þar brautryðjandi. Jörðin er miðsvæðis í læknishéraðinu og samgöngur greiðar á allar áttir þótt nokkuð vanti á vegabætur, sérstaklega í nágrenninu, en vonir standa til að þeir vegir verði endurbyggðir og lagðir bundnu slitlagi á næstu tveimur árunt. Heilbrigðisþjónusta í uppsveitum Arnessýslu hefur verið að þróast og eflast allt frá árinu 1899 að stofnað var þar læknishérað, Grímsnesslæknishérað, með lögum frá Alþingi. Læknir var lengi einn í héraðinu en árið 1971 urðu þau tímamót að þar fékkst stofnuð læknamiðstöð með stöðu tveggja lækna og hjúkrunarkonu. Með lögum frá 1973 um heilbrigðisþjónustu verður svo læknamiðstöðin að Heilsugæslustöð, H - 2 stöð, og árið 1978 fékkst stofnuð H-stöð, heilsugæslusel að Laugarvatni. Læknishéraðið náði í upphafi yfir sömu 6 hreppana og nú eða Skeiða-, Gnúpverja-, Hrunamanna-, Biskupstungna-, Grímsness-, og Laugardalshrepp. íbúafjöldi í þessum sveitum var 2264 hinn 01.12. '93. I þessum sveitum er mesta sumarhúsabyggð landsins eða 2000 bústaðir í árslok ’93. Má segja að um hverja helgi séu þjóðflutningar austur og í þessi sumarhús. Um þessar sveitir eru einnig einhverjar fjölmennustu ferðamannaleiðir landsins svo sem að Gullfossi og Geysi. Margt af þessu fólki leitar sér læknishjálpar í Laugarási og hefur því álagið á lækna og annað starfsfólk aukist mikið síðustu árin. Auk þessa þjónar stöðin skólunum að Laugarvatni en þar er H-stöð eins og áður er getið. Þar er hjúkrunarfræðingur búsettur og í fullu starfi en læknar frá móðurstöðinni hafa þar viðtalstíma tvisvar í viku fyrir skólanemendurna og fólk úr nágrenninu. Núverandi húsnæði heilsugæslustöðvarinnar er að stofni til frá 1965 þegar lokið var byggingu læknisbústaðar með sambyggðri lækningaálmu. Lækningaálman var stækkuð 1972 en húsnæðið er þó aðeins 126 m2 alls. Með vaxandi aðsókn og þjónustu stöðvarinnar er hún fyrir löngu búin að sprengja utan af sér húsnæðið enda hefur stjórn hennar sótt um fé til Alþingis sl.10 ár til að byggja nýja heilsugæslustöð. Hefur það borið árangur því að fjárveiting hefur fengist sl. 2 ár Munu byggingaframvæmdir hefjast á næsta ári en samþykktar teikningar liggja fyrir og verkið er tilbúið til útboðs. Það er Geirharður Þorsteinsson arkitekt sem teiknar þessa nýju stöð og hún er 521 m2. Fast starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar er alls 11 manns. I fullu starFi eru 2 heilsugæslulæknar, hjúkrunarforstjóri, hjúkrunarfræðingur á Laugarvatni og læknaritari. Þá er hjúkrunarfræðingur í 60% starfi og sinnir aðallega heimahjúkrun en meinatæknir, ljósmóðir og rekstrarstjóri eru í hálfu starfi. Eru þetta 7.1 stöðugildi. Þá eru 2 ræstingakonur í hlutastarfi. Þrátt fyrir mikil þrengsli veitir heilsugæslustöðin alla þá læknisþjónustu sem henni ber. Sérfræðiþjónusta er þó sótt á Selfoss eða til Reykjavíkur en nálægðin við þessa staði og góðir vegir veita mikið öryggi þegar alvarlega sjúkdóma ber að höndum eða stórslys. Heilsugœslustöðin frá 1965 og 1972. Stöðin er opin 5 daga vikunnar en læknar sinna til skiptis bráðatilvikum um helgar svo og hjúkrunarfræðingurinn að Laugarvatni. Rannsóknarstofa er í stöðinni, vel búin tækjum. Má þar nefna mei nefnafræðitæk i ( Reflotron þurrkemíu- tæki) og blóðmeinafræðitæki frá Swelab (Haematologin- tæki). Heilsugæslustöðin á tölvu þar sem skráðar eru ýmsar upplýsingar. Sérstakt forrit er fyrir rannsóknarstofuna og vinnur tölvan rannsókna- og Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.