Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 4
Formannsspjall Að venju stóð Ungmennafélag Biskupstungna ásamt Kvenfélaginu fyrir veitingasölu í Tungnaréttum og gekk salan ágætlega. Veður var gott og margt var um manninn. Aðstaðan við réttirnar hefur batnað þ.e. að bílastæðum var fjölgað með því að leggja á túnið og veitingatjaldið staðsett þar einnig. Hreinlætisaðstaðan er nú til fyrirmyndar, en á þessu svæði hófu bændurnir á Heiði ferðaþjónustu í sumar. Ungmennafélagið stóð fyrir göngudegi í Haukadalsskógi 7. okt og fengum við Böðvar Guðmundsson hjá Suðurlandsskógum til liðs við okkur. Hann gjörþekkir skóginn og fræddi okkur um sögu skógarins, sem skartaði sínum fallegu haustlitum. Að venju hefur íþróttadeildin skipulagt æfingar í íþróttahúsinu fyrir unga sem aldna og hvatt íbúa sveitarinnar til hollrar hreyfingar. Nú í haust eru þau tímamót, að það hús sem olli miklum straumhvörfum fyrir Ungmennafélagið svo og aðra félagastarfsemi hér í sveit, er 40 ára„ það er félagsheimilið Aratunga. Fyrir starfsemi ungmennafélagsins hlýtur Aratunga að hafa verið mikil bylting, s.s.til leiklistar, íþrótta, funda- og félagastarfsemi, en þar sem ég er barn ungur maður og veit að afmælinu verða gerð góð skil 1. des. hætti ég mér ekki lengra en þakka fyrir hönd Ungmennafélagsins framsýni þess fólks sem að byggingu þessa húss kom. Lesendum óska ég gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Guttormur Bjarnason. Frá ritnefndarfulltrúa Litla-Bergþórs: Eg hefnú starfað í 13 ár í ritnefnd Litla-Bergþórs og haft afþví mikla ánœgju. Blaðið hefur tekið miklum breytingum á þessum árum, tœknin varð stöðugt fullkomnari, og við reyndum affremsta megni að tileinka okkur hana og halda sjó. Margir spáðu heldur illafyrir blaðinu þegar verið var að tœknivœða það, töldu tœknina flókna og að fólk myndi ekki endast við verkefinð. Þær úrtölur hafa verið mér áminning og m.a. haldið mér við efnið, auk ánœgjunnar afþví samstarfi sem ég hefnotið við við aðra ritnefndarfulltrúa þessi 13 ár. Ritnefndin hefur haldist óbreytt í mörg ár og þykir ýmsum nóg um, og sum okkar haldi offast í sœti okkar. Eg er búin að sitja lengst og því er mál til komið að víkja og breyta til. Fyrir ári síðan misstum við einn ritnefndarfulltrúann úr nefndinni en þá náðist ekki aðfylla sœti hennar og því hefur ritnefnd Litla-Bergþórs ekki verið fullskipuð við útgáfu þriggja síðustu blaða. Eg sagði í byrjun þessa árs að ég œtlaði að hœtta í ritnefndinni, að útgefnum þremur blöðum og vonaði að einhver sýndi því áhuga að lœra tœknina og tæki íframhaldinu við þeim þœtti blaðaútgáfunnar. Nú er minn tími að renna út og því skora ég á áhugasama að bjóða sigfram í ritnefndarstörf. Blað eins og Litli-Bergþór mun staðna og eldast ef nýtt blóð og ungur andifœr ekki pláss. Ég vil gjarnan hjálpa fólki, að lœra það, sem ég kann, og mér er í mun að blaðið haldi sjó, eflist og dafni og verði áfram stolt Ungmennafélagsins og Biskupstungnahrepps. Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum. /--------—------------—-------------------------------------------------------^ Fallegt úrval af allskonar skreytingum og gjafavörum. s_____________________________________________________________________________./ Íþróttahátíð H.S.K. Herdís Anna, Ástrún og Aðalheiður. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.