Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.1994, Blaðsíða 20
Logafréttir „HÁSKAREIГ Páskareið Hestamannfélagsins Loga var farin laugardaginn fyrir páska. Safnast var saman við Tungufljótsbrýrnar bæði gömlu og nýju. Þeystu hóparnir svo hvor á móti öðrum þar til þeir mættust á Grænumýri, norðan við Borgarholtsfjallgarðinn. Gekk á með slydduéljum en reiðfæri var gott. Sneru þá uppsveitarmenn við og riðu allir upp á skeiðvöll. Þar var hestunum gefið hey en fólkinu kakó og samlokur. Virtust allir ánægðir með góðgerðir. Því næst var haldið upp að gömlu brú þar sem leiðir skildu; sumir þurftu að komast í fjós en aðrir héldu áfram gamla hringinn, jafnvel fleiri en einn. Áður en leiðir skildu var stansað góða stund og sungið a.m.k. einu sinni „Senn er klukkan orðin átta, Kristján í Stekkholti" og þar fram eftir götunum. „SUMARREIГ Útreiðartúr sumarsins var svo sunnudaginn 28. ágúst. Sveinn í Bræðratungu var búinn að lofa að leiðbeina fólkinu út í Tungueyju. Þangað er nokkuð vandratað og auðvelt að lenda á hrokasund fyrir þá sem ekki þekkja vaðið. Fólk stefndi semsagt til Bræðratungu í blíðskaparveðri. Riðið var suður hjá Hvítárbakka og áfram bakkana og yfir fjórar kvíslar. Tvær af þeim voru hæfilega djúpar til þess að fólk fengi að ríða vatn. Eldri og reyndari hundar þurftu að hugsa sig vel um hvar þeir næðu að synda yfir án þess að lenda úti í Tungufljóti. Sveinn kom þessu samt öllu heilu og höldnu fram og til baka. Reiðfæri er þarna afbragðsgott, harðir sandar og bakkar. Farið var hring um eyjuna og stansað á nokkrum stöðum. Veður og skyggni var eins og áður sagði afbragðs- gott og gaman að sjá gömlu slægjulöndin og ótrúlega víðsýnt er til allra átta. Þegar sunnanað var komið stóð til að ríða um hagana í Tungu. Kvað þá Sveinn uppúr með það að ekki væri við hæfi að fólk krossriði um hlaðið án þess að koma í bæinn. Var því öllum hópnum boðið til stofu, u.þ.b. 30 manns. Þar hafði húsfrú Sigríður tilbúna veislu og var þar öllum veitt af mikilli rausn, sem fólk kunni vel að meta eftir heilmikið ferðalag. Því næst var komið að því að halda í Grænaskarð (líklega þekktasta fjárhúsnafn í sveitinni). Þar var stansað og litast um. Sveinn lýsti því sem fyrir augu bar og leysti greiðlega úr spurningum sem áður. Því næst var haldið í norður upp á Hlíð og komið á kirkjugöturnar frá Drumboddsstöðum. Stansað var nokkrum sinnum og horft yfir Kópsvatnseyrar og miklar víðáttur. Því næst var haldið upp að Bergsstaðamörkum. Þar sneri Bræðratungufólk við og var því þökkuð ánægjuleg samfylgd. Síðan var farið upp með Ásgeirsholti og vestur Bergstaðaafleggjara þar til komið var á Tunguhverfisveginn. Þaðan fór hver heim til sín og kann ég þessa sögu ekki lengri. Helga Karlsdóttir. Logareið í Tungueyju. Allar tryggingar á einum stað - í traustu félagi w Austurvegi 10 - 800 Selfossi - Sími 22226 - Fax 22836 Umboðsskrifstofur: Unubakka 4 Þorlákshöfn, - Reykjamörk 1 Hveragerði - Galtafelli Hrunamannahrepp Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.