Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir 3. Sameining sveitarfélaganna taki gildi 9. júní 2002. 4. Hið nýja sveitaifélag skal taka yfir allt það landsvœði sem nú tilheyrir áðurgreindumfjórum sveitarfélögum. 5. Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra þessum fjórum sveitarfélögum skulufalla til hins nýja sveitaifélags. 6. Skjöl og bókhaldsgögn sveitaifélaganna fjögurra skulu afhent hinu nýja sveitarfélagi til varðveislu. 7. Verði sameining samþykkt skal mynduð framkvœmdanefiid er vinni að undirbúningi sameiningarinnar. M.a. skal framk\’œtndanefndin vinna eða láta vinna úttekt á skólamálum og skipulagi þeirra í nýju sveitarfélagi og gera tillögur að skipulagi stjórnsýslu og nýtingu mannvirkja. Það er sameiginlegur skilningur samstarfsnefndarinnar að bœta þarf húsnœðismál grunnskólanna til að byggja upp betri þjónustu og staifsaðstöðu fyrir nemendur og kennara. Ljóst er þó að öllum slíkum áformum verður aðfresta vegna sameiningarinnar og vœntanlegrar úttektar. 8. Samþykki íbúar í 2/3 hlutum sveitaifélaganna þar sem búa 2/3 hlutar íbúanna sameininguna, munu sveitarstjórnir þeirra sveitaifélaga taka ákvörðun um sameiningu þeirra án atkvœðagreiðslu. Hreppsnefnd fjallaði um tillöguna og er hlynnt innihaldi hennar og að stefnt verði að sameiningar- kosningu 10. nóvember n.k. Vinna fer að hefjast vegna útgáfu kynningarefnis og er stefnt að kynningarfundum í öllum sveitarfélögunum í október. Sú kynning verður í höndum samstarfsnefndarinnar. Samþykkt að boða til aukafundar í hreppsnefnd miðvikudaginn 19. september 2001, kl: 16:00, vegna síðari umræðu um sameiningu sveitarfélaganna eins og lög gera ráð fyrir. Hreppsnefnd ítrekar afgreiðslu um að frístundasvæðið Iðavellir, Haukadal, er fyrir utan friðlýst svæði Nátturuverndar (737) og að samkvæmt afgreiðslu hreppsnefndar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2000-2012 á frístundasvæðið að vera laust við hverfisvernd enda er svæðið utan votlendis og sveitarstjórn samþykkt umrætt svæði sem frístundasvæði. Mörk svæðisins liggja samsíða raflínu sem liggur sunnan frístundasvæðis. Hreppsnefndarfundur 19. september 2001 Sameining sveitarfélaga, síðari umræða um tillögur samstarfsnefndar vegna fyrirhugaðrar sameiningar Biskupstungnahrepps, Grímsnes og Grafningshrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Hreppsnefnd fjallaði um tillöguna og er hlynnt innihaldi hennar eins og það var kynnt á síðasta fundi hreppsnefndar. Þó er gerð sú breyting að kosning fari fram 17. nóvember 2001 í stað 10. nóvember eins og áður hafði verið kynnt. Sameiningarmálin rædd og ný dagsetning kjördags staðfest. Vinna fer að hefjast vegna útgáfu kynningarefnis og er stefnt að kynningarfundum í öllum sveitarfélögunum í október. Sú kynning verður í höndum samstarfsnefndarinnar. Hreppsnefndarfundur 17. október 2001. Ný deiliskipulög frístundasvæða að Reykjavöllum, Biskupstungum. Kynnt og samþykkt að auglýsa viðkomandi skipulög strax og Umhverfisráðherra hefur staðfest aðalskipulag Biskupstungnahrepps. Heimsókn að Iðufelli, Laugarási. Farið á staðinn og skoðuð möguleg verslunarlóð og þær lóðir sem eru verslunarlóðir samkvæmt aðalskipulagi. Kynnt og vísað til næsta fundar hreppsnefndar. Einnig litið á vegakerfið í Laugarási og hvaða úrbætur þurfa að fara fram á næstu vikum. Sameining sveitarfélaga, staða mála. Kynningarbækling hefur nú verið dreift á öll heimili og hægt er að greiða utankjörstaðaatkvæði hjá sýslumanni. Kynningarfundur verður í Félagsheimilinu Aratungu föstudaginn 9. nóvember n.k. en kosningar fara fram 17. nóvember 2001. Aðalskipulag Biskupstungnahrepps. Nú er öllum formsatriðum lokið til að Umhverfisráðherra geti staðfest aðalskipulagið. Lagt til að undirritun fari fram í sveitinni og sveitarstjóra falið að hafa samband við ráðuneytið og' velja tímasetningu til undirritunar sem fari fram með formlegum hætti. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem staðfest er lánsbeiðni sveitarfélagsins vegna vatnsveituframkvæmda. Lánið er krónur 10.000.000.- og er í samræmi við fjárhagsáætlun. Lánið er veitt til 10 ára með 4,5% vöxtum og með tryggingum í tekjum sveitarfélagsins. Hreppsnefnd samþykkir töku lánsins með ofangreindum skilmálum. Peningagjöf, kr. 10.000,- til leiktækjakaupa fyrir grunnskólans frá tveim börnum grunnskólans, Báru Sif Omarsdóttur og Katrínu Ragnarsdóttur. Peningarnir söfnuðust á tombólu á “Björtum dögum” s.l. sumar. Stúlkurnar afhentu Sveini Sæland peningagjöfina. Lögbýlisréttur vegna hluta úr jörðinni Bergstaðir, Biskupstungum. Jón Gunnar Bjarnason kt. 280662-5699, óskar eftir að eignarhluti sinn, landnúmer 167207, úr jörðinni Bergstaðir verði sjálfstætt lögbýli og hljóti nafnið Bergstaðir II. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að Bergstaðir II verði lögbýli. Kaupsamningur um land í Lambadal. Bjarni Kristinsson og Oddný K. Jósefsdóttir, selja Boga Pálssyni, og Sólveigu Dóru Magnúsdóttur kt. um 105.000 fm lands. Hreppsnefnd fellur frá forkaupsrétti. Yfirlýsing sem fylgir er samþykkt að undanskildum 4. lið. Einnig samþykkt að landeigandi fái að nýta nafnið Sólbrekka á húseign og lóð í stað Lambabrúnar. Fundur með þingmönnum Suðurlandsað Flúðum, þriðjudaginn 23. október n.k. Rætt um að áhersluatriði verði samræmd við önnur sveitarfélög í uppsveitum Arnessýslu. Tekið saman af D.K. Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.