Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 9
Frá íþróttadeild U.M.F.B Vetrarstarf íþróttadeildar Umf. Bisk hófst í lok september. Þá var búið að ráða þjálfara í nokkrar greinar. Eftirfarandi greinar er boðið uppá í vetur: Frjálsar íþróttir; þar sem mikil ásókn var í þessa grein var hópnum skipt í tvennt. Yngri hópurinn eru börn úr 1. - 3. bekk og æfa þau á miðvikudögum. Eldri hópurinn er fyrir börn úr 4. - 8. bekk og æfa þau á mánudögum. Iðkendur eru um 36. Þjálfari þessara hópa er Kristjana Pálsdóttir. Fótbolti: Einnig var góð skráning í fótboltann og hópnum því skipt í tvennt. Yngri hópurinn eru börn úr 1. - 6. bekk og eru æfingamar á fimmtudögum. Eldri hópurinn er fyrir 7. - 10. bekk og eru æfingar á fimmtudögum. Iðkendur eru u.þ.b. 33. Þjálfari þessara hópa er Karl Karlsson. Handbolti: Nú var boðið uppá handbolta í fyrsta sinn. Það eru strákar úr 5. - 10. bekk sem sækja þessar æfingar á fimmtudögum. Iðkendur eru um 15. Þjálfari þessa hóps er Karl Karlsson. Íþróttahátíð H.S.K. Allir sem tóku þátt í héraðleikjunum 11 ára og yngri fengu pening. Hjalti Pétur o.fl. með sinn. Badminton: Á mánudögum mæta 10 - 12 ára börn á badminton æfingar. Iðkendur eru um 17. Þjálfari þessa hóps er Ragnar Sær Ragnarsson. Glíma: 10 (mættu vera fleiri) galvösk börn æfa glímu. Þjálfari þeirra eins og undanfarin ár er Helgi Kjartansson. Fimleikaæfingar hefjast síðan eftir áramót og verður Íþróttahátíð H.S.K. Herdís Anna í langstökki. þátttakan vonandi jafngóð og í fyrra. Þjálfari verður Freydís Örlygsdóttir. Sund- og körfubolti eru ekki á dagskrá í vetur þar sem ekki fékkst þjálfari! Stjórnin fór á stúfana strax í haust til að verða sér úti um nýja félagsbúninga. Ákveðið var að breyta aðeins til frá hefðbundnum galla, og finna fatnað sem gæti nýst sem best og flestum þætti gott að ganga í. Fyrir valinu varð fatnaður frá Adidas, þ.e. bláar buxur, bómullarpeysa eða flíspeysa. Fólk gat valið á milli tveggja lita á peysunum. Einnig voru bláir bolir í boði. Fatnaðurinn var síðan merktur með Ungmennafélagsmerkinu og gátu þeir sem vildu einnig fengið nafn sitt áprentað. Félagsbúningarnir voru síðan afhentir í lok október. Mikið var pantað af félagsbúningum og er það von okkar að sem flestum líki vel! Enn vantar sjálboðaliða til að taka sæti í körfuboltanefnd og eru allar ábendingar í nefndina vel þegnar!!! Bingó íþróttadeildarinnar var haldið 18. október í Aratungu. Ýmsir veglegir vinningar voru í boði s.s. GSM sími, myndavél, geislaspilari, jólahlaðborð á Geysi, æfingagalli ofl. ofl. Aðalvinningurinn var Danmerkurferð að verðmæti kr. 86.000.-. Sá heppni sem hreppti að alvinninginn var Sævar Örn Grímsson á Syðri-Reykjum. Við viljum nota tækifærið og þakka sveitungunum góðar móttökur þegar félagar í Ungmennafélaginu söfnuðu fyrir vinningum. Fyrir hönd stjórnar íþróttadeildar, Mlúrverk Flö'tuslípun Hellulagnir Flísalagnir Leiga á jarðvegsþjappu Leiga á vinnupöllum Leiga á slípivél Símar 4BG 8718 ag Helgi Árnason múrari Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.