Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 3
------------------------------------------------------------------------N Ritstjómargrein Þegar þrjár vikur voru liðnar af þessum vetri kusu Tungnamenn, Grímsnesingar og Grafningsbúar, Þingvallasveitarmenn og Laugdælir um hvort þeir vildu mynda eitt sveitarfélag. Það var samþykkt í öllum hreppunum nema Grímsnes- og Grafningshreppi, þar sem 10 fleiri vorum móti en með. Hér í sveit voru tæp 72 % þeirra er afstöðu tóku samþykkir sameiningu en rúm 28 % andvíg. Þessi afstaða kom ekki á óvart þar sem bæði í kosningunni um sameiningu allra uppsveitanna var meirihluti samþykkur og í skoðanakönnun um ýmiskonar sameiningu kom svipuð afstaða fram. Því virðist ljóst að meirihluti Tungnamanna vill efla þessa stjórnsýlueiningu. Væntanlega eru rök fólks fyrir þessu eitthvað mismunandi en þau veigamestu eru að lítil sveitarfélög geti ekki veitt fbúum sínum nægilega góða þjónustu. Hinir sem andvígir eru telja líklega ekki ástæðu til að breyta því skipulagi sem gilt hefur um aldir og stækkun sveitarfélagsins muni færa bæði stjórnsýslu og þjónustu fjær fólkinu og minna tillit verði tekið til hvers einstaklings. Fylgjendur sameiningar benda hins vegar á gjörbreyttar aðstæður í samgöngumálum frá því þessi skipting í sveitarfélög var ákveðin og sífellt vaxandi verkefni sem þeim eru lögð á herðar. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvort unnið verður að sameiningu sveitarfélaganna þriggja sem samþykktu sameininguna, en sveitarstjórnunum er heimilt að sameina þau án þess að ný kosning fari fram. Sumum kann að finnast að ávinningur af því sé ekki nógu mikill þar sem íbúafjöldi yrði ekki nema um 850 manns. Á hinn bóginn má líta svo á að þessi sameining, sem myndaði stærsta sveitarfélag uppsveitanna, styrkti mjög stöðu sveitanna þriggja m. a. með tilliti til vætanlegrar stærri sameiningar. I ýmsu tilliti er sveitarfélag þessara þriggja hreppa mjög heppilegt. Öll liggja þau að miðhálendinu og hálendisbrúnin býður upp á mikla möguleika vegna fjölbreytts landslags sem margir vilja nú nýta sér til frístundadvala og ferðalaga. Ferðamannaleiðin utan af Mosfellsheiði og upp að Gullfossi gefur færi á að bjóða mörgum þjónustu sem tengist beint sérstæðri náttúru svæðisins. Innan þeirra kemur upp mjög mikið af tæru köldu vatni, sem verður að öllum líkindum mikið verðmæti áður en langt um líður, og þar eru einnig hverir og heitt vatn, sem enn hefur ekki verið nýtt nema að takmörkuðu leyti. Á víðlendi, bæði til fjalla og á láglendi, eru miklir möguleikar til bæði afþreyingar og atvinnurekstrar. Því virðist ástæðulaust að láta þessa 6 kjósendur í Grímsnes- og Grafningshreppi koma í veg fyrir að hin sveitarfélögin þrjú fari að vilja meirihluta íbúa sinna og sameinist til að tryggja íbúum sínum farsæla framtíð í þokkalega öflugum hreppi. _____________________________ _____________________________________ r v. Hársnyrtistofa Leifs og Ævars Austurvegi 21 Selfossi, Opið: Opið: mán.-fím. 9-18, föstud.9-19, og laugard. 10-14. sími 482-1455 ■'N Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.