Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.2001, Blaðsíða 15
Sigríður og Sveinn í Bræðratungu frh L-B: Hvað eruð þið mörg systkinin: Sveinn: Við erum 3 bræðurnir, ég elstur, Gunnlaugur 6 árum yngri, fæddur 1933 og Páll yngstur, fæddur 1940. Þar sem við vorum á svo ólíkum aldri, má segja að við hefðum ekki mikinn félagsskap hver af öðrum í uppvextinum, bræðurnir. Gunnlaugur nam dýralækningar í Þýskalandi og hefur verið héraðsdýralæknir hér í Laugarási frá 1963, kvæntur Renötu E. Vilhjálmsdóttur frá Þýskalandi. Þau eiga 3 dætur og 2 syni. Páll er lögfræðingur, býr í Reykjavík og er kvæntur Elísabetu Guttormsdóttur frá Hallormsstað. Sveinn 3ja ara. L-B: Faðirþinn var mikill framámaður hér í Biskupstungum. Getur þú sagt mér ofurlítið frá honum og hvernig það kom til að hannflutti hingað í Brœðratungu. Sveinn: Skúli faðir minn var oddviti í 20 ár og hreppsnefndarmaður í 40 ár auk ýmissa annarra trúnaðarstarfa sem á hann hlóðust. Hann hafði því oft mikið að gera. Mér er minnisstætt að hann var þeim eiginleikum gæddur að geta gert marga hluti í einu. Hann gat til dæmis verið að ræða við gest, sem var í heimsókn, en á sama tíma verið að skrifa embættisbréf og hlusta á útvarpið. Þess má geta, að allir bræður hans voru listaskrifarar, nema hann, vegna þess að hann skrifaði svo hratt. Faðir minn kom í Tungu 1924. Það kom þannig til, að við konungskomuna 1907 kynntist hann ungum dönskum blaðamanm í fylgdarliði konungs, Sven Poulsen, sem seinna varð ritstjóri Berlinske Tidende í Kaupmannahöfn. Skúli faðir minn var þá fylgdarmaður og hestasveinn, nýkominn frá Flensborg. Arið eftir, 1908, fór hann til landbúnaðarnáms til Danmerkur og dvaldi þá um tíma hjá Sven. Sven Poulsen varð mjög upptekinn af því hvað landbúnaður hér á Islandi væri skammt á veg kominn, miðað við þá miklu möguleika, sem landið byði uppá. En Danir voru þá meðal fremstu þjóða í heimi í landbúnaði. Gekkst hann fyrir því að Brœðurnir í Brœðratungu, Sveinn, Páll og Gunnlaugur. stofnað var hlutafélag um kaup á Bræðratungu, ásamt 5 hjáleigum, af Einari Benediktssyni, í þeim tilgangi að koma hér upp nútímalegu stórbúi. Það var árið 1915. Árið eftir kom Sven að skoða höfuðbólið og var faðir minn þá ráðinn fylgdarmaður hans. Árið 1921 er Danakonungur enn á ferð og vill þá svo til að þeir voru þar aftur í sömu hlutverkum vinirnir, Sven og faðir minn. Bindast þeir þá fastmælum, að þeir setji Svm Poulsen saman bú í Bræðratungu þegar jörðin losnaði úr ábúð. Og þannig kom það til að faðir minn flyst í Bræðratungu árið 1924. Var hann þar bústjóri, en Sven bjó alltaf í Danmörku. ■ „ - Það er næsta vist að það var ætlast til að hann tæki við ættaróðalinu á Kiðjabergi, enda eini sonurinn, sem lagði fyrir sig landbúnaðarnám. En faðir minn sá meiri ræktunarmöguleika í Tungu og því fór það svo að það var guðfræðingurinn í fjölskyldunni, Halldór, sem tók við búskap á Kiðjabergi. Sven og faðir minn voru saman í búrekstrinum á árunum 1924 til 1930. Sumarið 1927, þegar ég var þriggja vikna, var Sven hér á ferð og varð það til þess að ég var skírður í höfuðið á honum 31. júlí 1927. Ef hann hefði ekki komið, hefði ég vísast heitið eitthvað allt annað! En um 1930 skall heimskreppan á og varð mjög erfitt að reka bú. Búskapur Sven Poulsens lagðist þá af og voru foreldrar mínir einir með sitt bú frá 1931. Árið 1936 kom Sven í síðasta sinn til Islands, og seldi þá ríkinu Bræðratungutorfuna. Eg var þá 9 ára og er mér mjög minnisstætt hve hann var stór og sver Áður en hann fór Sveinn borinn til skírnar í gaf hann mér tveggja Brceði atungukirkju. vetra meri og man ég að mér fannst hann eiginlega ekki Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.